Innanríkisráðuneyti

189/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 752/2007 um úttektir á öryggi loftfara með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 6. gr. orðast svo:

Þessum upplýsingum skal haldið til haga á formi því sem fylgir í viðauka 1 við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/36/EB frá 21. apríl 2004 um öryggi loftfara frá þriðju löndum sem nota flugvelli Bandalagsins, sbr. 15. gr. reglugerðarinnar.

2. gr.

2. mgr. 7. gr. orðast svo:

Skýrslur skv. 5. og 6. gr. skulu tafarlaust látnar í té viðkomandi eftirlitsyfirvöldum í aðildarríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Flugöryggisstofnun Evrópu og Eftirlitsstofnun EFTA.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. gr., 27. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og 12. gr. laga um Flugmálastjórn Íslands nr. 100/2006 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 13. febrúar 2012.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica