Samgönguráðuneyti

416/2003

Reglugerð um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa. - Brottfallin

I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.
Gildissvið, markmið og tilgangur.

Reglugerð þessi og viðaukar hennar taka til farþegaskipa og flutningaskipa samkvæmt 2. gr. laga nr. 76/2001.

Markmið og tilgangur þessarar reglugerðar er að tryggja öryggi áhafna, farþega og íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa og efla varnir gegn mengun sjávar. Þessu markmiði skal náð með því að gera tilteknar og skýrar kröfur um menntun og þjálfun, aldur, siglingatíma, heilbrigði, sjón og heyrn þeirra sem starfa um borð í íslenskum farþegaskipum og flutningaskipum og tryggja með því eins og kostur er faglega hæfni íslenskra áhafna miðað við stærð og gerð skips, verkefni þess, úthald og farsvið.


2. gr.
Orðskýringar.

Að því marki sem hugtök eru ekki skilgreind í lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, nr. 76/2001, er merking hugtaka í reglugerð þessari sem hér segir:

1. Alþjóðasamþykktin er alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna (STCW) frá 1978 með síðari breytingum.
2. STCW-kóði er safn reglna um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna eins og þær voru samþykktar með ákvörðun ráðstefnu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) árið 1995, með síðari breytingum.
3. Viðurkennt er viðurkennt af Siglingastofnun Íslands.
4. Fjarskiptastörf ná til vaktstöðu, notkunar, viðhalds og viðgerða á tækjabúnaði sem framkvæmd eru í samræmi við alþjóðaradíóreglugerðina, alþjóðasamning um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS) og samkvæmt ákvörðun Siglingastofnunar Íslands og tilmælum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO), eftir því sem við á.
5. Mánuður telst 30 dagar.
6. Siglingatími er viðurkenndur starfstími um borð í skipi sem er í förum og krafist er vegna útgáfu skírteinis.
7. Afmörkuð hafsvæði eru skilgreind í III. viðauka við reglugerð þessa.
8. Fræðsla um borð er verklegt nám um borð í skipi sem liður í viðurkenndu námi sjómanna og skjalfest er í þjálfunarbók.
9. Þjálfunarbók er bók sem gefin er út eða viðurkennd af Siglingastofnun Íslands þar sem skráð eru verkefni sem falla undir fræðslu um borð og skal fullnægjandi framkvæmd þeirra staðfest af yfirmanni eftir því sem við á.
10. Neyðartilvik er atvik þar sem bráð hætta, slys, hamfarir eða þess háttar rekur til skjótra aðgerða.


3. gr.
Menntun og þjálfun.
Nám og kennsla.

Sjómannaskólar starfa samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 80/1996 og í samræmi við 3. gr. laga um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, nr. 76/2001. Nám í sjómannaskóla vegna þeirra skírteina sem lög nr. 76/2001 kveða á um skal vera í samræmi við aðalnámskrá framhaldsskóla sem menntamálaráðherra gefur út og fullnægja ákvæðum alþjóðasamþykktarinnar að því er varðar námsefni, hæfi kennara, leiðbeinenda og prófdómara, námsgögn, tæki og búnað til verklegrar þjálfunar svo og önnur ákvæði samþykktarinnar er varða sjómannamenntun.

Þeir sem sjá um fræðslu um borð í skipi og að meta hana skulu gæta þess að það hafi ekki áhrif á skyldustörf þeirra um borð og öryggi skipsins.

Kennarar, leiðbeinendur og prófdómarar.
Um starfsréttindi kennara í sjómannaskólum fer samkvæmt lögum um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra nr. 86/1998. Skólameistari sjómannaskóla ræður kennara til starfa og ber ábyrgð á því að þeir uppfylli skilyrði fyrrgreindra laga og skilyrði um þá menntun og hæfni sem krafist er í alþjóðasamþykktinni.

Sá sem annast mat á starfshæfni nemenda um borð í skipi eða gegnir stöðu prófdómara skal, eftir því sem við á:

- hafa nauðsynlega þekkingu og skilning á þeirri starfshæfni sem meta skal,
- hafa hlotið fullnægjandi leiðsögn í matsaðferðum og framkvæmd þeirra,
- hafa öðlast verklega reynslu í mati, og
- hafa öðlast reynslu í námsmati á þeirri tegund siglinga- eða vélhermis undir yfirstjórn reynds prófdómara.

Sjómannaskólar.

Siglingastofnun Íslands, eða annar viðurkenndur aðili sem samgönguráðuneyti og menntamálaráðuneyti tilnefna, skal staðfesta með vottun að nám og kennsla í sjómannaskóla sé í samræmi við viðurkennda gæðastaðla eða kröfur alþjóðasamþykktarinnar þar með talið að kröfum 4. gr. reglugerðar þessarar sé fullnægt. Slík vottun skal gilda til 5 ára í senn. Að þeim tíma liðnum skulu sjómannaskólar endurnýja umsóknir sínar um vottun og leggja fram öll tilskilin gögn því til staðfestingar að skólinn fullnægi kröfum alþjóðasamþykktarinnar.

Sé það mat Siglingastofnunar Íslands eða þeirrar stofnunar sem tilnefnd er skv. 1. mgr. að sjómannaskóli fullnægi ekki þeim kröfum sem settar eru í alþjóðasamþykktinni er stofnuninni skylt að fella áður útgefna vottun úr gildi svo lengi sem slíkt ástand varir.


4. gr.
Skírteini.

Um útgáfu skírteina fer eftir ákvæðum 4. gr. laga um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, nr. 76/2001.

Skilyrði skírteina.
Sérhver umsækjandi skírteinis skal fullnægja ákvæðum þessarar reglugerðar um menntun, fræðslu um borð í skipum ef við á, siglingatíma og aldur. Jafnframt skal hann fullnægja ákvæðum I. viðauka þessarar reglugerðar um sjón, heyrn og aðrar heilbrigðiskröfur.

Siglingatími.
Umsækjanda skírteinis er skylt að færa sönnur á siglingatíma sem hann telur sig hafa að baki. Unnt er að færa sönnur á siglingatíma með staðfestingu lögskráningarstjóra eða rétt útfylltri sjóferðabók.

Umsækjandi skírteinis sem kveðst hafa að baki siglingatíma á skipi sem ekki er skráð á Íslandi skal færa sönnur á þann siglingatíma með sjóferðabók eða á annan fullnægjandi hátt að mati Siglingastofnunar Íslands. Ef vafi leikur á um réttmæti þeirrar sönnunar skal Siglingastofnun Íslands í því tilviki skera úr um siglingatíma.

Skírteini til starfa um borð í tilteknum skipum.
Siglingastofnun Íslands gefur út skírteini sem krafist er til starfa á tilteknum tegundum skipa í samræmi við alþjóðasamþykktina, t.d. til starfa á ekjufarþegaskipum, tankskipum, olíuflutningaskipum, efnaflutningaskipum og gasflutningaskipum.

Fjarskiptastörf.
Siglingastofnun Íslands, eða Póst- og fjarskiptastofnun í hennar umboði, gefur út skírteini sem krafist er til fjarskiptamanna í samræmi við alþjóðasamþykktina og alþjóðaradíóreglugerðina og reglugerð um fjarskiptastörf á skipum og fjarskiptabúnað skipa, sbr. 15. gr. reglugerðar um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa nr. 53/2000.

Sá sem er ábyrgur fyrir fjarskiptavakt skal vera handhafi viðeigandi skírteinis fjarskiptamanns í samræmi við alþjóðaradíóreglugerðina.

Á hafsvæði STK og A1 skal sá sem er ábyrgur fyrir GMDSS-fjarskiptum vera handhafi takmarkaðs skírteinis fjarskiptamanns (ROC, Restricted Operator's Certificate).

Á hafsvæðum A2, A3 og A4 skal sá sem er ábyrgur fyrir fjarskiptum vera handhafi almenns skírteinis fjarskiptamanns (GOC, General Operator's Certificate).

Menntunarkröfur til þeirra sem annast fjarskipti skulu vera í samræmi við ályktun IMO A 703 (17), grein S47 í alþjóðaradíóreglugerðinni og III. kafla alþjóðasamþykktarinnar.

Varðveisla skírteina.
Sérhvert skírteini sem krafist er samkvæmt reglugerð þessari og alþjóðasamþykktinni skal varðveitt um borð í skipi sem lögmætur handhafi þess starfar á og skal sýnt ef skoðunarmaður eða löggæslumaður biður um það.

Skrá yfir skírteini.
Siglingastofnun Íslands skal halda skrá yfir öll útgefin skírteini, endurútgefin skírteini, skírteini sem hafa verið afturkölluð, ógilt skírteini, undanþágur vegna skírteina og skírteini sem hafa verið tilkynnt glötuð. Siglingastofnun er heimilt að veita stjórnvöldum ríkja sem eru aðilar að alþjóðasamþykktinni aðgang að slíkri skrá.


5. gr.
Gildistími og endurnýjun skírteina.

Um gildistíma og endurnýjun skírteina fer eftir ákvæðum 5. gr. laga nr. 76/2001. Við endurnýjun skírteina skal framvísa frumritum þeirra skírteina sem endurnýja á.


6. gr.
Viðurkenning erlendra skírteina.

Um viðurkenningu erlendra skírteina fer eftir ákvæðum 6. gr. laga nr. 76/2001 og II. viðauka við reglugerð þessa.


7. gr.
Vaktstaða.

Um vaktstöður um borð fer eftir ákvæðum 7. gr. laga nr. 76/2001 og reglugerðar um vaktstöður um borð í íslenskum farþegaskipum og flutningaskipum, nr. 599/2001.


8. gr.
Undanþágur.

Um undanþágur fer eftir ákvæðum 8. gr. laga nr. 76/2001.

Umsókn um undanþágu skal senda Siglingastofnun Íslands á sérstöku eyðublaði sem stofnunin lætur gera. Umsókn skal fylgja undanþágugjald sem ákveðið er í gjaldskrá stofnunarinnar. Siglingastofnun er óheimilt að afgreiða umsókn um undanþágu fyrr en undanþágugjald hefur verið greitt. Þegar sótt er um undanþágu skal fylgja fullnægjandi sönnun þess að starfið hafi verið auglýst nema um neyðartilvik sé að ræða.

Siglingastofnun Íslands getur, í undantekningartilfellum og þegar menn með tilskilin réttindi vantar til starfa um borð, veitt undanþágu til þess að gegna stöðu á tilteknu skipi til allt að 6 mánaða í senn. Slík undanþága skal því aðeins veitt að Siglingastofnun telji að öryggi mannslífa, eigna eða umhverfis verði ekki stefnt í hættu og að sá sem undanþáguna á að fá sé að mati Siglingastofnunar hæfur til að annast starfið á öruggan hátt. Undanþágu má ekki veita til að gegna stöðu skipstjóra eða yfirvélstjóra nema í neyðartilvikum og þá aðeins í eins skamman tíma og unnt er. Við alvarleg veikindi eða fráfall skírteinishafa þegar skip er á hafi úti er þeim sem gegnir næstu lægri stöðu ætíð heimilt að taka við starfi þess sem veikist eða fellur frá og ljúka sjóferðinni.

Ef ekki er krafist skírteinis í næstu stöðu fyrir neðan má veita þeim undanþágu sem að mati Siglingastofnunar Íslands hefur til þess nægilega þekkingu og reynslu.

Óski maður eftir stöðu, sem hann hefur tilskilið skírteini til að gegna og veitt hefur verið undanþága til, skal undanþágan felld úr gildi. Afturköllun undanþágu skal að jafnaði taka gildi þegar skipið kemur til hafnar, enda sé sá sem tilskilið skírteini hefur tilbúinn að taka við starfi þess sem veitt var undanþága til að gegna stöðunni.

Undanþáguna má aðeins veita þeim sem hefur skírteini til að gegna næstu lægri stöðu sem undanþágu á að veita til, skv. eftirfarandi röðun skírteina skipstjórnar- og vélstjórnarmanna eða til þess sem lokið hefur sömu menntun og þjálfun og krafist er til starfsins sem veita á undanþáguna til en hefur ekki náð tilskildum siglingatíma til að fá útgefið skírteini til þess starfs:

Skírteini skipstjórnarmanna:

1. Skipstjóri engar takmarkanir
2. Yfirstýrimaður engar takmarkanir
3. Skipstjóri skip minna en 3000 brúttótonn
4. Yfirstýrimaður skip minna en 3000 brúttótonn
5. Stýrimaður (rekstrarsvið) engar takmarkanir
6. Skipstjóri skip minna en 500 brúttótonn í strandsiglingum
7. Yfirstýrimaður/stýrimaður skip minna en 500 brúttótonn í strandsiglingum
8. Skipstjóri/stýrimaður skip 65 brúttótonn eða minna í innanlandssiglingum

Skírteini vélstjórnarmanna:
1. Yfirvélstjóri engar takmarkanir
2. 1. vélstjóri engar takmarkanir
3. Yfirvélstjóri skip með aðalvél minni en 3000 kW.
4. 1. vélstjóri skip með aðalvél minni en 3000 kW.
5. Vélstjóri (rekstrarsvið) engar takmarkanir
6. Vélstjóri skip með aðalvél minni en 750 kW.
7. Vélstjóri skip með aðalvél til og með 375 kW.


9. gr.
Eldri skírteini.

Um útgáfu skírteina sem gefin hafa verið út skv. lögum sem fallin eru úr gildi fer eftir ákvæðum 9. gr. laga nr. 76/2001.

Sá sem er lögmætur handhafi skírteinis, þegar reglugerð þessi öðlast gildi, skal halda sínu skírteini svo lengi sem gildistími þess rennur ekki út, enda fullnægi hann öðrum skilyrðum. Heimilt er að gefa út ný skírteini til starfa á íslenskum farþegaskipum og flutningaskipum skv. þessari reglugerð í stað þeirra eldri á þann hátt sem III. viðauki með reglugerð þessari kveður á um.


10. gr.
Ábyrgð útgerðarmanns og skipstjóra.

Um ábyrgð útgerðarmanns og skipstjóra fer eftir ákvæðum 10. gr. laga nr. 76/2001 og IV. viðauka við reglugerð þessa.


II. KAFLI
Farþegaskip og flutningaskip.
11. gr.
Skírteini áhafnar.

Sá einn sem er lögmætur handhafi skírteinis hefur rétt til starfa um borð í farþegaskipum og flutningaskipum. Eftirfarandi skírteini til skipstjórnar skulu gefin út að uppfylltum skilyrðum um menntun og þjálfun, aldur, siglingatíma, heilbrigði, sjón og heyrn:

Stjórnunarsvið:
Stig stýrimanna-
skóla:
Takmarkast við:
Aldur:
Siglinga-tími:
Skipstjóri/stýrimaður < 65 brúttótonn og minni í innanlandssiglingum
20
A
Yfirstýrimaður/stýrimaður
1
< 500 brúttótonn í strandsiglingum
18
B
Skipstjóri
1
< 500 brúttótonn í strandsiglingum
20
C
Yfirstýrimaður
2
< 3000 brúttótonn
20
D
Skipstjóri
2
< 3000 brúttótonn
20
E
Yfirstýrimaður
3
engar
20
F
Skipstjóri
3
engar
20
G
Rekstrarsvið:
Stýrimaður
2
engar
18
H
Stoðsvið:
Aðstoðarmaður í brú
námskeið
engar
16
I

Siglingatími:

A. 18 mánuðir sem háseti á skipi.
B. 12 mánaða siglinga- og námstími, enda hafi umsækjandi fengið fræðslu um borð og sá tími verið skráður í þjálfunarbók eða að öðrum kosti 36 mánaða siglingatími sem háseti á skipi. Umsækjandi skal uppfylla kröfur til að öðlast skírteini fjarskiptamanns.
C. 12 mánaða siglingatími sem stýrimaður á skipi sem er stærra en 100 brúttótonn.
D. 12 mánaða siglingatími sem stýrimaður á skipum sem eru 500 brúttótonn eða stærri.
E. 36 mánaða siglingatími sem stýrimaður á skipum sem eru 500 brúttótonn eða stærri, sem má stytta í 24 mánuði ef umsækjandi hefur þar af gegnt stöðu yfirstýrimanns í 12 mánuði.
F. 12 mánaða siglingatíma sem stýrimaður á skipum sem eru 500 brúttótonn eða stærri.
G. 36 mánaða siglingatími sem stýrimaður á skipum sem eru 500 brúttótonn eða stærri, sem má stytta í 24 mánuði ef umsækjandi hefur þar af gegnt stöðu yfirstýrimanns í 12 mánuði.
H. 12 mánaða siglinga- og námstími, enda hafi umsækjandi fengið fræðslu um borð og sá tími verið skráður í þjálfunarbók eða að öðrum kosti 36 mánaða siglingatími sem háseti á skipi. Umsækjandi skal uppfylla kröfur til að öðlast skírteini fjarskiptamanns.
I. Að lágmarki 6 mánaða siglinga- og námstími skráður í þjálfunarbók.


Eftirfarandi skírteini til vélstjórnar skulu gefin út að uppfylltum skilyrðum um menntun og þjálfun, aldur, siglingatíma, heilbrigði, sjón og heyrn:

Stjórnunarsvið:
Stig vélskóla:
Takmarkast við:
Aldur:
Siglinga-tími:
Vélstjóri
1.
<</FONT> 375 kW
18
A
Vélstjóri
2.
< 750 kW
18
B
1. vélstjóri
3.
< 3000 kW
20
C
Yfirvélstjóri
3.
< 3000 kW
20
D
1. vélstjóri
4.
engar
20
E
Yfirvélstjóri
4.
engar
20
F
Rekstrarsvið:
Vélstjóri
2.
engar
18
G
Stoðsvið:
Aðstoðarmaður í vél
námskeið
engar
16
H

Siglingatími:

A. 9 mánaða siglinga- og námstími.
B. 9 mánaða siglingatími sem vélstjóri á skipi eða aðstoðarmaður í vél.
C. 12 mánaða siglingatími sem vélstjóri á skipi með aðalvél stærri en 750 kW.
D. 24 mánaða siglingatími sem vélstjóri á skipum með aðalvél 750 kW, þar af 12 mánaða siglingatími eftir að hafa öðlast réttindi til að starfa sem 1. vélstjóri.
E. 12 mánaða siglingatími sem vélstjóri á skipi með aðalvél stærri en 750 kW.
F. 36 mánaða siglingatími sem vélstjóri á skipi með aðalvél stærri en 750 kW, þar af 12 mánaða siglingatími eftir að hafa öðlast réttindi til að starfa sem 1. vélstjóri.
G. 30 mánaða siglinga- og námstími, enda hafi umsækjandi fengið fræðslu um borð og sá tími verið skráður í þjálfunarbók, þar af 6 mánuðir sem aðstoðarmaður í vél.
H. Að lágmarki 6 mánaða siglinga- og námstími.


12. gr.
Öryggismönnun og skírteini.

Um öryggismönnun skipa fer eftir ákvæðum 12. gr. laga nr. 76/2001 og V. viðauka við reglugerð þessa. Skipstjórnarmenn farþegaskipa og flutningaskipa skulu hafa yfir að ráða eftirfarandi skírteinum miðað við stærð og farsvið skipsins og þann fjölda skipstjórnarmanna sem tilgreindur er í skírteini um öryggismönnun skipsins:

Stærð og farsvið
Skipstjóri Yfirstýrimaður/Stýrimaður
<</FONT> 65
brúttótonna í innanlands-siglingum
Skipstjóri/stýrimaður á skipum 65 brúttótonn og minni Skipstjóri/stýrimaður á skipum 65 brúttótonn og minni
< 500
brúttótonn í strandsiglingum
Skipstjóri á skipum minni en 500 brúttótonn í strandsiglingum.
(STCW II/3 as Master)
Yfirstýrimaður/stýrimaður á skipum minni en 500 brúttótonn í strandsiglingum.
(STCW II/3 as Watchkeeping Officer)
Stærð
Skipstjóri Yfirstýrimaður Stýrimaður
< 3000
brúttótonn
Skipstjóri á skipum minni en 3000 brúttótonn.
(STCW II/2 as Master)
Yfirstýrimaður á skipum minni en 3000 brúttótonn.
(STCW II/2 as Chief mate)
Stýrimaður
engar takmarkanir
(STCW II/1 as Watchkeeping Officer)
> 3000
brúttótonn
Skipstjóri
engar takmarkanir
(STCW II/2 as Master)
Yfirstýrimaður
engar takmarkanir
(STCW II/2 as Chief mate)
Stýrimaður
engar takmarkanir
(STCW II/1 as Watchkeeping Officer)


Vélstjórnarmenn skulu hafa yfir að ráða eftirfarandi skírteinum miðað við vélastærð skipsins og þann fjölda vélstjórnarmanna sem tilgreindur er í skírteini um öryggismönnun skipsins:

Vélarafl
Yfirvélstjóri 1. vélstjóri Vélstjóri (rekstrarsvið)
<</FONT> 375 kW
Vélstjóri á skipum með aðalvél 375 kW eða minni
< 750 kW
Vélstjóri á skipum með aðalvél 750 kW eða minni Aðstoðarmaður í vél
(STCW III-4 as Rating)
< 3000 kW
Yfirvélstjóri á skipum með aðalvél minni en 3000 kW
(STCW III/3 as Chief Engineer)
1. vélstjóri á skipum með aðalvél minni en 3000 kW
(STCW III/3 as 2nd Engineer)
Vélstjóri
engar takmarkanir
(STCW III/1 as Watchkeeping Officer)
> 3000 kW
Yfirvélstjóri
engar takmarkanir
(STCW III/2
as Chief Engineer)
1. vélstjóri
engar takmakanir
(STCW III/2
as 2nd Engineer)
Vélstjóri
engar takmarkanir
(STCW III/1
as Watchkeeping Officer)


13. gr.
Úrskurðarnefnd siglingamála.

Um úrskurðarnefnd siglingamála fer eftir ákvæðum 13. gr. laga nr. 76/2001 og reglugerð um úrskurðarnefnd siglingamála, nr. 402/2003.


14. gr.
Gjöld.

Greiða skal gjald fyrir útgáfu skírteina, viðurkenningu erlendra skírteina, veitingu undanþágna og útgáfu skírteina um öryggismönnun samkvæmt gjaldskrá Siglingastofnunar Íslands. Gjöldin skulu standa undir kostnaði stofnunarinnar vegna afgreiðslu þeirra.


15. gr.
Refsiákvæði.

Um brot á reglugerð þessari fer eftir ákvæðum 15. og 16. gr. laga nr. 76/2001.


16. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 76/2001, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Höfð var hliðsjón af tilskipun ráðsins 2001/25/EB frá 4. apríl 1994 um lágmarksþjálfun sjómanna. Jafnframt falla úr gildi ákvæði reglugerðar um lánasjóð nemenda sjómannaskólanna, nr. 429/1986, reglugerðar um styrktarsjóð til öflunar atvinnuréttinda á skipum, nr. 415/1988 og reglugerðar um áhafnir íslenskra kaupskipa, nr. 269/1996.


Samgönguráðuneytinu, 21. maí 2003.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.I. VIÐAUKI
Skilyrði um sjón, heyrn og aðrar heilbrigðiskröfur.

1. Viðauki þessi gildir um skilyrði sem gera skal varðandi sjón, heyrn og heilbrigði skipstjórnarmanna, vélstjórnarmanna á íslenskum farþegaskipum og flutningaskipum og læknisvottorð þar að lútandi. Sömu kröfur skal gera til aðstoðarmanna, sbr. 4. mgr. 8. gr. sjómannalaga nr. 35/1985.

2. Læknar, sem hafa lækningaleyfi til starfa á Evrópska efnahagssvæðinu, geta gefið út læknisvottorð um að umsækjandi skírteinis skv. reglugerð þessari sé fær um að gegna viðkomandi stöðu af heilsufarsástæðum. Að jafnaði skal heimilislæknir umsækjanda annast læknisskoðunina og gefa út vottorðið. Vottorðin skulu rituð á eyðublöð, sem samgönguráðuneytið lætur í té. Læknisskoðun, sjónpróf og heyrnarpróf skal fara fram, þegar sótt er um inntöku í stýrimannaskóla, vélskóla eða námskeið sem veitir rétt til skírteinis skv. reglugerð þessari. Skilyrði fyrir inntöku skulu vera að umsækjandi fullnægi kröfum 4., 5., 10. og 13. tölul. þessa viðauka. Læknisskoðun, sjónpróf og heyrnarpróf skal fara fram fyrir útgáfu og endurnýjun atvinnuskírteinis á fimm ára fresti. Læknisvottorð skal eigi vera eldra en sex mánaða þegar skírteini er gefið út eða endurnýjað. Umsækjandi skal áður en læknisvottorð er gefið út sanna með persónuskilríkjum eða á annan fullnægjandi hátt að hann sé sá sem hann segist vera.

3. Í augum eða tengdum líffærum skal ekki vera til staðar neitt sjúklegt ástand, sem skert geti hæfni skipstjórnar-, vélstjórnar- eða aðstoðarmanns og ógnað öryggi við skyldustörf.

4. Skipstjórnar-, vélstjórnar- og aðstoðarmenn skulu sanna með læknisvottorði að þeir hafi a.m.k. þá sjónskerpu, sem hér segir:

Sjónskerpa með eða án gleraugna eða linsa Lágmarks sjónskerpa án gleraugna eða linsa
Betra auga: 1,0 eða 0,67
Lakara auga: 0,25 eða 0,33
Betra auga: 0,2
Lakara auga: 0,2
Lestrarsjónskerpa:
Í 30 - 40 cm fjarlægð: N5 (um það bil 1,5 mm stafahæð hástafa)
Í 100 cm fjarlægð: N14 (um það bil 4 mm stafahæð hástafa)

5. Skipstjórnarmenn og aðstoðarmenn í brú skulu sanna að þeir hafi óskert sjónsvið og fullkomið litskyggni. Sjónsvið er nægilegt að prófa með hendi eða svonefndri "konfrontationsaðferð" (aðferð Donders). Tekið er fram að hver fjórðungur sjónsviðs skal þannig prófaður frá miðju en ekki í láréttu eða lóðréttu plani. Litskyggni skal prófað með viðurkenndum litatöflum (Stillings, Ishiharas eða öðrum jafngildum pseudoisochromatískum töflum). Þá má einnig beita prófun í aðgreiningu hliðarljósa (svonefndri lanternuprófun) en þess skal þá sérstaklega getið á augnvottorði. Vélstjórnarmenn og aðstoðarmenn í vél skulu geta greint mun á rauðum og grænum lit.

6. Við ofangreint sjónpróf er heimilt að nota gleraugu eða augnlinsur. Sjón skal einnig prófuð án leiðréttingar með glerjum eða linsum og skal sjónskerpan vera minnst 0,2 (6/30) án leiðréttingar.

7. Ef umsækjandi (skírteinishafi) uppfyllir skilyrði 4. liðar um sjónskerpu einungis með gleraugum eða linsum skal honum skylt að nota gleraugu eða linsur og hafa að auki varagleraugu eða varalinsur um borð í skipinu þegar hann er við störf.

8. Læknir sá, sem prófar, skal spyrja þann, sem prófaður er, um hæfileika hans til að greina hluti í dimmu. Komi eitthvað í ljós við læknisskoðunina er bendi til óeðlilegrar náttblindu, skal umsækjandi (skírteinishafi) gangast undir náttblindupróf (adaptationspróf) og þess getið á sjónvottorðinu. Mikil náttblinda veldur réttindamissi um stundarsakir eða að fullu ef ólæknandi reynist.

9. Við ákvörðun heyrnar skal notaður heyrnarmælir af gerð sem Heyrnar- og talmeinastöð Íslands metur fullnægjandi. Umsækjanda (skírteinishafa) ber skylda til að veita lækni þeim sem framkvæmir rannsóknina réttar upplýsingar um einkenni heyrnardeyfu eða svima hafi þeirra orðið vart. Heyrnarpróf skal framkvæma í kyrrlátu herbergi. Æskilegt er að umsækjandi hafi ekki verið í hávaða í a.m.k. 40 klukkustundir áður en heyrnarpróf fór fram.

10. Kröfur um lágmarksheyrn skipstjórnar-, vélstjórnar- og aðstoðarmanna skulu vera sem hér segir:

Við inngöngu í skóla eða á námskeið
og við útgáfu skírteinis í fyrsta sinn:
Kröfur við endurnýjun skírteinis:
0,5 - 1-2 kílórið
3 - 4 kílórið
0,5 - 1-2 kílórið án heyrnartækis eða með heyrnartæki
3 - 4 kílórið án heyrnartækis eða með heyrnartæki
Betra eyra
25 dB
Lakara eyra
35 dB
Betra eyra
35 dB
Lakara eyra
45 dB
Betra eyra
35 dB
Lakara eyra
45 dB
Betra eyra
45 dB
Lakara eyra
55 dB

11. Við endurnýjun skírteinis er heimilt að nota heyrnartæki í heyrnarprófinu, en ekki við umsókn í fyrsta sinn eða inngöngu í skóla eða á námskeið. Leiki vafi á hvort heyrn umsækjanda sé fullnægjandi samkvæmt ofangreindu má vísa viðkomandi til Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands til frekari heyrnarrannsóknar. Skírteinishafar sem ekki uppfylla skilyrðin nema með heyrnartæki skulu gangast undir heyrnarrannsókn á tveggja ára fresti.

12. Eftir 20 ára starf má lágmarksheyrn (heyrnarþröskuldur) vélstjórnarmanns eða aðstoðarmanns í vél við tíðni yfir 2,0 kílórið (þ.e. við 3,0 eða 4,0 kílórið) vera lakari en samkvæmt ofangreindu, svo fremi að heyrnarþröskuldur við tíðni 0,5 1,0 og 2,0 kílórið sé eðlilegur (ekki lakari en 25 dB), enda álíti læknirinn að heyrnarskemmdin sé af völdum hávaða. Í þessum undantekningartilvikum skal heyrnarrannsóknin framkvæmd af sérfræðingi í eyrnasjúkdómum og gerir hann eftir atvikum tillögu um hvort skírteinishafi skuli metinn hæfur eða ekki.

13. Skipstjórnar-, vélstjórnar- eða aðstoðarmaður skal ekki vera haldinn neinum þeim sjúkdómi, t.d. taugasjúkdómi, geðsjúkdómi eða hjartasjúkdómi, sem ógnað geti öryggi skips og áhafnar eða skert verulega hæfni hans í starfi. Það er mat hlutaðeigandi læknis í hverju tilviki hvort sjúkdómur sé þess eðlis eða á því stigi, að skipstjórnar-, vélstjórnar- eða aðstoðarmaðurinn uppfylli þetta skilyrði. Ef handhafi atvinnuskírteinis verður fyrir slysi eða sjúkdómi, sem skerðir sjón, heyrn eða heilbrigði hans, er honum skylt að gangast undir læknisskoðun til að ganga úr skugga um, að hann uppfylli kröfur þessar. Uppfylli hann ekki kröfurnar skal fella skírteinið úr gildi. Að lokinni læknismeðferð eða endurhæfingu getur hann sótt um atvinnuskírteini að nýju.

14. Vilji vottorðsþiggjandi ekki una úrskurði læknis um hæfni til starfa samkvæmt viðauka þessum hefur hann rétt á að gangast undir læknisskoðun á ný. Skal nefnd er ráðherra skipar og í eru tveir siglingafróðir menn og einn læknir skera úr um hæfni umsækjanda. Gert er ráð fyrir að læknirinn sé sérfróður á því sviði er við á í hverju tilviki. Nefndin sker úr um vafaatriði. Hún getur ekki veitt undanþágu frá ákvæðum 2. - 11. tölul. þegar um vottorð í fyrsta eða annað sinn er að ræða, þ.e. við inngöngu í skóla, námskeið og útgáfu atvinnuréttinda í fyrsta sinn. Ef um vottorð vegna endurnýjunar atvinnuréttinda er að ræða fara heimildir til að veita undanþágu eftir ofangreindum ákvæðum.

15. Missi skipstjórnar-, vélstjórnar- eða aðstoðarmaður atvinnuréttindi sín vegna ákvæða þessa viðauka í kjölfar slyss eða sjúkdóms, getur Siglingastofnun Íslands veitt undanþágu frá henni enda mæli nefnd sú sem um getur í 14. tölul. með henni. Undanþágu má fyrst veita 6 mánuðum eftir slys eða sjúkdóm þann er réttindamissinum olli. Aldrei má veita slíka undanþágu sé sjónstyrkur með gleraugum eða augnlinsum undir 6/9 eða 0,67 á betra auga eða því auga sem eftir er hafi annað augað ónýst að fullu. Einnig skal sjónsvið vera óskert á auganu. Ennfremur má aldrei veita undanþágu sé lágmarksheyrn (heyrnarþröskuldur) yfir 35 dB við 0,5 til 2 kílórið og yfir 45 dB við 3 til 4 kílórið á betra eyra eða því eyra sem eftir er hafi annað eyrað ónýst að fullu. Undanþágu má hér einungis veita vönum skipstjórnar-, vélstjórnar- eða aðstoðarmönnum.

II. VIÐAUKI
Viðurkenning erlendra skírteina.

Viðauki þessi er byggður á II. viðauka tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2001/25/EB frá 4. apríl 2001 um lágmarksþjálfun sjómanna um aðferðir og viðmiðanir sem lúta að viðurkenningu skírteina sem ríki utan EES gefa út og viðurkenningu menntastofnana, námsbrauta og námskeiða fyrir sjómenn, sem birt hefur verið í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 17, dags. 18. maí 2001 bls. 136.

III. VIÐAUKI.
Útgáfa skírteina skv. eldri lögum.

Sá sem er lögmætur handhafi skírteinis samkvæmt lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum nr. 112/1984 með síðari breytingum, lögum um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum nr. 113/1984 með síðari breytingum og reglugerð um atvinnuskírteini skipstjórnar- og vélstjórnarmanna nr. 118/1996 með síðari breytingum, þegar reglugerð þessi öðlast gildi skal halda sínu skírteini svo lengi sem gildistími þess rennur ekki út.

Heimilt er að gefa út ný skírteini til skipstjórnarstarfa á íslenskum farþegaskipum og flutningaskipum skv. lögum nr. 76/2001 og þessari reglugerð í stað skírteina skv. lögum sem fallið hafa brott á þann hátt sem eftirfarandi tafla sýnir:

Skírteini samkvæmt lögum nr. 76/2001 og þessari reglugerð:
Skírteini samkvæmt lögum nr. 112/1984
og reglugerð nr. 118/1996:
Stjórnunarsvið: Takmarkast við:
Skipstjóri/stýrimaður < 65 brúttótonn í innanlandssiglingum Skipstjóri á skipi 30 rúmlestir eða minna í innanlandssiglingum og hafi lokið námskeiði um farþegaflutninga með skipum og stjórnun mannfjölda á neyðarstundu skv. lögum nr. 76/2001 (A-1).

Yfirstýrimaður/1. stýrimaður á fiskiskipum og öðrum skipum 200 rúmlesta og minni í innanlandssiglingum og hafi lokið námskeiði um farþegaflutninga með skipum og stjórnun mannfjölda á neyðarstundu skv. lögum nr. 76/2001 (A-3)
Yfirstýrimaður/
stýrimaður
< 500 brúttótonn í strandsiglingum Yfirstýrimaður á 200 rúmlesta kaupskipum og minni í strandsiglingum (A-5).

Undirstýrimaður á 500 rúmlesta fiskiskipum og minni í innanlandssiglingum (A-4).
Skipstjóri < 500 brúttótonn í strandsiglingum Skipstjóri á 200 rúmlesta fiskiskipum og minni í innanlandssiglingum (A-4).
Yfirstýrimaður < 3000 brúttótonn Undirstýrimaður á kaupskipum og varðskipum af ótakmarkaðri stærð og farsviði (A-5).

Skipstjóri á fiskiskipum og öðrum skipum af ótakmarkaðri stærð og farsviði (A-6).
Skipstjóri < 3000 brúttótonn Skipstjóri á 200 rúmlesta kaupskipum og minni í strandsiglingum (B-1).
Yfirstýrimaður engar Yfirstýrimaður/1. stýrimaður á kaupskipum og varðskipum af ótakmarkaðri stærð og farsviði (B-2).
Skipstjóri á varðskipum af ótakmarkaðri stærð og farsviði (B-5).
Skipstjóri engar Skipstjóri á kaupskipum af ótakmarkaðri stærð í strandsiglingum (B-3).
Skipstjóri á kaupskipum af ótakmarkaðri stærð og farsviði (B-4).
Rekstrarsvið:
Stýrimaður engar Undirstýrimaður á kaupskipum og varðskipum af ótakmarkaðri stærð (A-5).
Yfirstýrimaður á 200 rúmlesta kaupskipum og minni í strandsiglingum (A-5).
Stoðsvið:
Aðstoðarmaður í brú engar

Heimilt er að gefa út ný skírteini til vélstjórnarstarfa á farþegaskipum og flutningaskipum skv. lögum nr. 76/2001 og þessari reglugerð í stað skírteina skv. lögum sem fallið hafa brott á þann hátt sem eftirfarandi tafla sýnir:

Skírteini samkvæmt lögum nr. 76/2001 og þessari reglugerð:
Skírteini samkvæmt lögum nr. 113/1984
og reglugerð nr. 118/1996:
Stjórnunarsvið: Takmarkast við:
Vélstjóri <</FONT> 375 kW Vélavörður á skipi (VV).
Yfirvélstjóri á skipi með aðalvél 375 kW og minni (VVy).
Vélstjóri < 750 kW Yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni (VS III).
1. vélstjóri < 3000 kW 1. vélstjóri með 1500 kW vél og minni (VS II).
Yfirvélstjóri < 3000 kW Yfirvélstjóri á skipi með 1500 kW vél og minni og 2. vélstjóri á skipi með ótakmarkaða vélarstærð að undangengnu námskeiði (VS I).
1. vélstjóri á skipi með 1500 kW vél og minni og 2.vélstjóri á skipi með ótakmarkaða vélarstærð að undangengnu námskeiði (VF.IV).
Yfirvélstjóri á skipi með 3000 kW vél og minni (VF.II).
1. vélstjóri engar 1. vélstjóri á skipi með ótakmarkaða vélarstærð (VF.III).
Yfirvélstjóri engar Yfirvélstjóri á skipi með ótakmarkaða vélarstærð (VF.I).
Rekstrarsvið:
Vélstjóri
engar 1. vélstjóri með 1500 kW vél og minni (VS II).
Yfirvélstjóri á skipi með 1500 kW vél og minni og 2. vélstjóri á skipi með ótakmarkaða vélarstærð (VS I).
Yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni (VS III).
Stoðsvið:
Aðstoðarmaður í vél
engar Vélavörður á skipi (VV).
Yfirvélstjóri á skipi með aðalvél 375 kW og minni (VVy).


IV. VIÐAUKI
Grundvallarreglur um öryggismönnun.

1. Taka skal mið af eftirfarandi grundvallarreglum við að ákvarða lágmarksöryggismönnun skips:
1. hæfni til að:
1.1. viðhafa örugga siglinga-, vélstjórnar- og fjarskiptavakt í samræmi við 2. reglu VIII. kafla STCW-samþykktarinnar frá 1978, með breytingum, og sinna almennu eftirliti með skipinu;
1.2. leggja frá bryggju og leggjast að bryggju með öruggum hætti;
1.3. stjórna framkvæmd öryggismála um borð í skipinu þegar þeim er sinnt þegar skipið er ferðlaust eða nær ferðlaust á hafi úti;
1.4. sinna störfum, eftir því sem við á, í því skyni að koma í veg fyrir skaða á lífríki sjávar og stranda;
1.5. tryggja öryggisfyrirkomulag og þrifnað allra aðgengilegra rýma til að draga úr eldhættu;
1.6. veita læknishjálp um borð í skipi;
1.7. tryggja öruggan flutning farms meðan ferð stendur og
1.8. skoða og halda, eftir því sem við á, styrk burðarvirkis skipsins og
2. kunnáttu til að:
2.1. stjórna öllum búnaði til að loka vatnsþéttum dyrum og halda honum í virku ástandi auk þess að hafa tiltækt hæft lið manna til neyðarviðgerða;
2.2. starfrækja allan slökkvi-, neyðar- og björgunarbúnað um borð, framkvæma tilskilið viðhald á sjó og kalla alla menn um borð til söfnunarstöðva sinna og koma þeim frá borði; og
2.3. stjórna framdrifs- og hjálparvélum og halda þeim í öruggu ástandi svo tryggt sé að skipinu sé ekki hætta búin meðan sjóferð stendur yfir.
2. Við beitingu slíkra grundvallarreglna ber Siglingastofnun að taka tilhlýðilegt mið af gildandi gerðum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO), Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kveða á um:
1. vaktir;
2. vinnutíma og hvíld;
3. öyggisstjórnun;
4. skírteini sjómanna;
5. menntun og þjálfun sjómanna;
6. hollustuhætti og hreinlæti; og
7. aðbúnað áhafnar.
3. Einnig ber að taka mið af eftirtöldum atriðum um borð, þegar það á við:
1. viðvarandi þjálfunarkröfum fyrir alla um borð, þar með talið vegna stjórnunar og notkunar slökkvi- og neyðarbúnaðar, búnaðar til björgunar mannslífa og búnaðar til vatnsþéttrar lokunar;
2. kröfum um sérþjálfun vegna tiltekinna tegunda skipa;
3. að fæði og drykkjarvatn um borð sé fullnægjandi;
4. nauðsyn þess að taka að sér skyldustörf og axla ábyrgð á neyðarstundu og
5. að byrjendum til sjós séu veitt tækifæri til þjálfunar svo þeir geti öðlast þá þjálfun og reynslu sem nauðsynleg er.


VIÐMIÐUNARREGLUR
UM GILDI GRUNDVALLARREGLNA UM ÖRYGGISMÖNNUN
1. Inngangur.
1.1. Þessar viðmiðunarreglur ber að nota við beitingu grundvallarreglna um öryggismönnun sem er að finna í 1. viðauka við þessa ályktun svo tryggja megi öruggan rekstur og vernd gegn mengun frá skipum sem III. gr. STCW-samþykktarinnar frá 1978, með breytingum, gildir um.
1.2. Siglingastofnun má viðhalda eða taka upp fyrirkomulag sem er með öðrum hætti en mælt er með í þessari reglugerð og er sérstaklega aðlagað tækniþróun og tilteknum tegundum skipa og siglinga. Þó skal stofnunin ætíð fullvissa sig um að nákvæmt fyrirkomulag mönnunar tryggi tiltekna öryggismönnun sem telst að minnsta kosti samsvara því sem komið er á með þessum viðmiðunarreglum.
2. Vinnu- eða hvíldartími.
2.1. Sérhvert félag er skuldbundið til að tryggja að skipstjóri, yfirmenn og undirmenn vinni ekki fleiri vinnustundir en öruggt geti talist þegar þeir sinna skyldum sínum og stuðla að öryggi skipsins. Sama skylda er lögð á herðar skipstjóra í tengslum við áhöfn skipsins. Mönnun skal vera með þeim hætti að tryggt sé að tími og staður sem er til reiðu til að hvílast sé fullnægjandi til að nóg hvíld náist. Frekari leiðbeiningar um hæfni til skyldustarfa er að finna í reglugerð um vaktir um borð í íslenskum farþegaskipum og flutningaskipum, nr. 599/2001.
2.2. Um borð ætti að halda skrá yfir raunverulegar vinnustundir sem sérhver sjómaður skilar í því skyni að staðfesta að farið hafi verið að reglum um lágmarkshvíld samkvæmt viðeigandi alþjóðasamþykktum sem eru í gildi.
3. Ákvörðun um lágmarksöryggismönnun.
3.1. Tilgangurinn með því að ákvarða lágmarksöryggismönnun skips er að tryggja að í áhöfn þess séu nægilega margir menn með þá menntun, hæfni og kunnáttu sem nauðsynleg er til að starfrækja skipið með öruggum hætti og til að vernda lífríki sjávar og stranda.
3.2. Ákvarða skal lágmarksöryggismönnun skips með hliðsjón af öllum þáttum sem máli skipta, þar með talið eftirtalið:
1. stærð og gerð skips;
2. fjöldi, stærð og gerð framdrifs- og hjálparvéla;
3. smíði og búnaður skipsins;
4. viðhaldsaðferð sem beitt er;
5. farmur sem flytja á;
6. hve oft er komið til hafnar, lengd og eðli fyrirhugaðra sjóferða;
7. farsvið, hafsvæði og rekstur sem skipið er í;
8. umfang þeirra þjálfunarstarfa sem stunduð eru um borð og
9. gildandi vinnutímatakmarkanir og/eða hvíldarkröfur.
3.3. Byggja ber ákvörðun lágmarksöryggismönnunar skips á starfssviði sem sinnt er á viðeigandi ábyrgðarsviði eins og kveðið er á um í STCW-kóðanum þar sem eftirfarandi kemur fram:
1. siglingafræði, sem felur í sér þau verkefni, skyldur og þá ábyrgð sem krafist er til að:
1. gera sjóferðaráætlun og sigla skipinu með öruggum hætti;
2. viðhafa örugga siglingavakt í samræmi við kröfur STCW-kóðans;
3. beita stjórntökum og sigla skipinu við allar aðstæður og
4. leggja frá bryggju og leggjast að bryggju með öruggum hætti;
2. meðferð farms og hleðsla, sem felur í sér þau verkefni, skyldur og þá ábyrgð sem krafist er til að:
1. skipuleggja, hafa eftirlit með og tryggja örugga lestun, hleðslu, sjóbúnað og gæslu meðan á sjóferð stendur og losun farms sem flytja á með skipinu;
3. rekstur skipsins og umönnun allra einstaklinga um borð, sem felur í sér þau verkefni, skyldur og þá ábyrgð sem krafist er til að:
1. tryggja velferð og öryggi allra einstaklinga um borð og halda búnaði til bjargar mannslífum, slökkvistarfa og öðrum búnaði í starfhæfu ástandi;
2. stjórna öllum búnaði til að loka vatnsþéttum dyrum og halda honum í starfhæfu ástandi;
3. sinna störfum, eftir því sem við á, í því skyni að kalla alla skipverja til sinna söfnunarstöðva og koma þeim frá borði;
4. sinna störfum, eftir því sem við á, til að tryggja vernd lífríkis sjávar og stranda;
5. veita læknishjálp um borð í skipinu og
6. takast á hendur þau stjórnunarstörf sem nauðsynleg eru fyrir öruggan rekstur skipsins;
4. vélstjórn, sem felur í sér þau verkefni, skyldur og þá ábyrgð sem krafist er til að:
1. starfrækja og gæta framdrifs- og hjálparvéla skipsins og meta hvernig þessi vélbúnaður starfar;
2. viðhafa örugga vélstjórnarvakt í samræmi við kröfur STCW-kóðans;
3. hafa stjórn með og framkvæma aðgerðir í tengslum við eldsneyti og kjölfestu og
4. hafa með höndum störf til að tryggja öryggi vélbúnaðar, -kerfa og þjónustu;
5. störf við rafmagns-, rafeinda- og stjórnbúnað véla, sem felur í sér þau verkefni, skyldur og þá ábyrgð sem krafist er til að:
1. stjórna raf- og rafeindabúnaði skipsins og
2. viðhalda öryggi rafmagns- og rafeindakerfa skipsins;
6. fjarskiptastörf, sem felur í sér þau verkefni, skyldur og þá ábyrgð sem krafist er til að:
1. senda og taka á móti upplýsingum með því að nota fjarskiptabúnað skipsins;
2. sinna öruggri fjarskiptavakt í samræmi við kröfur alþjóðaradíóreglugerðar Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) og SOLAS-samningsins, með breytingum; og
3. sinna fjarskiptaþjónustu á neyðarstundu;
7. viðhald og viðgerðir, sem fela í sér þau verkefni, skyldur og þá ábyrgð sem krafist er til að:
1. sinna viðhaldi og viðgerðum á skipinu og vélum, búnaði og kerfum, eftir því sem við á í tengslum við þá viðhalds- og viðgerðaraðferð sem beitt er.
3.4. Til viðbótar þáttunum og starfssviðum sem tilgreind eru í tölul. 3.2 og 3.3 ætti við ákvörðun lágmarksöryggismönnunar einnig að taka mið af:
1. stjórnun framkvæmdar öryggismála um borð í skipinu þegar það er ferðlaust eða nær ferðlaust á hafi úti;
2. nema í minni skipum, því að um borð séu hæfir yfirmenn á þilfari, til að tryggt sé að skipstjóri þurfi ekki að standa reglulegar vaktir, með því að koma á þrískiptu vaktakerfi;
3. nema í skipum með takmarkað framdrifsafl eða eru starfrækt með þannig að vélarúm eru ómönnuð tímabundið, skulu vera um borð hæfir yfirmenn í vél, til að tryggt sé að yfirvélstjóri þurfi ekki að standa reglulegar vaktir, með því að koma á þrískiptu vaktakerfi;
4. tekið sé mið af gildandi viðmiðunum um hollustuhætti og hreinlæti um borð og
5. að fullnægjandi fæði og drykkjarvatn sé fyrir alla einstaklinga um borð eftir þörfum.
3.5. Við ákvörðun lágmarksöryggismönnunar á skipi skal einnig taka mið af:
1. fjölda hæfra starfsmanna og annarra starfsmanna sem þarf við aðstæður sem myndast þegar vinnuálag er hvað mest, að teknu tilliti til vinnutíma við skyldustörf um borð og hvíldartíma sem sjómönnum er ætlaður og
2. færni skipstjóra og áhafnar skipsins til að samræma störf svo unnt sé að tryggja öruggan rekstur skipsins og vernd lífríkis sjávar og stranda.
4. Ábyrgð útgerðarmanns og skipstjóra.
4.1. Siglingastofnun má krefjast þess að útgerð sem ber ábyrgð á rekstri skips undirbúi og geri tillögur um lágmarksöryggismönnun skips í samræmi við fyrirmynd sem Siglingastofnun tilgreinir.
4.2. Við gerð tillagna um lágmarksöryggismönnun skips ber útgerðinni að beita grundvallarreglum og viðmiðunarreglum sem er að finna í þessum viðauka og skal skylt að:
1. meta störf, skyldustörf og þá ábyrgð áhafnar skips sem ætlast er til að hún sinni til öruggrar starfrækslu þess, varnar lífríki sjávar og stranda og til að bregðast við neyðarástandi;
2. meta þann fjölda manna með þá menntun, hæfni og getu sem nauðsynleg er til að starfrækja skipið með öruggum hætti, vernda lífríki sjávar og stranda og bregðast við neyðarástandi;
3. undirbúa og leggja fram við Siglingastofnun tillögu að lágmarksöryggismönnun byggða á mati á þeim fjölda manna með þá menntun, hæfni og getu sem nauðsynleg er til að starfrækja skipið með öruggum hætti og til að vernda lífríki sjávar og stranda og rökstyðja tillöguna með því að skýra út hvernig fyrirhuguð áhöfn skipsins muni bregðast við neyðarástandi, þar með talið rýmingu farþega ef nauðsyn krefur;
4. tryggja að lágmarksöryggismönnun sé ætíð og að öllu leyti nægileg, þar með talið að sinna þörf við aðstæður sem myndast þegar vinnuálag er hvað mest og þörf skapast og í samræmi við þær grundvallar- og viðmiðunarreglur sem er að finna í þessari ályktun og
5. undirbúa og leggja fram við Siglingastofnun tillögu að lágmarksöryggismönnun skips ef breyting verður á farsviði, burðarvirki, vélabúnaði, búnaði eða rekstri og viðhaldi skipsins sem kann að hafa áhrif á öryggismönnun.
5. Samþykki Siglingastofnunar.
5.1. Tillaga um lágmarksöryggismönnun skips sem útgerð leggur fram við Siglingastofnun skal metin af hálfu hennar til að tryggt sé að:
1. tillagan um fyrirhugaða áhöfn skipsins hafi að geyma þann fjölda manna með þá menntun, hæfni og getu sem nauðsynleg er til að sinna af kostgæfni þeim verkefnum, skyldum og þeirri ábyrgð sem nauðsynleg er til að starfrækja skipið með öruggum hætti, vernda lífríki sjávar og stranda og bregðast við neyðarástandi og
2. skipstjóra, yfirmönnum og öðrum í áhöfn skipsins sé ekki skylt að vinna fleiri vinnustundir en öruggt geti talist tengt því að rækja skyldur sínar og gæta öryggi skipsins og að fara megi að kröfum um vinnu- og hvíldartíma í samræmi við gildandi reglur.
5.2. Að undangengnu mati á upphaflegu tillögunni sem útgerðin lagði fram ber Siglingastofnun að gera útgerðinni skylt að breyta tillögu að lágmarksöryggismönnun ef hún getur ekki fallist á framlagða tillögu að samsetningu áhafnar.
5.3. Siglingastofnun skal einungis að samþykkja tillögu að lágmarksöryggismönnun skips og gefa út öryggisskírteini um lágmarksmönnun samkvæmt því sé það þess fullvisst að tillagan um samsetningu áhafnar sé fengin í samræmi við grundvallarreglur, tilmæli og viðmiðunarreglur sem er að finna í þessum viðauka og er fullnægjandi að öllu leyti svo starfrækja megi skipið með öruggum hætti og að verndun lífríkis sjávar og stranda sé tryggð.
5.4. Siglingastofnun getur afturkallað öryggisskírteini um lágmarksmönnun skips ef útgerð vanrækir að leggja fram nýja tillögu að lágmarksöryggismönnun eftir að breytingar hafa orðið á farsviði, burðarvirki, vélbúnaði, búnaði eða rekstri og viðhaldi skipsins og hafa áhrif á lágmarksöryggismönnunina.
5.5. Siglingastofnun skal endurskoða og má afturkalla, eftir því sem við á, öryggisskírteini um lágmarksmönnun skips þar sem vanrækt er ítrekað að fullnægja kröfum um hvíldartíma.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica