Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

866/2013

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 13/2013 um bann við dragnótaveiðum fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. - Brottfallin

1. gr.

Í stað "1. apríl" í a. lið 1. töluliðar 1. gr. kemur: 15. apríl.

2. gr.

Við 5. tölulið, 1. gr. bætist við ný málsgrein svohljóðandi: Á tímabilinu 1. október til 30. nóvember eru veiðar heimilar að línu sem dregin er milli eftirgreindra þriggja punkta:

  1. 65°21,672´N - 013°43,330´V
  2. 65°19,954´N - 013°43,330´V (Borgarnes)
  3. 65°17,535´N - 013°42,002´V (Skálanes)

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. september 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Hrefna Karlsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica