Samgönguráðuneyti

118/2009

Reglugerð um gjöld og þóknanir sem Flugöryggisstofnun Evrópu leggur á. - Brottfallin

1. gr.

Markmið.

Markmið þessarar reglugerðar, er að innleiða reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) eins og nánar greinir í 2. gr. sbr. reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu, nr. 612/2005, með síðari breytingum.

2. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 593/2007 frá 31. maí 2007 um gjöld og þóknanir sem Flugöryggisstofnun Evrópu leggur á, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 166/2007 frá 7. desember 2007, sem er birt í EES-viðbæti nr. 26, bls. 27.

Reglugerðin er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 146. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Frá og með sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1044/2007 sama efnis.

Samgönguráðuneytinu, 5. febrúar 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica