Samgöngur á landi

121/1990

Reglugerð um vörubifreiðar og sendibifreiðar, sem notaðar eru til leiguaksturs og takmarkanir á fjölda þeirra - Brottfallin

Breytingareglugerðir:

REGLUGERÐ

um vörubifreiðar og sendibifreiðar, sem notaðar eru til leiguaksturs og takmarkanir á fjölda þeirra.

I. KAFLI

Almenn ákvæði.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 77/1989 um leigubifreiðar og gildir um vörubifreiðar og sendibifreiðar, sem notaðar eru til leiguaksturs.

Leiguakstur vörubifreiða og sendibifreiða telst það þegar slík bifreið er seld á leigu ásamt ökumanni til flutnings á vörum fyrir tiltekið gjald, þar sem ökumaður eða eigandi bifreiðar­innar er hvorki eigandi, seljandi né kaupandi vörunnar sem flutt er. Þegar nauðsyn krefur er heimilt að flytja í vörubifreið eða sendibifreið umsjónarmenn þeirrar vöru sem flutt er.

 

2. gr.

Auðkenni.

Allar vörubifreiðar og sendibifreiðar, sem notaðar eru til leiguaksturs og aka frá bifreiðastöð, skulu greinilega auðkenndar með merki stöðvarinnar.

 

3. gr.

Gjaldmælar.

Ákvæði um gjaldmæla í reglugerð um fólksbifreiðar, sem notaðar eru til leiguaksturs gilda einnig um sendibifreiðar.

 

II. KAFLI

Takmarkanir á fjölda bifreiða.

4. gr.

Við takmörkun á fjölda vörubifreiða og sendibifreiða til leiguaksturs skal miða við tilgreinda hámarkstölu fyrir hvert félagssvæði. Samgönguráðuneytið ákveður þessa hámarks­tölu.

Þegar hámarkstala er tekin upp eða lækkuð er óheimilt að skerða atvinnuréttindi þeirra manna, sem á lögmætan hátt stunda leiguakstur og eru fullgildir félagar í hlutaðeigandi stéttarfélagi. Áður en hámarkstölu er breytt skal ráðuneytið leita umsagnar stéttarfélags, bæjarstjórna og héraðsnefnda, sem í hlut eiga.

 

5. gr.

Verði vörubifreiðar og sendibifreiðar færri en sem nemur hámarkstölu skal þeim fjölgað í þá tölu aftur. Innan þriggja mánaða frá því fækkun á sér stað skal stéttarfélagið, sem í hlut á, auglýsa eftir nýjum umsóknum um félagsréttindi til þess að fylla töluna á ný.

Gildar umsóknir skulu teknar til greina aðallega eftir biðtímalengd, en án tillits til þess hvar á félagssvæðinu umsækjendur eru búsettir.


 

6. gr.

Stéttarfélag, sem nýtur takmörkunar, skal hafa umsjón með því að jafnan séu til staðar í eigu félagsmanna og í rekstri nægar gjaldgengar bifreiðar í samræmi við hámarkstöluna. Ennfremur skal stéttarfélagið fylgjast með því að félagsmenn þess fari eftir lögum og

reglugerðum um leigubifreiðar. Gerist félagsmaður brotlegur við lög og reglugerðir um leigubifreiðar getur viðkomandi félagsstjórn beitt hann viðurlögum.

7. gr. Vörubifreiðar.

Takmarkanir á fjölda vörubifreiða gilda á eftirtöldum félagssvæðum:

1. Á félagssvæði Vörubílstjórafélagsins Þróttar, sem er Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnar­nes, Mosfellsbær, Kjalarnes- og Kjósarhreppur. Hámarkstala er 150 vörubifreiðar.

2. Á félagssvæði Vörubílstjórafélagsins Þjóts, sem er Borgarfjarðarsýsla og Akranes. Hámarkstala er 15 vörubifreiðar.

3. Á félagssvæði Vörubílstjórafélags Mýrasýslu, sem er Mýrasýsla. Hámarkstala er 12 vörubifreiðar.

4. Á félagssvæði Vörubílstjórafélagsins Öxuls, sem er Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla og Ólafsvík. Hámarkstala er 27 vörubifreiðar.

5. Á félagssvæði Vörubílstjórafélagsins Fáks, sem er Austur- og Vestur-Barðastrandasýsla. Hámarkstala er 17 vörubifreiðar.

6. Á félagssvæði Vörubílstjórafélags Ísfirðinga, sem er Norður-Ísafjarðarsýsla, Ísafjörður og Bolungarvík. Hámarkstala er 20 vörubifreiðar.

7. Á félagssvæði Vörubifreiðastjórafélags Strandasýslu, sem er Strandasýsla og Staðar­hreppur í Vestur - Húnavatnssýslu. Hámarkstala er 15 vörubifreiðar.

8. Á félagssvæði Vörubílstjórafélags Vestur-Húnavatnssýslu, sem er Vestur-Húnavatns­sýsla að Staðarhreppi undanskildum. Hámarkstala er 10 vörubifreiðar.

9. Á félagssvæði Vörubifreiðastjórafélagsins Neista, sem er Austur-Húnavatnssýsla og Blönduós. Hámarkstala er 23 vörubifreiðar.

10. Á félagssvæði Vörubílstjórafélags Skagafjarðar, sem er Skagafjarðarsýsla og Sauðár­krókur. Hámarkstala er 25 vörubifreiðar.

11. Á félagssvæði Vörubílstjórafélagsins Múla, sem er Dalvík, Ólafsfjörður, Svarfaðardals­og Árskógshreppur. Hámarkstala er 15 vörubifreiðar.

12. Á félagssvæði Vörubílstjórafélagsins Vals, sem er Akureyri og Öngulstaða-, Saurbæjar-, Hrafnagils-, Glæsibæjar-, Öxnadals-, Skriðu- og Arnarneshreppur allir í Eyjafjarðar­sýslu. Hámarkstala er 35 vörubifreiðar.

13. Á félagssvæði Vörubílstjórafélags Suður-Þingeyjarsýslu, sem er Suður-Þingeyjarsýsla. Hámarkstala er 15 vörubifreiðar.

14. Á félagssvæði Vörubifreiðastjórafélagsins Drífanda, sem er Keldunes-, Öxarfjarðar-, Presthóla-, Raufarhafnar- og Fjallahreppur, allir í Norður-Þingeyjarsýslu. Hámarkstala er 15 vörubifreiðar.

15. Á félagssvæði Vörubifreiðastjórafélagsins Þórs, sem er Þórshafnar-, Sauðanes- og Svalbarðshreppur, allir í Norður-Þingeyjarsýslu. Hámarkstala er 8 vörubifreiðar.

16. Á félagssvæði Vörubílstjórafélags Norðmýlinga, sem er Skeggjastaða- og Vopnafjarðar­hreppur í Norður - Múlasýslu. Hámarkstala er 12 vörubifreiðar.

17. Á félagssvæði Vörubílstjórafélags Eskifjarðar, sem er Eskifjörður. Hámarkstala er 9 vörubifreiðar.


20. mars 1990 259 Nr. 121 18. Á félagssvæði Vörubílstjórafélags Fljótsdalshéraðs og Reyðarfjarðar, sem er Jökuldals­

Hlíðar-, Fljótsdals-, Fella-, Tungu- og Hjaltastaðarhreppur, allir í Norður-Múlasýslu og Egilsstaðir, Eiða-, Valla-, Skriðdals- og Reyðarfjarðarhreppur, allir í Suður-Múlasýslu. Hámarkstala er 50 vörubifreiðar.

19. Á félagssvæði Vörubílstjórafélags Norðfjarðar, sem er Neskaupstaður og Norðfjarðar­hreppur. Hámarkstala er 8 vörubifreiðar.

20. Á félagssvæði Vörubílstjórafélagsins Vémundar, sem er Búða-, Fáskrúðsfjarðar-, Breið­dals- og Stöðvarhreppur, allir í Suður-Múlasýslu. Hámarkstala er 15 vörubifreiðar.

21. Á félagssvæði Vörubílstjórafélagsins Ökuþórs, sem er Búlands- og Geithellnahreppur í Suður-Múlasýsiu. Hámarkstala er 6 vörubifreiðar.

22. Á félagssvæði Vörubílstjórafélagsins Neista, sem er Vestur-Skaftafellssýsla. Hámarks­tala er 8 vörubifreiðar.

23. Á félagssvæði Sjálfseignarvörubifreiðastjórafélagsins Ekils, sem er Vestmannaeyjar. Hámarkstala er 10 vörubifreiðar.

24. Á félagssvæði Vörubílstjórafélagsins Fylkis, sem er Rangárvallasýsla. Hámarkstala er 20 vörubifreiðar.

25. Á félagssvæði Vörubílstjórafélagsins Mjölnis, sem er Árnessýsla og Selfoss. Hámarkstala er 37 vörubifreiðar.

26. Á félagssvæði Vörubílstjórafélags Grindavíkur, sem er Grindavík. Hámarkstala er 10 vörubifreiðar.

27. Á félagssvæði Vörubílstjórafélags Suðurnesja, sem er Keflavík, Njarðvík, Vatnsleysu­strandar-, Gerða-, Miðnes- og Hafnahreppur. Hámarkstala er 30 vörubifreiðar.

28. Á félagssvæði Félags vörubílaeigenda, sem er Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaða­hreppur. Hámarkstala er 23 vörubifreiðar.

 

8. gr.

Sendibifreiðar.

Takmarkanir á fjölda sendibifreiða gilda á eftirtöldum félagssvæðum:

1. Á félagssvæði Trausta félags sendibifreiðastjóra, sem er Reykjavík, Kópavogur, Garða­bær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær. Hámarkstala er 540 sendibifreiðar.

2. Á félagssvæði Bílstjórafélags Akureyrar, sem er Akureyri. Hámarkstala er 8 sendi­bifreiðar.

3. Á félagssvæði Jaka, sem er Vestmannaeyjar. Hámarkstala er 4 sendibifreiðar.

 

9. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum samkvæmt 13. gr. laga nr. 77/1989 um leigu­bifreiðar.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og staðfestist hér með til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 307/1989 um vörubifreiðar og sendibifreiðar, sem notaðar eru til leiguaksturs og takmarkanir á fjölda þeirra.

 

Samgönguráðuneytið, 20. mars 1990.

 

Steingrímur J. Sigfússon.

 

Helgi Jóhannesson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica