Menntamálaráðuneyti

258/1998

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 388/1995, um Kvikmyndaskoðun. - Brottfallin

1. gr.

            4. mgr. 6. gr. orðist svo:

            Nú hefur kvikmynd, sem dreifa skal til almennings á myndbandi, verið skoðuð í kvikmyndahúsi og skal þá skoðunarbeiðandi einvörðungu greiða mínútugjald, kr. 57, fyrir hverja mínútu myndarinnar skv. 1. mgr. vegna skoðunar og skráningar myndarinnar. Skoðunargjald fyrir kvikmynd sem framleidd var fyrir árið 1984 er kr. 2.500. Ekki er áskilið að tveir skoðunarmenn skoði kvikmynd samkvæmt þessari málsgrein, ef forstöðumaður metur það svo.

2. gr.

            Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 47/1995, um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum, og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 22. apríl 1998.

Björn Bjarnason.

Árni Gunnarsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica