Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1063/2013

Reglugerð um dragnótaveiðar fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. - Brottfallin

1. gr.

Allar dragnótaveiðar eru bannaðar á eftirgreindum svæðum:

1.

  
 

a.

Á Þistilfirði frá og með 15. apríl til og með 14. júní innan línu, sem dregin er milli Grenjaness (66°15,50´N - 015°20,10´V) og Rauðaness (66°16,09´N - 015°41,40´V).

 

b.

Frá og með 15. júní til og með 30. júní innan línu, sem dregin er milli Melrakkaness (66°23,80´N - 015°42,30´V) og Svínalækjartanga (66°23,28´N - 014°50,33´V).

 

c.

Frá og með 1. júlí til og með 15. ágúst innan línu, sem dregin er milli Grenjaness (66°15,50´N - 015°20,10´V) og Laxártanga (66°11,50´N - 015°28,00´V).

  

2.

Á Bakkaflóa innan línu, sem dregin er milli Skarfatanga (66°02,43´N - 014°54,12´V) og Svartsness (66°03,50´N - 014°43,90´V) allt árið. Frá og með 15. febrúar til og með 30. júní innan línu, sem dregin er milli Fossáróss (66°09,55´N - 015°01,04´V), Saurbæjartanga (66°05,78´N - 015°03,33´V), Skarfatanga (66°02,43´N - 014°54,12´V) og Svartsness (66°03,50´N - 014°43,90´V).

  

3.

Á Vopnafirði allt árið innan línu, sem dregin er milli Tangasporðs (65°47,37´N - 014°45,90´V) og Drangsness (65°45,17´N - 014°41,06´V). Á tímabilinu frá og með 1. janúar til og með 30. júní innan línu, sem dregin er milli Fuglaness (65°50,96´N - 014°42,97´V) og Svartsness (65°47,45´N - 014°19,73´V).

  

4.

Á Borgarfirði allt árið innan línu, sem dregin er milli Landsenda (65°34,10´N - 013°49,22´V) og Hafnartanga (65°33,20´N - 013°43,87´V).

  

5.

Seyðisfjörður - Loðmundarfjörður innan svæðis sem markast af línum sem dregnar eru milli eftirgreindra þriggja punkta punkta:

 

a.

65°21,672´N - 013°43,330´V.

 

b.

65°19,954´N - 013°43,330´V, (Borgarnes).

 

c.

65°17,535´N - 013°42,002´V, (Skálanes).

   

6.

Á Mjóafirði allt árið innan línu, sem dregin er milli Hofs (65°12,54´N - 013°43,63´V) og Kross (65°11,40´N - 013°43,23´V).

7.

Á Eskifirði allt árið innan línu, sem dregin er milli Mjóeyrar (65°03,60´N - 013°59,60´V) og Skeleyrar (65°02,85´N - 013°59,74´V).

8.

 
 

a.

Á Reyðarfirði. Allt árið innan línu, sem dregin er frá Ljósá (65°01,64´N - 014°10,00´V) í Handarhald sunnan fjarðarins (65°00,84´N - 014°10,45´V).

 

b.

Frá og með 1. febrúar til og með 15. maí innan línu, sem dregin er réttvísandi norður frá Vattarnesvita (64°56,17´N - 013°41,12´V).

  

9.

Á Fáskrúðsfirði innan línu, sem dregin er milli Víkurskers (64°53,75´N - 013°50,51´V) og Kumlaskers (64°54,49´N - 013°50,51´V) á tímabilinu frá og með 1. janúar til og með 30. júní.

  

10.

Á Stöðvarfirði innan línu, sem dregin er frá Landatanga (64°49,60´N - 013°49,60´V) í Kambanes (64°48,55´N - 013°50,18´V) á tímabilinu frá og með 1. apríl til og með 15. júní.

  

11.

Á Berufirði innan línu, sem dregin er milli Svartaskers (64°40,09´N - 014°15,72´V) og Karlsstaðatanga (64°41,30´N - 014°13,70´V) á tímabilinu frá og með 1. febrúar til og með 31. maí.

  

12.

Bátum sem eru lengri er 22 metrar (mesta lengd) eru bannaðar dragnótaveiðar allt árið innan línu sem dregin er á milli eftirgreindra staða:

 

a.

Landsendi (í norðanverðum Loðmundarfirði) (65°21,82´N - 013°42,57´V).

 

b.

Dalatangi (65°16,25´N - 013°34,47´V).

 

c.

Norðfjarðarhorn (65°10,00´N - 013°30,8´V).

 

d.

Gerpisflös (65°04,70´N - 013°29,60´V).

 

e.

Kambanesviti (64°48,10´N - 013°50,30´V).

 

f.

Hlaða (64°44,31´N - 013°56,74´V).

 

g.

Knarrarsundfles (austan Djúpavogs) (64°39,44´N - 014°15,21´V).

2. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti sakamála.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 13/2013 um bann við dragnótaveiðum fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum, með síðari breytingum og 5. tl. 1. gr. reglugerðar nr. 678/2010 um bann við dragnótaveiðum, með síðari breytingum.

Ákvæði til bráðabirgða.

Allar dragnótaveiðar eru bannaðar úti fyrir Skálaneshlíð til og með 31. ágúst 2015 innan svæðis sem markast af línum sem dregnar eru milli eftirgreindra þriggja punkta:

 1. 65°19,954´N - 013°43,330´V, (Borgarnes).
 2. 65°18,000´N - 013°34,500´V.
 3. 65°16,195´N - 013°34,500´V.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru veiðar með dragnót heimilar á tímabilinu frá og með 1. október til og með 30. nóvember.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 15. nóvember 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Baldur P. Erlingsson.

Hrefna Karlsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica