Umhverfisráðuneyti

137/1987

Reglugerð um notkun og bann við notkun tiltekinna eiturefna og hættulegra efna - Brottfallin

1.gr.

Aflífun dýra.

Eigi má nota eiturefni, sem raðað er á lista I og II í reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna til aflífunar dýra, nema þess sé sérstaklega getið í reglugerðinni. Aflífunarefni skal jafnframt skrá samkvæmt ákvæðum 14. gr. laga nr. 85/1968, sbr. einnig lög nr. 19/ 1981.

 

2. gr.

Útrýming vargfugla.

Eigi má nota eiturefni, sem raðað er á lista I og II í reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna til útrýmingar vargfugla, nema þess sé sérstaklega getið í reglugerðinni og notkun efnanna sé jafnframt bundin sérstökum fyrirmælum í reglugerð.

 

3. gr.

Útrýming flugna í skreið.

Pýretrín og pýretrínsambönd sérstakrar gerðar má nota til þess að útrýma flugum í skreið. Skulu útrýmingarefni, sem til þessa eru ætluð, vera skráð í hættuflokkum B eða C samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 50/1984. Í lista yfir skráð efni og efnasamsetningar í X, A, B og C hættuflokkum skal jafnframt tilgreina sérstaklega, að útrýmingarefni þessi megi nota á skreið. Notendur efnanna skulu ennfremur hlíta fyrirmælum um notkun þeirra, er Ríkismat sjávarafurða setur. Að lokinni notkun efnanna má magn pýretríns í skreið til neyslu vera mest 3 mg/kg og magn píperónýlbútoxíðs 30 mg/kg.

 

4. gr.

Blásýra (cýanvetni) og sölt sýrunnar, metýlbrómíð og fosfín.

Efni þessi, sem raðað er á lista I, má ekki nota til útrýmingar meindýra (svælingar) nema þeir, sem nota ætla efnin í þessu skyni hafi áður hlotið viðurkenningu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins samkvæmt settum reglum.

 

5. gr.

Málning og litir.

Eigi má nota eiturefni, sem raðað er á lista I og II í reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna, í málningu og liti, sem ætlað er til sölu á almennum markaði, ef samanlagt magn þeirra er umfram 1% of þyngd varningsins.

Lífræn leysiefni, sem raðað er á lista IV A í reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna, mega ekki vera í málningu og litum, sem ætlað er til sölu á almennum markaði, ef samanlagt magn þeirra er yfir 5% of þyngd varningsins, nema það sé sérstaklega leyft, sbr. ákvæði 12. gr.

6. gr.

Varnir gegn fúa í vefnaði og trjávöru.

Eiturefni, sem raðað er á lista I og II í reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna, má ekki nota til þess að varna fúa í vefnaði eða trjávöru, nema þau hafi verið sérstaklega skráð með tilliti til þessa samkvæmt ákvæðum 14. gr. lags nr. 85/1968, sbr. einnig lög nr. 19/1981.

 

7. gr.

Sótthreinsiefni (sótthreinsandi efni).

Eiturefni, sem raðað er á lista I og II í reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna, má ekki nota til sótthreinsunar, nema þau hafi verið skráð með tilliti til þessa samkvæmt ákvæðum 14. gr. lags nr. 85/1986, sbr. einnig lög nr. 19/1981.

 

8. gr.

Bensín til eldsneytis.

Tetraetýlblý má blanda í bensín, ef það er litað sérstaklega og öðruvísi en bensín eða annað eldsneyti, er ekki inniheldur tetraetýlblý. Magn tetraetýlblýs í bensíni til eldsneytis skal ekki vera umfram 0,20-0,25 g Pb/1.

Magn benzens og hexans í bensíni til eldsneytis má eigi vera umfram 6% of þyngd hvors um sig.

Óheimilt er að auka efnum í bensín hér á landi eða selja aukefni (íblöndunarefni) í bensín til eldsneytis, nema samkvæmt leyfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins að fenginni umsögn eiturefnanefndar.

Hollustuvernd ríkisins kveður á um merkingar og tegundir færanlegra íláta, sem nota má undir bensín til eldsneytis að höfðu samráði við eiturefnanefnd.

Innflytjendur bensíns til eldsneytis skulu sends Hollustuvernd ríkisins niðurstöðutölur viðurkenndra rannsóknastofnana því til tryggingar, að magn tetraetýlblýs, benzens og hexans sé ekki umfram fyrrgreind mörk jafnóðum og bensínfarmar koma til landsins.

 

9. gr.

Fegrunar- og snyrtiefni.

Fegrunar- og snyrtiefni eru hrein efni, efnablöndur eða aðrar efnasamsetningar, sem borin eru á, núið er á, dyft (púðrað), úðað eða á annan hátt er dreift á líkama manna eða líkamshluta í þeim tilgangi að verja, hreinsa eða fegra og gera meira aðlaðandi en eða til þess að breyta útliti líkamans í öðrum tilgangi.

Eiturefni, sem raðað er á lista I og II í reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna, mega ekki vera í fegrunar- og snyrtiefnum, ef samanlagt magn þeirra er umfram 0,5% of þyngd varningsins.

Lífræn leysiefni, sem raðað er á lista IV A í reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna, mega ekki vera í fegrunar- og snyrtiefnum, sem ætluð eru til sölu á almennum markaði, ef samanlagt magn þeirra er yfir 2,5% of þyngd varningsins, nema það sé sérstaklega leyft, sbr. ákvæði 12. gr. Um fegrunar- og snyrtiefni í úðunarílátum gilda ennfremur ákvæði 10. gr.

Hollustuvernd ríkisins getur hvenær sem er krafið innflytjendur eða framleiðendur fegrunar- og snyrtiefna um vottorð frá viðurkenndum rannsóknastofnunum því til tryggingar, að ákvæðum þessum sé hlítt. Hollustuvernd ríkisins getur ennfremur að höfðu samráði við eiturefnanefnd bannað sölu eða innflutning fegrunar- og snyrtiefna, ef ástæða er til þess að ætla, að brotið sé gegn ákvæðum þessum.

 

10. gr.

Úðunarílát ("spray-brúsar").

Í úðunarílátum, sem ætluð eru til sölu á almennum markaði, mega ekki vera eiturefni, sem raðað er á lista I og II, ef samanlagt magn þeirra er umfram 0,1% of þyngd varningsins. Í úðunarílátum, sem ætluð eru til sölu á almennum markaði, mega ekki vera lífræn

leysiefni, sem raðað er á lista IV A, ef samanlagt magn þeirra er yfir 0,5% of þyngd varningsins, nema það sé sérstaklega leyft.

11. gr.

Bann við notkun eiturefna og hættulegra efna við framleiðslu matvæla og fóðurs.

Eiturefni, sem raðað er á lista I og II, er óheimilt að nota við framleiðslu matvæla og fóðurs með þeim hætti, að efnin komi í beina snertingu við hráefni eða vöruna fullunna, nema slíkt sé sérstaklega leyft að fenginni umsögn eiturefnanefndar.

Hættuleg efni, sem raðað er á lista III og IV A, má ekki nota við framleiðslu matvæla og fóðurs með þeim hætti, sem greinir í 1. málsgr., nema að fengnu leyfi Hollustuverndar ríkisins, er um það hefur samráð við Vinnueftirlit ríkisins.

Ákvæði þessi eiga ekki við notkun efna og efnasamsetninga, sem skráð eru í hættuflokkum X, A, B og C.

 

12. gr.

Almenn ákvæði um notkun og bann við notkun lífrænna leysiefna á lista IV A.

Eigi má setja á markað og selja almenningi (almennan markað) lífræn leysiefni á lista IV A, sbr. reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna, eða blöndur þeirra eða varning, sem hefur þau að geyma, nema fyrst hafi verið samþykkt í1át, merkingar, varnaðarorð og leiðbeiningar um notkun svo og notagildi efnanna samþykkt. Ákvæði þessi eiga þó ekki við, ef styrkt lífrænna leysiefna á lista IV A er í varningi samtals minni en 5% of þyngd, sbr. þó ákvæði 2. málsgr. 10. gr.

Þeir, sem hyggjast selja á almennum markaði lífræn leysiefni á lista IV A eða varning, sem hefur þessi efni að geyma, skulu sækja til Hollustuverndar ríkisins um leyfi til þess. Skulu umsóknum fylgja sýnishorn of ílátum (eða myndir of þeim), merkimiðar og varnaðarorð í samræmi við ákvæði reglugerðar um gerð íláta, merkingu og varnaðarmerki varðandi sölu og varðveislu hættulegra efna svo fremi, að ákvæði reglugerðarinnar taki til hlutaðeigandi efna. Þá skulu umsóknum fylgja upplýsingar um til hvers nota eigi efnin og hvert sé notagildi þeirra að mati umsækjanda svo og notkunarreglur. Hollustuvernd ríkisins skal leita álits eiturefnanefndar, áður en leyfi er veitt til þess að selja varninginn.

Eiturefnanefnd skal meta sérstaklega, hvert sé notagildi varningsins og hvort eiturhrif hlutaðeigandi efna kunni að vera óhæfilega mikil miðað við notagildi þeirra. Eiturefnanefnd skal ennfremur meta, hvort veruleg hætta sé á eitrunum af völdum efnanna til þeirra nota, sem umsækjandi mælir með, eða með þeim notkunaraðferðum, sem harm mælir með.

Ákvæði þessarar reglugerðar eiga ekki við sölu í heildsölu á lífrænum leysiefnum á lista IV A til þeirra aðila, er greinir í 1.-6. tölulið 1. málsgr. 5. gr. laga nr. 85/1986. Við heildsölu á lífrænum leysiefnum, sem talin eru á lista IV A, eða blöndum þeirra skal gæta fyrirmæla reglugerðar um gerð íláta, merkingar og varnaðarmerki varðandi sölu og varðveislu hættulegra efna, svo og annarra ákvæða, er sett kunna að verða.

 

13. gr.

Ísvari og frostlögur.

Eigi má selja á almennum markaði undir vöruheitunum ísvari og frostlögur önnur leysiefni en þau, sem raðað er á lista IV B

Ef sérstakar óskir eru um að selja lífræn leysiefni á lista IV A undir vöruheitunum ísvari og frostlögur, má einungis gera það að fengnu leyfi Hollustuverndar ríkisins, sbr. ákvæði 12. gr.

 

14. gr.

Vatnsblöndur metanóls til eldsneytis.

Heimilt er olíuinnflytjendum að selja til eldsneytis á flugför vatnsblöndur metanóls án þess, að til kaupanna þurfi sérstök leyfi, sbr. ákvæði reglugerðar um útgáfu og afgreiðslu eiturbeiðna og annarra tilsvarandi leyfa. Heimildin er bundin því skilyrði, að þessar vatnsblöndur metanóls séu tryggilega geymdar og afgreiddar beint á sérstaka geyma í flugförum.

Seljandi skal færa upplýsingar um selt magn metanóls í þar til gerða sölubók, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið leggur til.

 

15. gr.

Blöndur rícínusolíu (laxerolíu) og metanóls.

Heimilt er verslunum, er fengið hafa til þess leyfi ráðherra, að fengnum meðmælum eiturefnanefndar, að flytja inn og selja til eldsneytis á módel-mótora blöndur rícínusolíu (laxerolíu) og metanóls án þess, að til kaupanna þurfi sérstök leyfi, sbr. ákvæði reglugerðar um útgáfu og afgreiðslu eiturbeiðna og annarra tilsvarandi leyfa, og skal magn rícínusolíu í blöndum þessum vera minnst 20%.

Leyfi þessi eru bundin nánari skilyrðum um í1át, merkingar, færslur í sölubækur, varðveislu o.fl., er eiturefnanefnd ákveður.

 

16. gr.

Notkun bróms til eyðingar sýkla í baóvatni.

Heimilt er verslunum, er fengið hafa til þess leyfi ráðherra, að fenginni umsögn eiturefnanefndar, að flytja inn og selja efni og efnasamsetningar, sem sérstaklega eru ætlaðar til þess að gefa frá sér frítt bróm í nánar tilteknum skömmtunarbúnaði til eyðingar sýkla í baðvatni án þess að til kaupanna þurfi sérstök leyfi, sbr. ákvæði reglugerðar um útgáfu og afgreiðslu eiturbeiðna og annarra tilsvarandi leyfa. Skal við það miðað, að magn frís bróms í baðvatni fari aldrei yfir 4 mg/l. Með umsóknum skulu fylgja tillögur um ítarlegar merkingar íláta undir slík efni og efnasamsetningar og leiðbeiningar um notkun. Leyfishafi skal ennfremur hafa á boðstólum viðurkennda mæla ásamt leiðbeiningum á íslensku til ákvörðunar á fríu brómi í vatni.

Ef bróm er notað til eyðingar sýkla í baðvatni á opinberum sundstöðum, skal fylgjast reglulega með styrkt frís bróms í vatninu samkvæmt fyrirmælum Hollustuverndar ríkisins, sbr. nánar 9. gr. reglugerðar nr. 455/1975.

 

17. gr.

Notkun klórs og klórgjafa til eyðingar sýkla í baðvatni á opinberum sundstöðum.

Eigi má nota klór eða klórgjafa til eyðingar sýkla í baðvatni á opinberum sundstöðum, nema hlutaðeigandi hafi áður fengið til þess leyfi Hollustuverndar ríkisins, sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 455/1975 um eftirlit með framkvæmd ákvæða laga um eiturefni og hættuleg efni. Hollustuvernd skal við veitingu slíkra leyfa hafa samráð við Vinnueftirlit ríkisins, enda skal vera tryggt, að þeir, sem leyfi fá, kunni til fullnustu, hvernig skammta eigi klór eða klórgjafa í baðvatnið og ákvarða skuli styrkt klórs í vatninu.

 

18.gr.

Sérstök ákvæði um efni, sem raðað er á lista I í reglugerð um flokkun eiturefna

 og hættulegra efna og talin eru í 3. gr. reglugerðar nr. 77/1983.

Efni þessi og efnasambönd má því aðeins nota, að hlutaðeigendur haft fengið útgefin leyfisskírteini (rauð), sbr. ákvæði 7. gr. reglugerðar nr. 39/1984, til þess að kaupa og nota efnin eða fengið til þess sérstaka viðurkenningu, sbr. ákvæði 4. gr.

Efni þau og efnasamsetningar, sem ákvæði þessarar greinar taka til, eru talin í viðauka

 

19. gr.

Sérstök ákvæði um efni, sem raðað er á lista III í reglugerð um flokkun

 eiturefna og hættulegra efna.

Eftirtalin efni, sem raðað er á lista III, má einungis selja í lyfjabúðum eða lyfjaheildverslunum og í ílátum og með þeim merkingum, notkunarreglum og varnaðarorðum, sem eiturefnanefnd ákveður:

Anísídín (orto-anísídín)

benzidín

tólídín (orto-tólídín)

tólúídín (orto-tólúídín)

trímetýlanilín (2,4,6-trímetýlanilín).

Eiturefnanefnd getur að höfðu samráði við Lyfjaeftirlit ríkisins látið ákvæði 1. málsgr. einnig taka til annarra efna, sem raðað er á lista III.

 

20. gr.

Notkun natríumflúoríðs til þess að rotverja og segaverja blóðsýni.

Heimilt er lögreglustjórum að nota glös undir blóðsýni, sem í hefur verið vegið 0,2 g of natríumflúoríði til þess að rotverja og segaverja sýnin án þess, að til kaupanna þurfi sérstakt leyfi, sbr. ákvæði reglugerðar um útgáfu og afgreiðslu eiturbeiðna og annarra tilsvarandi leyfa.

Á glösum þessum, sbr. 1. málsgr. skal ætíð stands skýrum stöfum: "Inniheldur 0,2 g natríumflúoríð". Um merkingar og meðferð glasanna og vörslu þeirra skal hlíta fyrirmælum, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið setur að höfðu samráði við eiturefnanefnd og Lyfjaeftirlit ríkisins. Í sendingum innanlands skal ennfremur merkja ystu umbúðir um glös þessi varnaðarmerkjum A og D, er eiga við natríumflúoríð, sbr. 3. gr. reglugerðar um gerð íláta, merkingu og varnaðarmerki varðandi sölu og varðveislu eiturefna.

 

21. gr.

Formaldehýð í spónaplötum og hliðstæðum plötum.

Spónaplötur og hliðstæðar plötur, sem innihalda 1ím, er gefur frá sér formaldehýð, má einungis note í byggingar, húsgögn, innréttingar og þess háttar, ef þær við prófun í sérstökum loftræstiklefum/skápum gefa með viðurkenndum aðferðum frá sér minna formaldehýð en svo, að jafnvægisstyrkurinn fari ekki yfir 0.15 mg/m'.

Ef ekki liggur fyrir staðfesting á því, að kröfur 1. mgr. hér á undan séu uppfylltar, má einungis note plötur, þar sem innihald of fríu fonnaldehýði fer ekki yfir 25 mg/100 g of þurrefni platnanna. Þær plötur skal að auki meðhöndla á þann hátt, að uppgufun formaldehýðs frá þeim verði innan þeirra marks, er kveðið er á um í 1. mgr.

 

22. gr.

Hegning og viðurlög.

Um hegningu og viðurlög fyrir brot á ákvæðum þessum, skal fara samkvæmt 22. gr. lags um eiturefni og hættuleg efni eða samkvæmt 32. og 33. gr. laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit nr. 109/1984.

 

 

23. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 16. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni og öðlast gildi við birtingu. Samtímis fellur úr gildi reglugerð nr. 129/1971 og reglugerðir um breytingar á þeirri reglugerð nr. 5/1973, nr. 624/1980, nr. 282/1981, nr. 784/1983, nr. 226/ 1985 og nr. 90/1986.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 18. mars 1987.

 

Ragnhildur Helgadóttir.

Páll Sigurðsson.

 

 

Viðauki 1

Efni og efnasamsetningar, er ákvæði 17. gr. taka til:

 

ARSEN og ólífræn arsensambönd (önnur en b1ý-, kalcíum- og zinkarsenöt)

CÝANVETNI (BLÁSÝRA)

CÝANSAMBÖND, er í vatnslausn klofna í cýaníðjóna

DÍKLÓRDÍMETÝLETRI

DÍMETÝLSÚLFAT

DÍNÍTRÓFENÓL (2,4-dínítrófenól)

DÍNÓSEB

FLÚSSÝRA (FLÚORVETNI) og alkali- og ammóníumsölt sýrunnar

FOSFÓR, gulur

FOSFÓRVETNI (FOSFÍN)

KVIKASILFUR KVIKASILFURSAMBÖND, ólífræn, sbr. þó lista I í 1. gr. reglugerðar nr. 445/1978.

METÝLBRÓMÍÐ (MÓNÓBRÓMMETAN)

NATRÍUM

STRYKNÍN og strýknínsölt

TETRAETÝLBLY

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica