Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1064/2013

Reglugerð um bann við dragnótaveiðum fyrir Norðvesturlandi og út af Ströndum. - Brottfallin

1. gr.

Til og með 31. ágúst 2015 eru allar dragnótaveiðar bannaðar á eftirgreindum svæðum:

1.

Húnafjörður innan svæðis sem markast af línum sem dregnar eru á milli Sölvabakka 65°42,5´N - 020°16,5´V, norðurenda Fáskrúðsskers 65°42,5´N - 020°42,8´V og þaðan í 180° réttvísandi til lands.

2.

Skagafjörður innan svæðis sem markast af línu sem dregin er á milli Ásnefs 65°56,5´N -019°53,0´V og Þórðarhöfða 65°58,4´N - 019°29,7´V.

 

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru veiðar heimilar að línu sem dregin er á milli 65°52´N og 19°42,8´V yfir Ingveldarhólma í Grafarós 65°53,4´N og 19°23,9´V til 31. desember 2010.

3.

Hrútafjörður - Miðfjörður innan svæðis sem markast af línu sem dregin er þvert yfir utanverðan Hrútafjörð og Miðfjörð eftir 65°26´N.

 

Þrátt fyrir ákvæði 1. ml. er vesturhluti Hrútafjarðar opinn fyrir veiðum með dragnót vestan línu sem dregin er eftir 21°08´V, frá og með 1. júní til 1. mars utan línu sem dregin er eftir 65°23´N og frá og með 1. nóvember til og með 31. janúar utan línu sem dregin er eftir 65°21´50 N og vestan línu sem dregin er eftir 21°08´V. Miðfjörður er opinn fyrir veiðum með dragnót utan línu sem dregin er eftir 65°23´N á tímabilinu frá og með 1. júní til 1. mars.

4.

Húnaflói, veiðar eru bannaðar skipum lengri en 22 m að mestu lengd innan línu sem dregin er eftir 66°00´N þvert yfir Húnaflóa.

 

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. eru skipum lengri en 22 metrar sem stundað hafa veiðar með dragnót í Húnaflóa á síðastliðnum þremur árum heimilar veiðar innan fyrrgreindrar línu.

2. gr.

Til og með 31. desember 2015 eru allar veiðar með dragnót bannaðar innan svæðis sem markast af línu sem dregin er milli Rana í Hornbjargi 66°27,3´N - 022°24,1´V í Selsker 66°07,5´N - 021°30,0´V og þaðan í Gjögurvita 65°59,3´N - 021°19,0´V.

3. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands með síðari breytingum. Með mál út af brotum skal farið að hætti sakamála.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt eru felldir úr gildi 1.-4. tl. 1. gr., 2. gr. og 3. gr. reglugerðar nr. 678/2010 um bann við dragnótaveiðum, með síðari breytingum.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 15. nóvember 2013.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Baldur P. Erlingsson.

Hrefna Karlsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica