Samgönguráðuneyti

430/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, nr. 416/2003. - Brottfallin

1. gr.

II. viðauki reglugerðarinnar orðist svo:


II. VIÐAUKI
Viðurkenning erlendra skírteina.

Siglingastofnun Íslands skal viðurkenna erlend skírteini í samræmi tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/25/EB frá 4. apríl 2001 um lágmarksþjálfun sjómanna, með síðari breytingum, einkum tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/103/EB frá 17. nóvember 2003. Taka skal mið m.a. af 18. gr. hennar og II. viðauka "Viðmiðanir sem um getur í a-lið 3. mgr. 18. gr. fyrir viðurkenningu þriðju landa, sem hafa gefið út skírteini, eða veitt öðrum umboð til að gefa út skírteini." Tilskipanirnar eru hluti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 17. gr. laga um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, nr. 76/2001, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/103/EB frá 17. nóvember 2003 um breytingu á tilskipun 2001/25 um lágmarksþjálfun sjómanna, sem vísað er til í 56j lið í XIII. viðauka EES-samningsins eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2004 frá 9. júlí 2004.


Samgönguráðuneytinu, 18. apríl 2005.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica