Umhverfisráðuneyti

928/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um þjóðgarðinn Snæfellsjökul, nr. 568/2001. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Í stað orðanna „Náttúruvernd ríkisins“ og „Náttúruverndar ríkisins“ í 2. gr. reglugerðarinnar og sömu orða hvarvetna í reglugerðinni kemur (í viðeigandi beygingarfalli): Umhverfisstofnun.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett í samræmi við ákvæði 52. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999 og öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 25. október 2005.


F. h. r.

Magnús Jóhannesson.
Sigrún Ágústsdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica