Matvælaráðuneyti

228/2022

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1000/2018 um vöktun á sýklalyfjaþoli í lifandi dýrum, matvælum, fóðri, áburði og sáðvöru.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 2. gr. reglugerðarinnar:

Í stað orðanna "framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2013/625 um vöktun og skýrslugjöf varðandi þol gegn sýkingalyfjum hjá bakteríum, sem valda sjúkdómi sem berst milli manna og dýra, og hjá gistilífsbakteríum. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/652/ESB er birt í viðauka við reglugerð þessa" kemur:

framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1729 um vöktun og skýrslugjöf varðandi þol gegn sýkingalyfjum hjá bakteríum, sem valda sjúkdómi sem berst milli manna og dýra, og hjá gistilífsbakteríum og um niðurfellingu á framkvæmdarákvörðun 2013/652/ESB.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1729 var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 189/2021, frá 9. júlí 2021. Framkvæmdar­ákvörð­unin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8, frá 10. febrúar 2022, bls. 120.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 17. febrúar 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir
matvælaráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica