Umhverfisráðuneyti

412/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð um notkun og bann við notkun tiltekinna eiturefna og hættulegra efna nr. 137/1987, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

            15. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

            Heimilt er verslunum, er fengið hafa til þess leyfi ráðherra, að fengnum meðmælum Hollustuverndar ríkisins, að flytja inn og selja til eldsneytis á módelmótora blöndur rícínusolíu (lexerolíu), tilbúinnar olíu og metanóls án þess að til kaupanna þurfi sérstakt leyfi, sbr. ákvæði reglugerðar um útgáfu og afgreiðslu eiturbeiðna og annarra tilsvarandi leyfa, og skal magn rícínusolíu í blöndum þessum vera minnst 2%.

            Leyfi þessi eru bundin nánari skilyrðum um ílát, merkingar, færslur í sölubækur, varðveislu o.fl., í samræmi við leyfi viðkomandi verslana, sbr. 1. mgr.

            Módeleldsneyti sem inniheldur yfir 5% metanól má aðeins selja eða afhenda þeim sem eru 18 ára eða eldri.

2. gr.

            Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 16. gr. laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 460/1994 um breytingu á reglugerð nr. 137/1987.

Umhverfisráðuneytinu, 20. júní 1997.

F. h. r.

Ingimar Sigurðsson

Sigurbjör Sæmundsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica