Menntamálaráðuneyti

171/1968

Reglugerð fyrir Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands. - Brottfallin

1. gr.

Menntamálaráðuneytið, Háskóli Íslands og allir skrásettir stúdentar innan hans eiga aðild að Félagsstofnun stúdenta, svo sem nánar segir í lögum stofnunarinnar og reglugerð.

2. gr.

Samkvæmt 2. grein laga um Félagsstofnun stúdenta hefur hún það hlutverk að annast rekstur, bera ábyrgð á og beita sér fyrir eflingu félagslegra fyrirtækja í þágu stúdenta við Háskóla Íslands, og hefur stjórn hennar framkvæmdir á hendi m. a. samkvæmt því, er segir hér á eftir:

1. Stofnunin skal taka við stjórn og skuldbindingum stúdentagarðanna og annast rekstur þeirra. Hún skal sjá um byggingu nýrra stúdentagarða og afla fjár til þess.

2. Stofnunin skal taka við framlögum síðari ára frá ríkissjóði og öðrum til félagsheimilis stúdenta, sjá um byggingu þess og stjórna rekstri þess.

3. Stofnunin skal taka við öllum eignum og skuldbindingum Hótel Garðs og annast rekstur hótels á görðunum á sumrin með þeim hætti, sem hún sjálf ákveður.

Eignir og skuldbindingar Kaffisölu stúdenta hverfa til stofnunarinnar, og tekur hún við rekstri Kaffisölunnar. .

5. Eignir og skuldbindingar Bóksölu stúdenta renna til stofnunarinnar, og stjórnar hún rekstri Bóksölunnar.

6. Eignir, skuldbindingar og réttur til rekstrar Ferðaskrifstofu stúdenta hverfa til stofnunarinnar, og stjórnar hún rekstri Ferðaskrifstofunnar.

7. Stofnunin tekur við fjárveitingum úr sjóðum, sem ætlaðir eru til hinna ýmsu félagsiðkana stúdenta, t. d. Stúdentaskiptasjóði, og framlögum úr ríkissjóði til félagsiðkana.

8. Stofnunin tekur við fé samkv. 4. gr. laga um stofnunina.

Stofnuninni er skylt að beita sér fyrir eflingu allra þessara fyrirtækja og sjóða. Einnig skal hún beita sér eftir þörfum fyrir stofnun nýrra fyrirtækja f þágu stúdenta í samráði við háskólaráð, stúdentaráð og menntamálaráðuneyti, enda er hverjum þeim aðila heimilt að gera tillögur um nýbreytni.

3. gr.

Stjórn stofnunarinnar er skipuð 5 mönnum sem hér segir Menntamálaráðuneytið skipar 1 mann og varamann hans til tveggja ára í senn.

Háskólaráð kýs 1 mann og varamann til tveggja ára í senn. Stúdentaráð kýs 3 menn og 3 varamenn til tveggja ára í senn. Tilskilið er, að a. m. k. 1 af fulltrúum Stúdentaráðs hafi lokið háskólanámi. Stúdentaráð hlutast til um skipun stjórnar.

Stjórnin kýs sér sjálf formann. Stjórnin ræður framkvæmdarstjóra stofnunarinnar, og er hann ritari stjórnarinnar.

4. gr.

Stjórn stofnunarinnar ráðstafar tekjum hennar í samræmi við 2. gr. reglugerðar þessarar, en hvert fyrirtæki skal hafa sérreikning i bókhaldi. Reikningar

skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda, sem stjórnin ræður, að fengnum tillögum háskólaráðs. Endurskoðaðir reikningar skulu birtir árlega í Lögbirtingablaði og Stjórnartíðindum,

5. gr.

Formaður boðar til fundar í stjórn stofnunarinnar. Sérhver stjórnarmanna getur krafizt fundar i stjórn. Fundir stjórnar eru löglegir, ef fjórir stjórnarmanna sitja fund. Falli atkvæði jöfn, ræður atkvæði formanns. Tveir stjórnarmenn geta skotið ágreiningsefni til úrskurðar menntamálaráðherra.

6. gr.

Stjórn stofnunarinnar er heimilt að skipa sérstjórnir eða nefndir til að annast um einstök verkefni eða fyrirtæki hennar. Slíkar sérstjórnir eða nefndir skulu skipaðar minnst þremur mönnum, og skal einn þeirra hið fæsta vera úr hópi háskólakennara. Stjórnin setur sérstjórnum og nefndum erindisbréf.

7. gr.

Starfsár og reikningsár stjórnar Félagsstofnunar stúdenta, sérstjórna og nefnda, miðast við almanaksár. Ár hvert skal stjórnin birta ársskýrslu um störf sín.

8. gr.

Um skyldur einstakra stúdenta við stofnunina vísast til reglugerðar Háskóla Íslands, og gildir skrásetningarskírteini einnig sem meðlimsskírteini í Félagsstofnun stúdenta.

Aðeins handhöfum skrásetningarskírteina og starfsmönnum háskólans eru heimilisafnot af aðstöðu þeirri, sem félagsstofnunin ræður yfir.

Agamál, sem upp kunna að koma á stúdentagörðum eða öðrum heimkynnum, sem undir stofnunina heyra, sæta úrlausn háskólaráðs.

9. gr.

Félagsstofnun stúdenta tekur til starfa hinn 1. júní 1968. Fyrsta starfsári stofnunarinnar lýkur 1. janúar 1969.

10. gr.

Reglugerð þessi er sett að fengnum tillögum háskólaráðs og Stúdentaráðs Háskóla Íslands með vísun til 6. gr. laga nr. 33 20. apríl 1968 og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytið, 31, maí 1968.

Gylfi Þ. Gíslason.

Birgir Thorlacius.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica