1. gr.
Gjaldtaka er heimil innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu, eftir því sem nánar er kveðið á um í 2. og 3. gr. Virðisaukaskattur er innifalinn í gjaldi.
2. gr.
Gjald fyrir einn í gistingu í eina nótt á tjaldstæði í tjaldi, fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíl:
1. |
Almennt gjald |
kr. |
950 |
|
2. |
13 til 16 ára börn, í fylgd með fullorðnum |
kr. |
500 |
|
3. |
Örorkulífeyrisþegar |
kr. |
500 |
|
4. |
Ellilífeyrisþegar (67 ára og eldri) |
kr. |
750 |
Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að tjaldstæði er gjaldfrjáls.
3. gr.
Gjald fyrir aðra þjónustu:
1. |
Sturtugjald, eitt skipti |
kr. |
300 |
|
2. |
Rafmagn fyrir húsbíl, einn sólarhringur |
kr. |
600 |
|
3. |
Afnot af þvottavél, eitt skipti |
kr. |
500 |
|
4. |
Afnot af þurrkara, eitt skipti |
kr. |
500 |
|
5. |
Tjaldleiga, einn sólarhringur |
kr. |
2.000 |
|
6. |
Sértæk þjónusta við ferðamenn skv. beiðni, sem felur í sér sérstakt vinnuframlag af hálfu starfsmanna þjóðgarðsins og akstur |
kr. |
9.000 |
hver klst. |
4. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 21. gr. laga nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð um gjaldtöku vegna tjaldstæða og þjónustu í Vatnajökulsþjóðgarði, nr. 530/2009.
Umhverfisráðuneytinu, 30. apríl 2010.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.