Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

714/2012

Reglugerð um vöktun á lyfjaþoli. - Brottfallin

1. gr.

Efni og gildissvið.

Með þessari reglugerð eru settar nákvæmar reglur um vöktun á þoli gegn sýklalyfjum sbr. reglugerð nr. 1048/2011 um vöktun súnu og súnuvalda.

2. gr.

Söfnun og greining einangra.

Matvælastofnun getur ákveðið að skipuleggja vöktun á þoli tiltekins fjölda súnuvalda gegn sýklalyfjum sem greinast í sýnum úr dýrum. Það sama á við tiltekin fjölda súnuvalda sem greinast í sýnum úr dýraafurðum eða matvælum, fóðurefnum til fóðurgerðar, fóðri, fiskimjöli, vatni, umhverfi eða öðrum sýnum sem tengjast eftirliti stofnunarinnar og sem hún telur nauðsynlegt að rannsaka. Matvælastofnun ákveður fjölda ára sem vöktunin skal ná yfir hverju sinni og skal taka mið af viðauka við þessa reglugerð þegar stofnunin ákveður fyrir hvaða lyfjum þolið skuli prófað og með hvaða aðferðum.

3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli. Reglugerð þessi er sett með hliðsjón af ákvörðun framkvæmdastjórnar EB nr. 2007/407. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 14. júní 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica