Menntamálaráðuneyti

267/1972

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 171/1968 fyrir Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands.

1. gr.

Á eftir 2. málsgr. 8. gr. komi ný málsgrein svo hljóðandi: Heimilt er Félagsstofnun stúdenta að útvega samtökum nemenda á menntaskólastigi námsbækur, sé þess óskað.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt tillögu stjórnar Félagsstofnunar stúdenta, að fenginni umsögn háskólaráðs og Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sbr. 6. gr. laga nr. 33/1968, og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytið, 8. september 1972.

Magnús T. Ólafsson.

Birgir Thorlacius.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica