Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1000/2018

Reglugerð um vöktun á sýklalyfjaþoli í lifandi dýrum, matvælum, fóðri, áburði og sáðvöru.

1. gr.

Með þessari reglugerð eru settar nákvæmar reglur um vöktun á þoli gegn sýklalyfjum sbr. reglu­gerð nr. 1048/2011 um vöktun súna og súnuvalda.

2. gr.

Matvælastofnun skipuleggur vöktun og ber ábyrgð á skýrslugjöf á þoli gegn sýklalyfjum sem greinast í dýrum, dýraafurðum eða matvælum, fóðurefnum til fóðurgerðar, fóðri, fiskimjöli, vatni, umhverfi eða öðrum sýnum sem tengjast eftirliti stofnunarinnar og heilbrigðisnefnda sveitarfélaga.

Vöktun og skýrslugjöf á þoli gegn sýklalyfjum hjá súnuvöldum og gistilífsbakteríum sem greinast í tilteknum stofnum dýra sem gefa af sér afurðir til manneldis og tilteknum matvælum skulu fara fram í samræmi við framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/652/ESB um vöktun og skýrslugjöf varðandi þol gegn sýkingalyfjum hjá bakteríum, sem valda sjúkdómi sem berst milli manna og dýra, og hjá gistilífsbakteríum. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/652/ESB er birt í viðauka við reglugerð þessa.

3. gr.

Matvælastofnun fer með framkvæmd þessarar reglugerðar skv. 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, 3. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, og 3. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með framkvæmd þessarar reglugerðar í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli. 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, öll með síðari breytingum. Reglugerð þessi er sett með hliðsjón af framkvæmdarákvörðun fram­kvæmda­stjórnarinnar 2013/652/ESB um vöktun og skýrslugjöf varðandi þol gegn sýkinga­lyfjum hjá bakteríum, sem valda sjúkdómi sem berst milli manna og dýra, og hjá gistilífs­bakteríum. Ákvörðunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 166/2014, frá 25. september 2014. Ákvörð­unin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 55, frá 17. september 2015, bls. 484. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Á sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 714/2012 um vöktun á lyfjaþoli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. nóvember 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Eggert Ólafsson.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal) 

Reglugerð sem fellur brott:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica