Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1114/2013

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1063/2013 um dragnótaveiðar fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. - Brottfallin

1. gr.

9. tölulið 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Á Fáskrúðsfirði innan línu, sem dregin er milli Víkurskers (64°53,75´N - 013°50,51´V) og Kumlaskers (64°54,44´N - 013°47,26´V) á tímabilinu frá og með 1. janúar til og með 30. júní.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. desember 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica