Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

298/2014

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1064/2013 um bann við dragnótaveiðum fyrir Norðvesturlandi og út af Ströndum. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ein ný grein svohljóðandi:

2. gr. a.

Dragnótaveiðar eru þó bannaðar á eftirgreindum svæðum:

  1. Á Ólafsfirði innan línu, sem dregin er úr Bríkurskeri 66°07,26´N - 18°36,58´V og þaðan í Æðasker 66°05,62´N - 18°33,56´V, sunnan fjarðarins.
  2. Á Eyjafirði innan línu, sem dregin er réttvísandi austur/vestur um Hríseyjarvita, frá 66°01,09´N - 18°16,75´V til 66°01,09´N - 18°30,55´V.
  3. Á Skjálfandaflóa innan línu, sem dregin er milli Bríkur 66°06,39´N - 17°49,32´V og þaðan í Stórastakk (Stakka) 66°09,77´N - 17°16,54´V á tímabilinu frá 15. mars til 1. september.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiði­landhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. mars 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica