Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

289/1995

Reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra - Brottfallin

Nr. 289/1995, sbr. reglug. nr. 348/1998 og 427/2000 (síðari breytingar, sjá efst).)

I. UMFERÐARMERKI.

1. gr.

 

Umferðarmerki skiptast í þessa flokka:

A. Viðvörunarmerki.

B. Bannmerki.

C. Boðmerki.

D. Upplýsingamerki.

E. Þjónustumerki.

F. Vegvísa.

G. Akreinamerki.

H. Bráðabirgðamerki.

J. Undirmerki.

K. Önnur merki.


A. Viðvörunarmerki.

2. gr.

 

Viðvörunarmerkjum er ætlað að vekja athygli vegfarenda á því að vegur sé hættulegur eða á einhverri sérstakri hættu á vegi. Viðvörunarmerki skal vera jafnhliða þríhyrningur með rauðum jaðri og gulum miðfleti. Eitt af hornum þríhyrningsins skal snúa upp, nema á merki A06.11, þar skal eitt hornið snúa niður. Á gula fletinum skal vera svartlituð táknmynd þeirrar hættu sem framundan er.

Stærð viðvörunarmerkja skal vera sem hér segir:

a. Venjuleg gerð: Lengd hliðarlínu 700 mm. Breidd jaðars 70 mm. b. Stærri gerð: Lengd hliðarlínu 900 mm. Öll mál venjulegrar gerðar skal margfalda með stuðlinum 1,286.


3. gr.

 

Viðvörunarmerki eru þessi:

A01.11 Hættuleg beygja til hægri.

Merki þetta ber að nota fyrir framan einstaka hægri beygju sem er hættuleg vegna legu vegarins eða þar sem vegsýn er stutt.
A01.12 Hættuleg beygja til vinstri.

Merki þetta ber að nota fyrir framan einstaka vinstri beygju sem er hættuleg vegna legu vegarins eða þar sem vegsýn er stutt.
A01.21 Hættulegar beygjur, sú fyrsta til hægri.

Merki þetta ber að nota fyrir framan vegarkafla þar sem tvær eða fleiri hættulegar beygjur eru, hvor eða hver nálægt annarri. Ef beygjur eru fleiri en tvær skal tilgreina lengd hins hættulega vegarkafla á undirmerki J02.11.

A01.22 Hættulegar beygjur, sú fyrsta til vinstri.
Merki þetta ber að nota fyrir framan vegarkafla þar sem tvær eða fleiri hættulegar beygjur eru, hvor eða hver nálægt annarri. Ef beygjur eru fleiri en tvær skal tilgreina lengd hins hættulega vegarkafla á undirmerki J02.11.
A05.11 Hættuleg vegamót.
Merki þetta má nota þar sem nauðsynlegt þykir áður en komið er að vegamótum þar sem umferð frá hægri hefur forgang, enda sé vegsýn slæm eða aðrar ástæður mæli sérstaklega með notkun merkisins. Ekki skal nota merkið í þéttbýli nema sérstakar ástæður mæli með því.

 

A06.11 Biðskylda.
Merki þetta ber að nota við vegamót þar sem ökumönnum ber að veita umferð á vegi sem ekið er inn á eða yfir forgang.

Ef ástæða þykir til að vara sérstaklega við að framundan sé bið-eða stöðvunarskylda, má setja merkið upp áður en komið er að vegamótum. Þá er notað undirmerki til að tilgreina fjarlægð, J01.11 fyrir biðskyldu en J42.11 fyrir stöðvunarskyldu.

A07.11 Hættuleg vegamót þar sem umferð á vegi hefur forgang.
Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegum, enda sé merkið A06.11 eða B 19.11 við hliðarveginn.
A07.21 Hættuleg vegamót til hægri þar sem umferð á vegi hefur forgang.
Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegi til hægri, enda sé merkið A06.11 eða B 19.11 við hliðarveginn.
A07.22 Hættuleg vegamót til vinstri þar sem umferð á vegi hefur forgang.
Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegi til vinstri, enda sé merkið A06.11 eða B 19.11 við hliðarveginn.
A07.31 Hættuleg vegamót til hægri þar sem umferð á vegi hefur forgang.
Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegi til hægri, enda sé merkið A06.11 eða B 19.1 I við hliðarveginn.
A07.32 Hættuleg vegamót til vinstri þar sem umferð á vegi hefur forgang.
Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegi til vinstri, enda sé merkið A06.11 eða B 19.11 við hliðarveginn.

 

A10.11 Hringakstur.
Merki þetta má nota þegar torg með hringakstri er framundan og sérstakar ástæður valda því að viðvörunar er þörf.
A11.11 Börn.
Merki þetta ber að nota þar sem nauðsynlegt þykir að ökumenn sýni sérstaka aðgæslu í grennd við skóla, leikvelli eða aðra slíka staði þar sem vænta má ferða barna. Merkið ber einnig að nota þar sem ekið er inn á leikgötu.
A11.21 Umferð gangandi.
Merki þetta má nota til að vara við því að framundan sé svæði þar sem búast má við umferð gangandi vegfarenda, einkum utan þéttbýlis, enda sé vegsýn takmörkuð eða umferð að jafnaði hröð.
A11.22 Gangbraut framundan.
Merki þetta má nota til að vara við því að gangbraut sé framundan, enda sé vegsýn takmörkuð eða umferð að jafnaði hröð. Æskilegt er að undirmerki J01.11 sé notað með þessu merki.
A11.31 Reiðmenn.
Merki þetta má nota til að vara við því að reiðvegur þveri veg og þar sem sérstök ástæða er til að vara við umferð reiðmanna.
[A11.36 Nautgripir
Merki þetta má nota til að vara við því að rekstrarleið nautgripa þveri veg, enda sé vegsýn takmörkuð og umferð að jafnaði hröð.] [Rg. nr. 348/1998]

 

[A11.37 Sauðfé
Merki þetta má nota til að vara við því að sauðfé gangi laust á vegsvæði þar sem umferð er mikil og að jafnaði hröð.] [Rg. nr. 427/2000]
A 11.41 Hjólreiðamenn.
Merki þetta ber að nota þar sem mikil umferð hjólreiðamanna fer þvert á veg eða þar sem hjólreiðamenn þurfa að nota hluta akbrautar við þröngar aðstæður.
A14.11 Vegur mjókkar.
Merki þetta ber að nota þar sem nauðsynlegt þykir að benda á að vegur mjókki verulega.
A14.21 Vegur mjókkar frá hægri.
Merki þetta ber að nota þar sem nauðsynlegt þykir að benda á að vegur mjókki verulega á þann hátt sem merkið sýnir.
A14.22 Vegur mjókkar frá vinstri.
Merki þetta ber að nota þar sem nauðsynlegt þykir að benda á að vegur mjókki verulega á þann hátt sem merkið sýnir.
A17.11 Vegavinna.
Merki þetta ber að nota þegar nauðsynlegt þykir að benda á stað þar sem unnið er að framkvæmdum á vegi.

 

A18.xx Brött brekka niður á við.
Merki þetta ber að nota, ef nauðsynlegt þykir, áður en komið er að brattri brekku og aðstæður að öðru leyti fela í sér hættu. Hallinn skal tilgreindur í hundraðshlutum. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan halla. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið A18.10.
A19.xx Brött brekka upp á við
Merki þetta ber að nota, ef nauðsynlegt þykir, áður en komið er að brattri brekku og aðstæður að öðru leyti fela í sér hættu. Hallinn skal tilgreindur í hundraðshlutum. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan halla. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið A19.10.
A20.11 Ósléttur vegur.
Merki þetta má nota áður en komið er að vegarkafla þar sem miklar ójöfnur eru áyfirborði akbrautar.
A20.21 Hraðahindrun með öldu.
Merki þetta ber að nota þar sem sett hefur verið alda á veg til að draga úr hraða umferðar.
A21.11 Grjóthrun, snjóflóð, frá hægri.
Merki þetta má nota til að vekja athygli á grjóthrunshættu, grjóti sem fallið hefur á akbraut eða hættu á snjóflóði, frá hægri.
A21.12 Grjóthrun, snjóflóð, frá vinstri.
Merki þetta má nota til að vekja athygli á grjóthrunshættu, grjóti sem fallið hefur á akbraut eða hættu á snjóflóði, frá vinstri.

 

A22.11 Steinkast.
Merki þetta má nota áður en komið er að vegarkafla þar sem hætta er af steinkasti. Merkið má einnig nota, ef þurfa þykir, þar sem malarvegur tekur við af vegi með bundnu slitlagi.
A23.11 Umferðarljós.
Merki þetta má nota þar sem æskilegt þykir áður en komið er að stað þar sem umferð er stjórnað með umferðarljósum.
A24.11 Leigflug.
Merki þetta má nota til að vekja athygli á að loftfar sem hefur sig til flugs eða lendir á flugvelli nálægt vegi kunni að fljúga lágt yfir hann.
A25.11 Tvístefnuakstur.
Merki þetta ber að nota þegar æskilegt þykir að vekja athygli á tvístefnuakstri, t.d. á vegarkafla sem kemur í beinu framhaldi af einstefnuakstursvegi.
A26.11 Jarðgöng.
Merki þetta má nota til að vekja athygli á jarðgöngum sem eru framundan.
A27.11 Sleipur vegur.
Merki þetta má nota til að vara við vegarkafla þar sem hætta getur verið á að vegur sé mjög sleipur eða háll. Merkið skal þó ekki nota þar sem hálka er nema sérstakar ástæður mæli með því.

 

A28.11 Há slitlagsbrún.
Merki þetta má nota til að vara við hárri brún slitlags við vegöxl.
A29.11 Ótryggur vegkantur.
Merki þetta má nota til að vara við vegkanti sem ber ekki þungar bifreiðir.
A32.11 Sviptivindur.
Merki þetta má nota til að vara við stað þar sem miklir sviptivindar eru tíðir.
A33.11 Bryggjusvæði.
Merki þetta má nota við akstursleiðir inn á bryggjusvæði.
A99.11 Önnur hætta.
Merki þetta ber að nota þar sem ástæða þykir til að vara við hættu, annarri en að framan hefur verið getið. Gera skal nánari grein fyrir hættunni með undirmerki eða með tákni á merkinu sjálfu. Merkið má og nota án undirmerkis með öðru umferðarmerki ef ástæða þykir til að vara sérstaklega við hættu.

 

B. Bannmerki.

4. gr.


Bannmerkjum er ætlað að banna eða mæla fyrir um umferð. Bannmerki eru flest hringlaga með rauðum jaðri og gulum miðfleti, en annars eins og sýnt er í 5. gr. Á hinum gula fleti skal merkið skýrt nánar með táknmynd eða svörtu letri.

Stærð bannmerkja skal vera sem hér segir: a. Venjuleg gerð: Þvermál 600 mm.

b. Stærri gerð: Þvermál 800 mm. Öll mál venjulegrar gerðar skal margfalda með stuðlinum 1,333.

c. Minni gerð: Þvermál 400 mm. Öll mál venjulegrar gerðar skal margfalda með stuðlinum 0,667.

Merkið B19.11 skal vera að breidd 700 mm en stærri gerð 900 mm og minni gerð 600 mm.

Í þéttbýli má þvermál merkjanna B21.11 og B24.11 vera 250 mm.

5. gr.

Bannmerki eru þessi:
B01.11 Allur akstur bannaður.
Merki þetta ber að nota þar sem umferð hvers konar ökutækja er bönnuð í báðar akstursáttir.
B01.21 Innakstur bannaður.
Merki þetta ber að nota þar sem umferð hvers konar ökutækja er bönnuð inn á veg.
B03.11 Akstur vélknúinna ökuækja bannaður.
B03.21 Akstur vélknúinna ökutækja, annarra en tvíhjóla, bannaður.
B03.31 Akstur vörubifreiða bannaður.
Ef bannið nær ekki til allra vörubifreiða skal mesta leyfileg heildarþyngd letruð á undirmerki J 16.xx.
B03.32 Akstur hópbifreiða bannaður.
Ef bannið nær ekki til aura hópbifreiða skal mesta leyfileg heildarþyngd letruð á undirmerki J16.xx.
[B03.35 Akstur ökutækja með vatnsspillandi farm bannaður
Merki þetta er einkum notað á svæðum þar sem grunnvatn er notað til neyslu. Ef sérstaklega stendur á má nota merkið utan slíkra svæða.
B03.36 Akstur ökutækja með hættulegan farm bannaður.
Merki þetta er notað þar sem nauðsynlegt er að banna eða takmarka umferð með hættulegan farm, t.d. sprengiefni, bensín eða annað eldsneyti. Þetta getur t.d. átt við í jarðgöngum.] [Rg. nr. 348/1998]
B03.41 Akstur dráttarvéla, torfærutækja á hjólum og vinnuvéla bannaður.

 

B03.51 Akstur bifhjóla bannaður.
B03.61 Akstur torfærutækja á beltum (vélsleða) bannaður.
B03.71 Akstur léttra bifhjóla bannaður.
B05.11 Hjólreiðar bannaðar.
B05.21 Hestaumferð bönnuð.
Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að fara með hesta.
B05.31 Umferð gangandi vegfarenda bönnuð.

 

[B12.xx Minnsta bil milli vélknúinna ökutækja.
Minnsta leyfilega bil milli vélknúinna ökutækja, þ.m.t. samtengdra ökutækja, skal letrað á merkið. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreint vil í heilum metrum. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B12.50.] [Rg. nr. 427/2000]
B13.xx Takmörkuð breidd ökutækja.
Mesta leyfileg breidd ökutækja, með eða án farms, skal letruð á merkið. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda breidd í metrum með einum aukastaf. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B 13.22.
B14.xx Takmörkuð lengd ökutækja.
Mesta leyfileg lengd ökutækja, þ.m.t. samtengdra ökutækja, með eða án farms, skal letruð á merkið. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda lengd í heilum metrum. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B 14.10.
B15.xx Takmörkuð hæð ökutækja.
Mesta leyfileg hæð ökutækja, með eða án farms, skal letruð á merkið. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda hæð í metrum með einum aukastaf. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B 15.35.
B16.xx Takmörkuð heildarþyngd ökutækja.
Mesta leyfileg heildarþyngd ökutækja skal letruð á merkið. Takmörkunin gildir um hvert ökutæki samtengdra ökutækja. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda þyngd í heilum tonnum. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B 16.08.
B17.xx Takmörkuð heildarþyngd samtengdra ökutækja.
Mesta leyfileg heildarþyngd samtengdra ökutækja skal letruð á merkið. Takmörkunin gildir einnig um einstök ökutæki. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda þyngd í heilum tonnum. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B 17.20.

 

B18.xx Takmarkaður ásþungi.
Á merkið skal letra hámark leyfðs ásþunga. Þyngd áss með tvö hjól á ásenda og þyngd tví- eða þríáss skal vera í samræmi við reglur um þyngd ökutækja. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda þyngd í heilum tonnum. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B 18.05.
B19.11 Stöðvunarskylda við vegamót.
Merki þetta skal setja við vegamót þar sem ökumönnum ber skilyrðislaust að nema staðar og veita umferð á vegi sem ekið er inn á eða yfir forgang.
B19.21 Sérstök stöðvunarskylda.
Merki þetta má nota þegar stöðva skal ökutæki annars staðar en við vegamót. Á neðri helming merkisins ber að letra skýringu á stöðvunarskyldu.
B21.11 Bannað að leggja ökutæki.
Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að leggja ökutæki. Bannið tekur aðeins til þess vegarhelmings sem merkið er á. Bannið gildir í akstursstefnu frá þeim stað þar sem merkið er og að næstu vegamótum. Ef bannið á ekki að ná að næstu vegamótum má setja upp merki á þeim stað þar sem banninu á að ljúka og þar undir ör sem snýr á móti akstursstefnunni (J01.51 eða J01.52). Ef bannið nær aðeins um skamman veg má nota eitt merki með undirmerki sem tilgreinir fjarlægðina (J02.11). Ef þurfa þykir má árétta bannið með merki eða merkjum innan bannsvæðisins og þar undir örvum sem vísa í báðar áttir (J01.61). Nái bannið aðeins til tiltekinna tegunda ökutækja skal velja undirmerki með upplýsingum um það. Þegar bannað er að leggja ökutækjum á tilteknum dögum eða tilteknum tíma logs eða lengur en t.d. 30 mín. skal letra um það upplýsingar á undirmerki (J06.11 eða J07.11).

Merki þetta skal ekki nota þar sem stöðumælar eru en þeir gefa til kynna að heimild til að leggja ökutæki sé takmörkuð við tiltekið tímabil gegn greiðslu.

 

B22.11 Mörk svæðis þar sem heimild til að leggja ökutaki er takmörkuð.
Merki þetta ber að nota við akstursleiðir inn á svæði þar sem bannað er að leggja ökutæki nema í takmarkaðan tíma. Nánari upplýsingar um takmörkun skulu letraðar á merkið.
B22.21 Mörk svæðis þar sem heimild til að leggja ökutæki er takmörkuð.
Merki þetta ber að nota við akstursleiðir út af svæði þar sem bannað er að leggja ökutæki nema í takmarkaðan tíma.
B24.11 Bannað að stöðva ökutæki.
Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að stöðva ökutæki, enda sé stöðvun eigi nauðsynleg vegna annarrar umferðar. Hliðstæðar reglur gilda um notkun þessa merkis og um notkun merkisins B21.11.
B25.11 Skylt að veita umferð sem kemur á móti forgang.
Merki þetta má nota við vegarkafla eða stað á vegi þar sem aðstæður eru þannig að ökutæki geta ekki mæst og skylt er að veita umferð sem kemur á móti forgang. Þegar merki þetta er notað skal setja merkið DOS.11 upp við hinn enda vegarkafla eða hindrunar.
B26.xx Sérstök takmörkun hámarkshraða.
Merki þetta ber að nota til að sýna leyfðan hámarkshraða ökutækja í km á klst. Þegar hraðamörk varða eingöngu ökutæki með ákveðinni leyfðri heildarþyngd skal það tilgreint á undirmerki J16.xx. Merkið gildir í akstursstefnu á þeim vegi sem það er sett við eða þar til önnur hraðamörk eru gefin til kynna með nýju merki B26.xx eða merki B27.xx, B28.xx, D12.11, D12.21 eða D14.11. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan hámarkshraða. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B26.60.
B27.xx Sérstakri takmörkun hámarkshraða lokið.
Merki þetta ber að nota þar sem sérstakri takmörkun hámarkshraða lýkur. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan hámarkshraða. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B27.60.

 

B28.xx Mörk svæðis þar sem sérstök takmörkun hámarkshraða er.
Merki þetta ber að nota við akstursleiðir inn á svæði þar sem sérstök takmörkun hámarkshraða er. Merkið gildir þar til takmörkunin er felld úr gildi með merki B29.xx, D12.21 eða D14.11. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan hámarkshraða. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B28.30.
B29.xx Mörk svæðis þar sem sérstakri takmörkun hámarkshraða lýkur.
Merki þetta ber að nota við akstursleiðir út af svæði þar sem sérstakri takmörkun hámarkshraða lýkur. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan hámarkshraða. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B29.30.
B30.11 Hægri beygja bönnuð.
Merki þetta má nota við vegamót þar sem hægri beygja er bönnuð.
B30.12 Vinstri beygja bönnuð.
Merki þetta má nota við vegamót þar sem vinstri beygja er bönnuð. Merkið felur einnig í sér að bannað er að snúa ökutæki við á vegi.
B30.21 U-beygja bönnuð.
Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að snúa ökutæki við á vegi. Merki sem er sett við vegamót táknar að bannað sé að snúa ökutæki við á þeim vegamótum. Ella táknar merkið að bannað sé að snúa ökutæki við fram að næstu vegamótum nema annað komi fram á undirmerki J02.11.
B33.11 Framúrakstur bannaður.
Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að aka fram úr öðrum vélknúnum ökutækjum en tvíhjóla.

 

B33.21 Framúrakstur vörubifreiða bannaður.
Merki þetta ber að nota þar sem vörubifreiðum, þ.m.t. samtengdum ökutækjum, með meiri leyfðri heildarþyngd en 3.500 kg er bannað að aka fram úr öðrum vélknúnum ökutækjum en tvíhjóla.
B33.31 Banni við framúrakstri lokið.
Merki þetta ber að nota þegar banni við framúrakstri lýkur. Ef bannsvæði er stutt má í stað þessa merkis nota merkið B33.11 með undirmerki J02.11.
B33.41 Banni við framúrakstri vörubifreiða lokið.
Merki þetta ber að nota þegar banni við framúrakstri lýkur. Ef bannsvæði er stutt má í stað þessa merkis nota merkið B33.21 með undirmerki J02.11.
C Boðmerki

6. gr.


Boðmerkjum er ætlað að mæla fyrir um umferð.

Boðmerki skal vera hringlaga með hvítum jaðri og hvítu tákni á bláum fleti.

Stærð boðmerkja skal vera sem hér segir:

a. Venjuleg gerð: Þvermál 600 mm.

b. Minni gerð: Þvermál 500 mm. Öll mál venjulegrar gerðar skal margfalda með stuðlinum 0,833.

Heimilt er að nota merki sem er 300 mm í þvermál við umferðarljós og á umferðareyjum.

 

7. gr.

Boðmerki eru þessi.

C01 Akstursstefnumerki.

Merki þessi má aðeins nota þar sem mælt er fyrir um ákveðna akstursstefnu og má aðeins aka í þá átt eða þær áttir sem örin eða örvarnar benda.

Heimilt er að nota merkin C01.31 og C01.32 í stað merkjanna B30.11 eða B30.12 ef það er talið æskilegra.

C01.11 C01.12 C01.13

C01.21 C01.22

C03.31 C01.32 C01.41

 

C09 Akbrautarmerki.

Merki þessi má nota til að benda ökumönnum á þá akbraut eða þann hluta akbrautar sem þeir skulu nota. Þar sem merkið C09.21 er sett má aka þeim megin merkisins sem ökumaður kýs.

C09.11
C09.12
C09.21

C12.11 Hringakstur.

Merki þetta má nota við hringtorg og sýna örvarnar þá átt sem ekið skal í.
C13.11 Hjólreiðastígur.
Merki þetta má nota við stíga sem hjólreiðamenn skulu nota en ekki aðrir ökumenn.
C14.11 Gangstígur.
Merki þetta má nota við stíga sem gangandi vegfarendur skulu nota en ekki aðrir. Um heimild til að hjóla á gangstíg fer eftir umferðarlögum.
C15.11 Gang- og hjólreiðastígur.
Merki þetta má nota við stíga sem gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn skulu nota en ekki aðrir.

 

C15.21 Aðgreindir gang og hjólreiðastígar.
Merki þetta má nota við aðgreinda stíga sem hvor um sig er með fullnægjandi breidd, annars vegar fyrir gangandi vegfarendur og hins vegar fyrir hjólreiðamenn sem þeir skulu nota en ekki aðrir. Stígur fyrir gangandi er til vinstri.
C15.22 Aðgreindir gang og hjólreiðastígar.
Merki þetta má nota við aðgreinda stíga sem hvor um sig er með fullnægjandi breidd, annars vegar fyrir gangandi vegfarendur og hins vegar fyrir hjólreiðamenn sem þeir skulu nota en ekki aðrir. Stígur fyrir gangandi er til hægri.
C16.11 Reiðvegur.
Merki þetta má nota við vegi sem reiðmenn skulu nota en ekki aðrir.

 

D. Upplýsingamerki.

8. gr.


Upplýsingamerkjum er ætlað að gefa vegfarendum upplýsingar um ýmis atriði sem telja má þýðingarmikil fyrir umferðina. Upplýsingamerki skal vera rétthyrndur ferhyrningur þannig að tvær hliðar séu láréttar. Þó skulu merlon D03.1 1 og D03.21 vera þannig að eitt hornið snúi niður.

Litur upplýsingamerkja skal vera eins og sýnt er í 9. gr.

Stærð upplýsingamerkja skal háð samþykki vegamálastjóra að því er varðar þjóðvegi utan kaupstaða og kauptúna en ella lögreglustjóra.

9. gr.

Upplýsingamerki eru þessi:
D01.11 Bifreiðastæði.
Merki þetta er notað til að sýna hvar bifreiðastæði eru.
D01.12 Bílastæðahús.
Merki þetta er notað til að sýna hvar bílastæðahús er.
D01.21 Bifreiðastæði fyrir fatlaða.
Merki þetta er notað til að sýna bifreiðastæði sem eingöngu er ætlað fötluðum. Einnig er heimilt að nota merki D01.11 með undirmerki J11.11.
D01.22 Bifreiðastæði fyrir fatlaða með (skráningarmerki)" bifreiðar.
Merki þetta er notað til að sýna bifreiðastæði sem eingöngu er ætlað fötluðum einstaklingi. Til áréttingar er [skráningarmerki]1) bifreiðar tilgreint.
D01.31 Bifreiðastæði fyrir hópbifreiðir.
Merki þetta er notað til að sýna hvar eru bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð hópbifreiðum.
[D01.32 Bifreiðastæði fyrir vörubifreiðir
Merki þetta er notað til að sýna hvar eru bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð vörubifreiðum.
D01.61 Keðjunarstaður.
Merki þetta er notað til að sýna hvar eru útskot við veg sem sérstaklega eru ætluð fyrir ökumenn sem þurfa að setja á keðjur eða taka af, gjarnan við heiðarsporða.] [Rg. nr. 348/1998]
D02.11 Gangbraut.
Merki þetta er notað við gangbraut og skal vera báðum megin akbrautar. Ef eyja er á akbraut má merkið einnig vera þar.
D03.11 Aðalbraut.
Merki þetta er notað til að gefa til kynna að umferð á vegi sem merkið er við hafi forgang gagnvart umferð af hliðarvegi. Merkið er sett þar sem aðalbraut byrjar, svo og við vegamót eftir því sem þurfa þykir, enda séu merkin A06.11 eða B 19.11 sett við hliðarveginn.
D03.21 Aðalbraut endar.
Merki þetta er notað þar sem aðalbraut endar. Heimilt er að nota merkið ásamt undirmerki J01.11 nokkru áður en aðalbraut lýkur.

 

D05.11 Umferð á móti veitir forgang.
Merki þetta er notað við annan enda vegarkafla þar sem merkið B25.11 er við hinn endann. Dæmi um notkun eru einbreið jarðgöng þar sem önnur akstursstefnan nýtur forgangs en hin á að víkja í til þess gerð útskot.
D06. 11 Útskot.
Merki þetta er notað á mjóum vegi þar sem sérstök aðstaða er til að mætast eða aka framúr.
[D06.51 Snúningssvæði til hægri.
Merki þetta er notað þar sem snúa má löngum ökutækjum við, svo sem í jarðgöngum. Nánari upplýsingar má letra á undirmerki (J).
D06.52 Snúningssvæði til vinstri.
Merki þetta er notað þar sem snúa má löngum ökutækjum við, svo sem í jarðgöngum. Nánari upplýsingar má letra á undirmerki (J).] [Rg. nr. 348/1998]
D07.l1 Einstefna.
Merki þetta er notað þar sem æskilegt þykir að gefa til kynna að einstefnuakstur sé á vegi. Ef henta þykir má setja merkið þannig að örin vísi upp. Merkið B01.21 skal vera við hinn enda vegar.
D08.11 Botngata.
Merki þetta er notað til að gefa til kynna að vegur sé lokaður í annan endann.

 

D09.11 Biðstöð leigubifreiða.
D09.21 Biðstöð strætisvagna eða áætlunarbifreiða.
D09.22 Umferðarmiðstöð.
D11.11Umferð fatlaðra.
Merki þetta má setja upp við leiðir sem eru sérstaklega ætlaðar fyrir umferð fatlaðra.
D12.11 Þéttbýli.
Merki þetta ber að nota við akstursleiðir inn á svæði þar sem ákvæði umferðarlaganna um þéttbýli gilda. Á undirmerki skal að jafnaði vera nafn sveitarfélagsins.
D12.21 Þéttbýli lokið.
Merki þetta er notað til að gefa til kynna að reglur um þéttbýli gildi ekki lengur.
D14.11 Vistgata.
Merki þetta ber að nota við akstursleiðir inn á svæði þar sem ákvæði umferðarlaganna um vistgötur gilda.
D14.21 Vistgötu lokið.
Merki þetta er notað til að gefa til kynna að reglur um vistgötu gildi ekki lengur.

 

D16.11 Undirgöng til hægri.
Merki þetta vísar á gönguleið um undirgöng.
D16.12 Undirgöng til vinstri.
Merki þetta vísar á gönguleið um undirgöng.
D16.21 Brú til hægri.
Merki þetta vísar á gönguleið eftir brú.
D16.22 Brú til vinstri.
Merki þetta vísar á gönguleið eftir brú.
D18.11 Inn.
Merki þetta vísar á hvar ekið er inn á tiltekið svæði.
D18.21 Út.
Merki þetta vísar á hvar ekið er út af tilteknu svæði.
D20.11 Hámarkshraðaupplýsingar.
Merki þetta er til að minna ökumenn á almennar reglur um hámarkshraða við mismunandi aðstæður.

 

[D24.11 Vegur þar.sem krafist er veggjalds.
Merki þetta ber að nota þar sem ekið er inn á veg þar sem búast má við að stöðva þurfi ökutæki og greiða veggjald. Nánari upplýsingar skal letra á undirmerki, t.d. J10.11.] [Rg. nr. 348/1998]
E. Þjónustumerki.

10. gr.


Þjónustumerkjum er ætlað að gefa vegfarendum upplýsingar um þjónustu sem í boði er á leið þeirra.

Þjónustumerki skal vera rétthyrndur ferhyrningur 500 mm á breidd og 600 mm á hæð. Tákn er að jafnaði svart á hvítum grunni með bláum ramma, svo sem sýnt er í 11. gr.

Vegamálastjóri setur reglur um uppsetningu þjónustumerkja við þjóðvegi utan kaupstaða og kauptúna en lögreglustjórar í þéttbýli.


11. gr.

Þjónustumerki eru þessi:
E01 Neyðarþjónusta.
E01.11 Slysahjálp.
Merki þetta er notað til að gefa til kynna stað þar sem slysahjálp er veitt.
[E01.12 Heilsugæsla.
Merki þetta er notað til að vísa á heilsugæslustöð sem aðeins er opin hluta sólarhrings á virkum dögum] [Rg. nr. 348/1998]
E01.21 Lögregla.
Merki þetta er notað til að vísa á lögreglustöð.
E01.31 Lyfjaverslun.
Merki þetta er notað til að vísa á lyfjaverslun.
E01.41 Neyðarskýli.
Merki þetta vísar á neyðarskýli. Notkun skýlisins er ekki leyfileg nema í neyðartilvikum.
E01.51 Neyðarsími eða talstöð.
Merki þetta vísar á neyðarsíma eða neyðartalstöð. Notkun símans eða talstöðvarinnar er ekki leyfileg nema í neyðartilvikum.
E01.61 Slökkvitæki.
Merki þetta vísar á slökkvitæki. Notkun tækisins er ekki leyfileg nema í neyðartilvikum.
E02 Almenn þjónusta og ábendingar.
E02.11 Upplýsingar.
Merki þetta er notað til að vísa á stað þar sem ferðamönnum eru veittar upplýsingar með upplýsingatöflum e.þ.h.
E02.12 Upplýsingaskrifstofa.
Merki þetta er notað til að vísa á stað þar sem ferðamönnum eru veittar upplýsingar á skrifstofu.
E02.21 Almenningssími.
Merki þetta vísar á almenningssíma þar sem aðstæður gera slíkt æskilegt, t.d. í strjálbýli.
E02.31 Almenningssalerni.
Merki þetta vísar á stað þar sem er almenningssalerni.
E02.32 Þurrsalerni (kamar).
Merki þetta vísar á stað þar sem er þurrsalerni eða kamar fyrir ferðafólk.

 

[E02.35 Losun skolptanka.
Merki þetta vísar á stað þar sem hægt er að losa skolptanka bifreiða og hjólhýsa.] [Rg. nr. 348/1998]
E02.41 Miðbær.
Merki þetta vísar á miðbæjarsvæði.
[E02.45 Iðnaðaðsvæði
Merki þetta vísar á iðnaðarsvæði.] [Rg. nr. 427/2000]
E02.61 Athyglisverður staður.
Merki þetta er notað þar sem ástæða þykir til að benda vegfarendum á athyglisverða staði, aðra en þá sem eru merktir með sérstöku tákni.
E02.62 Gönguleið
Merki þetta vísar á upphaf gönguleiðar.
E02.63 Áningarstaður.
Merki þetta vísar á stærri áningarstað þar sem eru bifreiðastæði, borð og bekkir.
E02.64 Útsýni.
Merki þetta vísar á stað þaðan sem útsýni er gott.
E02.65 Útsýni með hringsjá.
Merki þetta vísar á stað þar sem er hringsjá og gott útsýni.
E02.71 Sorpílát.
Merki þetta vísar á stað þar sem eru sorpílát.
E02.72 Sorpgámar.
Merki þetta vísar á stall þar sem eru sorpgámar.
E02.81 Útvarp.
Merki þetta er sett upp þar sem ökumenn ættu að skipta um bylgjulengd á FM-útvarpsviðtæki.
E03 Bifreiðaþjónusta.
E03.11 Bensínstöð.
Merki þetta vísar á afgreiðslustað eldsneytis.
E03.21 Bifreiðaverkstæði
Merki þetta vísar á bifreiðaverkstæði.
E03.31 Hjólbarðaverkstæði.
Merki þetta vísar á stað þar sem gert er við hjólbarða.
E03.41 Bílaleiga.
Merki þetta vísar á bílaleigu.
E04 Veitingastaðir.
E04.11 Veitingastofa.
Merki þetta vísar á veitingastofu þar sem ekki eru framreiddir heitir réttir.

 

E04.21 Veitingahús.
Merki þetta vísar á veitingahús þar sem framreiddir eru heitir réttir.
E04.31 Heimilisveitingar.
Merki þetta vísar á stað þar sem matur er seldur á heimili.
E05 Gisting og áning.
E05.11 Hótel, gistiheimili.
Merki þetta vísar á gististað þar sem boðið er upp á uppbúin rúm í herbergjum.
E05.12 Svefnpokapláss.
Merki þetta vísar á stað þar sem boðið er upp á gistingu í svefnpokaplássi.
E05.31 Farfuglaheimili.
Merki þetta vísar á gististað sem rekinn er af félögum Farfugla.
E05.41 Sumarhús til leigu.
Merki þetta vísar á sumarhús til leigu.
E05.51 Sæluhús.
Merki þetta vísar á sæluhús ferðafélaga þar sem að öllu jöfnu er krafist greiðslu fyrir notkun.
E05.61 Tjaldsvæði.
Merki þetta er notað við viðurkennd tjaldsvæði.

 

E05.62 Hjólhýsasvæði.
Merki þetta er notað við viðurkennd hjólhýsasvæði.
E06 Viðbótarþjónusta.
E06.11 Eldunaraðstaða.
Merki þetta vísar á stað þar sem eldunaraðstaða fylgir gistirými.
E06.21 Sturta.
Merki þetta vísar á stað þar sem ferðafólk getur komist í sturtu.
E06.31 Heitur pottur.
Merki þetta vísar á stað þar sem ferðafólk getur komist í heitan pott.
E06.41 Þvottavél.
Merki þetta vísar á stað þar sem ferðafólk getur fengið að þvo fatnað í þvottavél.
[E06.51 Fundaaðstaða.
Merki þetta vísar á stað þar sem boðið er upp á fundaaðstöðu.]1)
E07 Íþróttir og tómstundir.
E07.11 Sundstaður.
Merki þetta vísar á sundstað. Geta má [þess hvenær opið er] [Rg. nr. 348/1998] á upplýsingatöflu.

 

E07.12 Íþróttahús
Merki þetta vísar á íþróttahús.
E07.13 Íþróttavöllur.
Merki þetta vísar á íþróttavöll.
E07.21 Hestaleiga.
Merki þetta vísar á stað þar sem hestar eru boðnir til leigu.
E07.31 Veiðileyfi.
Merki þetta vísar á stað þar sem seld eru veiðileyfi.
E07.32 Sjóstangaveiði.
Merki þetta vísar á stað þar sem boðið er upp á bátsferðir til sjóstangaveiði.
[E07.35 Hvalaskoðun.
Merki þetta vísar á stað þar sem boðið er upp á bátsferðir til hvalaskoðunar.] [Rg. nr. 427/2000]
E07.41 Skíðalyfta, togbraut.
Merki þetta vísar á skíðasvæði þar sem er togbraut.
E07.42 Skíðalyfta með stólum.
Merki þetta vísar á skíðasvæði þar sem er stólalyfta.
E07.43 Skíðagöngusvæði.
Merki þetta vísar á skíðagöngusvæði þar sem brautir eru troðnar eða stikaðar.

 

[E07.47 Snjóbílaferðir.
Merki þetta vísar á stað þar sem boðið er upp á ferðir með beltabifreið.] [Rg. nr. 427/2000]
E07.51 Golfvöllur.
Merki þetta vísar á golfvöll.
E07.61 Vélsleðar til leigu.
Merki þetta vísar á stað þar sem vélsleðar eru til leigu.
E07.62 Vatnaþotur til leigu.
Merki þetta vísar á stað þar sem vatnaþotur eru til leigu.
E07.63 Reiðhjól til leigu.
Merki þetta vísar á stað þar sem reiðhjól eru til leigu.
E07.64 Bátar til leigu.
Merki þetta vísar á stað þar sem bátar eru til leigu.
E07.71 Sjóskíði.
Merki þetta vísar á stað þar sem boðið er upp á sjóskíðaiðkun.
[E07.72 Gúmmíbátaferðir.
Merki þetta vísar á stað þar sem boðið er upp á ferðir með gúmmíbát niður á.] [Rg. nr. 427/2000]

 

E08 Sérstakir staðir og þjónusta.
E08.11 Kirkja.
Merki þetta vísar á kirkju.
E08.12 Kirkjugarður.
Merki þetta vísar á kirkjugarð.
E08.21 Banki.
Merki þetta vísar á banka.
[E08.22 Hraðbanki.
Merki þetta vísar á hraðbanka.] [Rg. nr. 348/1998]
E08.31 Pósthús.
Merki þetta vísar á pósthús.
E08.41 Ferðamannaverslun.
Merki þetta vísar á verslun þar sem boðið er upp á matvörur og aðrar ferðavörur.
E08.42 Kjörbúð.
Merki þetta vísar á matvöruverslun þar sem boðið er upp á allar almennar neysluvörur.

 

E08.43 Bakarí.
Merki þetta vísar á bakarí.
E08.44 Söluskáli.
Merki þetta vísar á söluskála þar sem boðið er upp á sælgæti, gosdrykki og annað þess háttar.
[E08.45 Handverk.
Merki þetta vísar á stað þar sem handverk er til sölu.] [Rg. nr. 348/1998]
[E08.46 Gróðurhús.
Merki þetta vísar á gróðurhús þar sem afurðir eru til sölu.] [Rg. nr. 427/2000]
E08.51 Listasafn
Merki þetta vísar á listasafn.
E08.52 Bókasafn
Merki þetta vísar á bókasafn.
E08.53 Sædýrasafn
Merki þetta vísar á sædýrasafn.
[E08.57 Húsdýragarður.
Merki þetta vísar á stað þar sem húsdýr eru til sýnis.
E08.61 Hundahótel.
Merki þetta vísar á stað þar sem hundar eru teknir í gæslu.] [Rg. nr. 348/1998]
[E08.65 Dýralæknir.
Merki þetta vísar á dýraspítala eða stofu dýralæknis.] [Rg. nr. 427/2000]

 

E09 Flutningaþjónusta.
E09.11 Bílferja.
Merki þetta vísar á bílferju. Þar sem ástæða þykir til að taka fram brottfarartíma, skal það gert með upplýsingatöflu.
E09.12 Bátsferðir.
Merki þetta vísar á stað þar sem eru bátar sem veita ferðamönnum þjónustu.
E09.2x Flugvöllur fyrir áætlunarflug.
Merki þetta vísar á leið að flugvelli. Æskilegt er að láta flugvélina snúa í stefnu á flugvöllinn. Númer eru eftirtalin:

E09.21 Flugvél stefnir til hægri.

E09.22 Flugvél stefnir til vinstri (sjá mynd).

E09.23 Flugvél stefnir beint upp.

E09.31 Flugbraut.
Merki þetta vísar á flugbraut fyrir smærri flugvélar.

 

F. Vegvísar.

12. gr.


Vegvísum er ætlað að leiðbeina ökumönnum um leiðaval. Vegvísir skal vera rétthyrndur ferhyrningur þannig að tvær hliðar séu láréttar. Tákn skal vera (a) blátt á hvítum fleti með bláum jaðri eða (b) svart á gulum fleti með svörtum jaðri. Miðað er við að á höfuðborgarsvæðinu séu merki (a) en annars staðar merki (b).

Einstök merki geta verið í öðrum litum en að framan greinir, sbr. myndir í 13. gr.

Stærð vegvísa skal háð samþykki vegamálastjóra að því er varðar þjóðvegi utan kaupstaða og kauptúna en ella lögreglustjóra.13. gr.

Vegvísar eru þessir:
F01.11 Vegvísir í strjálbýli.
Merki þetta má setja við vegamót. Letra skal staðarheiti eða sveitar á merkið, svo og vegnúmer og fjarlægð í km eftir því sem ástæða þykir til.
F01.21 Vegvísir án vegnúmers.
Merki þetta má setja við vegamót við ónúmeraðar leiðir.
F03.11 Vegvísir
Merki þetta má setja við vegamót. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til.
F03.51 Vegvísir (b).
F04.11 Staðarvísir (rauður).
Merki þetta má setja við vegamót þar sem leið liggur til athyglisverðs staðar, flugvallar, hafnar, opinberrar byggingar eða annars þjónustustaðar. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til.
F04.21 Staðartafla.
Merki þetta má setja þar sem leið liggur til staðar sem er sérlega áhugaverður fyrir ferðafólk. Letra skal staðarheiti og fjarlægð í km á merkið. Í stað tákns getur verið teikning af staðnum.
F05.11 Fráreinarvísir (a).
Merki þetta má setja þar sem frárein byrjar.

Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til.

F05.51 Fráreinarvísir (b).
F06.11 Töfluvegvísir (a).
Merki þetta má setja við vegamót, einkum þar sem akreinar eru fleiri en ein. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Vísun beint áfram komi efst, því næst vísun til vinstri og neðst vísun til hægri
F06.51 Töfluvegvísir (b).
F08.11 Leiðavísir.
Merki þessu má koma fyrir yfir vegi nærri vegamótum, t.d. á merkjabrú. Á merkinu skal vera ör fyrir hverja akrein. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á leiðavísi eftir því sem ástæða þykir til.
F09.11 Staðarleiðamerki (a).
Merki þetta má setja 150-250 m frá vegamótum og sýnir það einfaldaða mynd af þeim. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Á vegamótunum skal síðan setja upp vegvísa eftir því sem við á.


F09.51 Staðarleiðamerki (b).
F10.11 Akreinaleiðamerki.
Merki þetta má setja 150-250 m frá vegamótum til leiðbeiningar ökumönnum um hvaða akrein þeir skuli velja. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. A vegamótunum skal síðan setja upp vegvísa eftir því sem við á.
F11.11 Töfluleiðamerki (a).
Merki þetta má setja 150-250 m frá vegamótum. Vísun beint áfram komi efst, því næst vísun til vinstri og neðst vísun til hægri. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Á vegamótunum skal síðan setja upp vegvísa eftir því sem við á.
F11.51 Töfluleiðamerki (b).
F12.11 Staðarvísir (blár).
Merki þetta má setja við veg til að vísa á tiltekinn stað, svo sem býli.
F12.21 Staðarmerki
Merki þetta má setja upp til að tilgreina heiti staðar, örnefni o.þ.h.
F14.11 Götunafn eða vegarheiti.
F14.21 Húsnúmer.
F16.11 Vegnúmer
F16.21 Vegnúmer, leið að vegi.
Merkið er sett við veg sem liggur að vegi með tilgreindu vegnúmeri.

 

[F16.31 Ónúmeraður vegur.
Merki þetta (án vegnúmers) er sett við veg sem ekki hefur vegnúmer og er ekki í umsjón Vegagerðarinnar.
F17.11 Eyðibýli.
Merki þetta er notað á vegvísa sem vísa á eyðibýli.] [Rg. nr. 348/1998]
F18.11 Sýslu- eða sveitarfélagsmerki (stórt).
Merki þetta má setja við veg á mörkum sýslu eða sveitarfélags. Letra skal nafn sýslu eða sveitarfélags á merkið. Þar má ennfremur setja tákn sýslu eða sveitarfélags (byggðarmerki) í réttum litum ofan við nafn.
F18.21 Sýslu- eða sveitarfélagsmerki (lítið).
Merki þetta má setja við veg á mörkum sýslu eða sveitarfélags. Letra skal nafn sýslu eða sveitarfélags á merkið. Þar má ennfremur setja tákn sýslu eða sveitarfélags (byggðarmerki) í réttum litum ofan við nafn.
F19.11 Fjarlægðarmerki (a).
Merki þetta má setja við veg eftir að komið er fram hjá vegamótum, t.d. á bakhlið leiðamerkis. Efst á merkinu er vegnúmer þess vegar sem ekið er eftir og staðarheiti þar undir. Fyrst er heiti þess staðar sem fjærstur er o.s.frv
F19.51 Fjarlægðarmerki (b).
F21.11 Upplýsingatafla.
Merki þetta má setja við veg til nánari upplýsingar fyrir vegfarendur um þjónustu, vegakerfi eða bæjarstæði.

 

F30.11 Töfluvegvísir fyrir hjólreiðastíga.
Merki þetta má setja við stígamót. Letra skal staðarheiti, stígnúmer og fjarlægð í km með einum aukastaf á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Vísun beint áfram komi efst, því næst vísun til vinstri og neðst vísun til hægri.
F31.11 Vegvísir fyrir hjólreiðastíga.
Merki þetta má setja við stígamót. Letra skal staðarheiti, stígnúmer og fjarlægð í km með einum aukastaf á merkið eftir því sem ástæða þykir til.
G. Akreinamerki

14. gr.


Akreinamerkjum er ætlað að leiðbeina ökumönnum um hvernig akreinar liggja á akbraut. Ennfremur um hvaða akrein ökumenn skuli velja þegar komið er að vegamótum. Akreinamerki skal vera rétthyrndur ferhyrningur þannig að tvær hliðar séu láréttar. Tákn skal vera hvítt á bláum fleti með hvítum jaðri.

Stærð akreinamerkja skal háð samþykki vegamálastjóra að því er varðar þjóðvegi utan kaupstaða og kauptúna en ella lögreglustjóra.

Akreinamerki geta verið frábrugðin þeim merkjum sem sýnd eru í 15. gr. ef aðstæður krefjast þess.


15. gr.

Helstu akreinamerki eru þessi:
G01.21 Akreinamerki, akrein endar.
Merki þetta er notað þegar komið er að stað á akbraut þar sem vinstri akrein endar.
G01.22 Akreinamerki, akrein endar.
Merki þetta er notað þegar komið er að stað á akbraut þar sem hægri akrein endar.
G01.31 Akreinamerki, akrein endar.
Merki þetta er notað á þriggja akreina akbraut þegar komið er að stað þar sem akrein lengst til hægri endar.

 

G01.32 Akreinamerki, akrein endar.
Merki þetta er notað þegar komið er að stað á akbraut þar sem akrein lengst til hægri endar.
G01.41 Akreinamerki, akrein endar.
Merki þetta er notað á þriggja akreina akbraut þegar komið er að stað þar sem akrein lengst til vinstri endar.
G01.51 Akreinamerki, samruni akreina.
Merki þetta er notað þegar komið er að stað á akbraut þar sem aðrein sameinast hægri akrein.
G01.52 Akreinamerki, samruni akreina.
Merki þetta er notað þegar komið er að stað á akbraut þar sem aðrein sameinast akrein.
G01.61 Akreinamerki.
Merki þetta er notað þegar komið er að stað á akbraut þar sem akrein lengst til hægri er fyrir aðkomandi umferð.
G02.21 G02.22 G03.11 G03.21 G03.31
G02-G03 Akreinar við vegamót.

Merki þessi eru notuð áður en komið er að vegamótum til leiðbeiningar ökumönnum um hvaða akrein þeir skuli velja.

G04.11 Akreinamerki.
Merki þetta er notað til að sýna fjölda akreina á akbraut og akstursstefnu á hverri akrein.
G04.12 Akreinamerki.
Merki þetta er notað til að sýna fjölda akreina á akbraut og akstursstefnu á hverri akrein.
G04.21 Akreinamerki.
Merki þetta er notað til að sýna fjölda akreina á akbraut, akstursstefnu á hverri akrein og sérstök ákvæði um leyfða umferð.

 

G04.31 Akreinamerki.
Merki þetta er notað til að sýna fjölda akreina á akbraut, akstursstefnu á hverri akrein og sérstakar leiðbeiningar um eðli umferðar.
G05.11 G05.21
G05 Akreinamerki.
Merki þetta er notað við akrein til að sýna fjölda akreina á vegi sem ekið er inná.
G10.11 G10.21 G10.22 G10.31

G10.32 G10.41 G10.51

610 Akreinamerki.

Merki þessi eru sett yfir akbraut til leiðbeiningar ökumönnum um hvaða akrein þeir skuli velja.

 

H. Bráðabirgðamerki

16. gr.


Bráðabirgðamerkjum er ætlað að vara ökumenn við tímabundnum breytingum á vegakerfi.

Bráðabirgðamerki skal vera rétthyrndur ferhyrningur þannig að tvær hliðar séu láréttar. Tákn skulu vera í viðeigandi litum á appelsínugulum grunni. Texti skal vera svartur.

Stærð bráðabirgðamerkja skal háð samþykki vegamálastjóra að því er varðar þjóðvegi utan kaupstaða og kauptúna en ella lögreglustjóra.

 

J. Undirmerki.

17. gr.


Ef talin er þörf nánari leiðbeininga eða skýringa við umferðarmerki má nota til þess undirmerki með táknmynd eða áletrun. Undirmerki skal vera rétthyrnt og í sömu litum og aðalmerki.

Undirmerki með merkjunum B21.11 og B24.11 skulu þó vera gul með rauðum jaðri. J50.11 skal vera appelsínugult.

Helstu undirmerki eru:

J01.11 Fjarlægð að hættu eða stað sem bann eða leiðbeining varðar.
J01.51 Stefna sem bann eða leiðbeining á við.
J01.52 Stefna sem bann eða leiðbeining á við.
J01.61 Stefnur sem bann eða leiðbeining á við.
J02.11 Fjarlægð að upphafi hættusvæðis eða bannsvæðis og að lokum þess.
J03.11 Lengd bannsvæðis til vinstri.
J03.12 Lengd bannsvæðis til hægri.
J04.11 Lengd bannsvæðis, báðar áttir.
J06.11 Gildistími banns.
J07.11 Gildistími leyfis.
J08.11 Bifreiðastæði, samsíða akbraut.
Merki þetta er notað með merkinu D01.11.
J08.21 Bifreiðastæði, hornrétt á akbraut.
Merki þetta er notað með merkinu D01.11.
J08.31 Bifreiðastæði, skástæði.
Merki þetta er notað með merkinu D01.11.
J10.11 Fjarlægð að hættu eða stað sem hann eða leiðbeining varðar.
J11.11 Bifreiðastæði fyrir fatlaða.
Merki þetta er notað með merkinu D01.11.
J12.11 Vísun til staðar til hægri.
J12.12 Vísun til staðar til vinstri.

 

J12.21 Vísun til staðar áfram og til hægri.
J12.22 Vísun til staðar áfram og til vinstri.
J12.31 Vísun til staðar áfram.
J14.11 J14.32 J14.51
J14 Leið aðalbrautar á vegamótum

Merki þetta er notað þegar aðalbraut liggur um vegamót á annan hátt en beint áfram. Hér eru nokkrir möguleikar sýndir en þeir geta verið fleiri.

J15. 11 Umferð sjónskertra.
J15.21 Umferð heyrnarskertra.
J16.xx Takmörkuð heildarþyngd.
Tveir síðustu stafir í númeri standa fyrir tilgreinda þyngd í heilum tonnum. Þannig hefur merkið Bern hér er sýnt númerið J16.10
J20.11 Brotlegir verða fjarlægðir.
J27.31 Nýlögð klæðing.
J31.11 Óbrúaðarðar ár.
Merki þetta er notað með A99.11 þar sem ekið er inn á leið með óbrúuðum ám.

 

J32.11 Seinfarinn vegur.
Merki þetta er notað með A99.11 þar sem ekið er inn á leið sem er fær góðum fólksbifreiðum en mjög seinfarin. Leiðin getur verið gróf og brött en vötn eru lítil.
J32.21 Illfær vegur.
Merki þetta er notað með A99.11 þar sem ekið er inn á leið sem er fær torfærubifreiðum (jeppum), þ.e. bifreiðum sem eru hærri en fólksbifreiðir almennt og með fjórhjóladrifi. Ár eru með sæmilegum vöðum en á leiðinni gea verið blautir eða grýttir kaflar og klungur.
J32.31 Torleiði.
Merki þetta er notað með A99.11 þar sem ekið er inn á leið sem er aðeins fær sérútbúnum torfærubifreiðum (jeppum og fjallabílum). Á leiðinni geta verið mjög brattar brekkur, snjóskaflar eða ár sem tæplega eru færar bifreiðum.
J33.11 Blindhæð.
Merki þetta er notað með A99.11 þar sem hæð framundan takmarkar mjög vegsýn.
J33.21 Blindhæðir.
Merki þetta er notað með A99.11 þar sem hæðir framundan takmarki mjög vegsýn.
J34.11 Slysasvæði.
Merki þetta er notað með viðvörunarmerki til að vara við svæði þar sem slys eru óvenju tíð.
J39.11 Einbreitt slitlag.
Merki þetta er notað með A99.11 þar sem bundið slitlag er 5 m breitt eða mjórra til að vara ökumenn við að þeir þurfi að víkja út á malaröxl þegar mæst er.

 

J40.11 Malbik endar.
Merki þetta er notað með A99.11 til að vara við stað þar malbik endar og malarvegur tekur við.
J41.11 Einbreið brú.
Merki þetta er notað með A99.11 til að vara við einbreiðri brú.
J42.11 Stöðvunarskylda framundan.
Merki þetta er notað með A06.11 til að vara við að framundan sé stöðvunarskylda við vegamót, B 19.11.
J50.11 Götuhlaup
Merki þetta er notað með A99.11 við leið þar sem skipulagt götuhlaup fer fram.
K. Önnur merki.

18. gr.

K01.11 Vegstika
Vegstikur eru notaðar til að afmarka vegarbrún. Glitmerki skulu sýna hvítt endurskin. Nota skal eitt merki við hægri brún akbrautar miðað við akstursstefnu. Við vinstri brún akbrautar á vegi með umferð í báðar áttir skal nota tvö aðskilin merki. Glitmerki skulu skásett þannig að þau vísi að vegi.
K01.21 Snjóstika.
Snjóstikur eru notaðar til að afmarka vegarbrún á snjóþungum vegum. Glitmerki skulu sýna hvítt endurskin. Nota skal eitt merki við hægri brún akbrautar miðað við akstursstefnu. Ef stikan er lengri en 1,3 m er heimilt að hafa merlon tvö með a.m.k. 0,3 m bili á mini. Við vinstri brún akbrautar á vegi með umferð í báðar áttir skal nota tvö aðskilin merki. Ef stikan er lengri en 1,3 m er heimilt að hafa merlon tvisvar sinnum tvö, með a.m.k. 0,3 m bili á mini para. Glitmerki skulu skásett þannig að þau vísi að vegi.

 

K12.12 K12.11
K12 Gátskjöldur í vegkanti.
Síma- og rafmagnsstaura og aðra slíka hluti við veg sem þrengja akbraut eða valdið geta vegfarendum hættu má merkja með skjöldum með svörtum og gulum skástrikum sem vísa að vegi
K13.12 K13.11
K13 Gátskjöldur í jarðgöngum.
Svart- og hvítröndótta vegskildi má nota til að afmarka akbraut í jarðgöngum. Rendur skulu halla að akbraut.
K14.12 K14.11
K14 Gátskjöldur á brú.
Brúarenda má merkja með skjöldum með svörtum og gulum skástrikum sem vísa að vegi.
K15.11 K15.21
K15 Gátskjöldur á veggreiningu.
Þar sem vegur greinist frá öðrum vegi má setja merki með svörtum og gulum skástrikum sem vísa að vegi.
K17.11 Gátstaur.
Þar sem alda hefur verið sett á akbraut til að draga úr hraða umferðar má setja upp staur með svörtum og gulum röndum beg~ja vegna akbrautar til frekari viðvörunar.

 

K20.11 Stefnuör.
Þegar stefna vegar breytist og aðstæður bera það ekki greinilega með sér má setja við vegarbrún merki með svörtum og gulum skástrikum sem mynda örvar í akstursstefnu.

K20.21 Þverslá.

K20.31 Þverslá.

K20 Þverslá.
Þegar vegur endar og aðstæður berg það ekki greinilega með sér má setja við vegarbrún merki með svörtum og gulum skástrikum sem mynda örvar í akstursstefnu.
K30.12 K30.11
K30 Gátskjöldur vegna framkvæmda.
Nota má merkingar í rauðum og hvítum litum þegar sérstök ástæða þykir til, svo sem vegna framkvæmda á eða við veg.

K31.11 Þverslá vegna framkvæmda.

K32.11 Þverslá vegna framkvæmda.

K31 Þverslá vegna framkvæmda.
Nota má merkingar í rauðum og hvítum litum þegar sérstök ástæða þykir til, svo sem vegna framkvæmda á eða við veg.
Almenn ákvæði.

19. gr.


Umferðarmerki skulu eftir því sem þörf þykir glituð eða lýst þannig að þau sjáist vel í myrkri.

Umferðarmerki skulu sett þannig að þau sjáist greinilega, að jafnaði hægra megin við veg miðað við akstursstefnu.

Öll umferðarmerki, að boðmerkjum undanskildum, má setja báðum megin vegar ef þörf þykir. Ef tvær aðgreindar akbrautir eru á vegi má setja merki eða aukamerki á umferðareyju. Setja má merki yfir akbraut ef hagkvæmt þykir. Nægilegt er að merkin D06.11, F01.11, F01.21, F12.11 og F12.21 séu vinstra megin við veg miðað við akstursstefnu.

Viðvörunarmerki ber jafnan að setja 25-250 m frá hættustaðnum og er heimilt að nota fleiri en eitt merki ef hinn hættulegi vegarkafli er langur. Í þéttbýli skal merkið A06.11 aldrei vera lengra frá vegamótun en 25 m og utan þéttbýlis 50 m. Heimilt er þó að nota merkið fjær vegamótum, ásamt undirmerki J42.11, til leiðbeiningar um að bið- eða stöðvunarskylda sé framundan.

Bannmerki ber að setja sem næst þeim stað sem merkið á við. Merkin B30.11, B30.12 og B30.21 má þó setja í nokkurri fjarlægð frá vegamótum.

Upplýsingamerki og þjónustumerki ber að setja hæfilega langt frá þeim stað er leiðbeining vísar til.


20. gr.

Merki skal festa á jarðfasta stöng í hæfilegri fjarlægð frá vegarbrún. Hæð mæld frá vegi að merki skal að jafnaði vera nálægt 1,5 m, en allt að 2,2 m í þéttbýli eða annars staðar þar sem aðstæður eru þannig að merki geti valdið hættu fyrir gangandi vegfarendur. Hæð merkis mæld frá vegi má vera 1 m ef tryggt er að merkið hindrar ekki vegsýn vegfarenda á hliðarvegi. Hæð merkjanna F03.11, F03.51 og F04.11 mæld frá vegi skal þó að jafnaði vera u.þ.b. 0,5 m.

21. gr.

Litur, lögun, stærð og táknmynd umferðarmerkja skal vera eins og sýnt er í reglugerð þessari. Merkin eru í mælikvarða 1:20 nema annað sé tekið fram.

Bókstafir og tölustafir á umferðarmerkjum skulu vera af gerð sem nefnd er "Transport heavy."

Umferðarmerki halda gildi sínu þrátt fyrir minni háttar frávik frá framangreindum reglum.


II. MERKING Á YFIRBORÐI VEGA

22. gr.


Þar sem vegur er með bundnu slitlagi má marka hann með hvítum línum til leiðbeiningar umferðinni. Línur samkvæmt 33. gr. skulu þó vera gular. Þar sem ekki er götulýsing má glita línur eftir því sem fært þykir.

L11

L12

L21

L22

L23

L24

L. Merking langsum eftir akbraut.

23. gr.


Miðlína (L1x-2x), er milli umferðar í gagnstæðar áttir. Veg utan þéttbýlis sem er með 5,5 m breiða akbraut eða breiðari skal marka með miðlínu. Óháð breidd akbrautar skal einnig marka akbraut með miðlínu þar sem vegsýn er takmörkuð, áður en komið er að gangbraut, stöðvunarlínu, umferðareyju, umferðarmerki á akbraut eða stað þar sem fyrirstaða er á akbraut. Miðlínur skulu vera 100 mm breiðar og eru þessar:

a. Óbrotin lína [(hindrunarlína)] [Rg. nr. 348/1998] (L11) sem gefur til kynna að hættulegt sé að aka yfir hana og óheimilt nema brýna nauðsyn beri til. Miðlína milli umferðar í gagnstæðar áttir á vegi með fleiri en tvær akreinar skal vera tvöföld (L12).

b. Hálfbrotin lína (L21) (línan þrisvar sinnum lengri en bilið) sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka yfir hana og óheimilt nema með sérstakri varúð.

c. Hálfbrotin lína við hliðina á heilli línu (L22) sem gefur til kynna að varhugavert sé að aka yfir línurnar og óheimilt nema með sérstakri varúð og að hættulegt sé og óheimilt að aka yfir þær þeim megin frá sem heila línan er.

d. Fullbrotin lína (L23) (línan einn þriðji af bilinu) sem gefur til kynna að aka megi yfir hana, enda sé gætt fyllstu varúðar.

e. Fullbrotin lína við hliðina á heilli línu (L24) sem gefur til kynna að aka megi yfir línurnar þeim megin frá sem brotna línan er, enda sé gætt fyllstu varúðar, og að hættulegt sé og óheimilt að aka yfir þær þeim megin frá sem heila línan er.

 

L31

L32

24. gr.

Deililína (L3x) er milli umferðar í sömu átt á akbraut, enda sé breidd hverrar reinar 2,75 m eða meiri. Línur sem marka akreinar fyrir almenna umferð skulu vera 100 mm breiðar en þær sem marka aðreinar, fráreinar eða akreinar fyrir sérstaka umferð, t.d. strætisvagna, skulu vera 200 mm breiðar. Deililínur eru þessar:

a) Óbrotin lína [(hindrunarlína)] [Rg. nr. 348/1998] (L31) sem gefur til kynna að hættulegt sé að aka yfir hana og óheimilt nema brýna nauðsyn beri til.

b) Brotin lína (L32) (línan einn þriðji af bilinu) sem gefur til kynna að aka megi yfir hana, enda sé gætt fyllstu varúðar.

L41

L42

L43

25. gr.

Kantlína (L4x) markar brún akbrautar. Kantlínur skulu vera 100-200 mm breiðar. Þær eru þessar:

a. Óbrotin lína (L41) sem markar þann hluta akbrautar sem ætlaður er vélknúnum ökutækjum. Óheimilt er að aka yfir hang nema nauðsyn beri til og skal þá gætt ýtrustu varúðar.

b. Brotin lína (L42) (línan jafn löng bilinu) sem markar brún akbrautar á mjóum vegi sem ekki er markaður með miðlínu eða þar sem er ekki brýn þörf á óbrotinni kantlínu. Brotnar kantlínur (L43) marka að auki akbraut gagnvart hliðarvegi, útskotum, bifreiðastæðum og leiðum að og frá þjónustustöðum. Heimilt er að aka yfir brotna kantlínu, enda sé gætt fyllstu varúðar.

L44

26. gr.

Stýrilína (L44) er brotin lína sem nota má til þess að afmarka sérstakar akreinar fyrir umferð sem beygir á vegamótum. Stýrilínur skulu vera 100 mm breiðar.

 

M11

M. Merking þversum á akbraut.

27. gr.


Stöðvunarlína (M11) er óbrotin lína þvert á akbraut og sýnir hvar nema skal staðar við vegamót eða gangbrautarljós. Breidd stöðvunarlínu skal vera 300-600 mm.

M12

28. gr.

Biðskyldumerking (M12) er röð þríhyrninga þvert á akbraut. Hún sýnir frá hvaða stað á akbrautinni ökumaður hefur biðskyldu við vegamót. Breidd biðskyldumerkingar skal vera 300-600 mm.

M13

29. gr.

Gangbraut (M13) yfir akbraut skal að jafnaði merkt með hvítum samhliða röndum langsum á vegi. Heimilt er þó að merkja gangbraut með tveimur óbrotnum línum eða bóluröðum þvert yfir akbrautina. Merkingu þessa má einnig nota þar sem hjólreiðastígur eða reiðvegur þverar veg.

N11

N. Aðrar merkingar á yfirborði vega.

30. gr.


Bannsvæði (N11) er svæði á vegi eða götu sem ekki eru ætlað umferð eða stöðu ökutækja. Bannsvæði skal afmarka með óbrotnum línum og auðkenna með skálínum sem mynda sem næst 45° horn við akstursstefnu. Breidd skálína skal vera 200-500 mm.

N21

31. gr.

Stefnuör (N2x). Áletranir (N3x). Stefnuör á akbraut bendir á þá akrein sem nota skal ef ætlunin er að aka í þá átt sem örin vísar. Önnur tákn eða letur má setja á akbraut til að vekja athygli á umferðarmerkjum eða öðrum atriðum umferðinni viðkomandi.
N24 N31 N32 N33
399.2650

N41 N42

32. gr.

Bifreiðastaði (N41) eru merkt með 50-100 mm breiðum línum, heilum eða brotnum. Þegar ökutæki er lagt á merkt stæði skal það allt vera innan línanna.

N41 N42 Bifreiðastæði ætluð sérstökum aðilum (N42) eru merkt á lama hátt en með hornalínum að auki.

N51

N52

33. gr.

Gul óbrotin lína (N51 ) á eða meðfram brún akbrautar afmarkar nánar bann við því að ökutæki sé stöðvað þar.

Gul brotin lína (N52) á eða meðfram brún akbrautar afmarkar nánar bann við því að ökutæki sé lagt þar.

 

P11

III. LJÓSMERKI OG HLJÓÐMERKI

P. Ljósmerki.

34. gr.


Ljósmerki til að stjórna umferð skulu sýna rautt, rautt og gult, grænt eða gult ljós, sbr. þó ljósmerki P51 fyrir strætisvagna. Ef fleiri en eitt ljósmerki er notað á sama stað skulu ljósker vera í lóðréttri röð með rauðu ljósi efst en grænu neðst.

Rautt ljós merkir að nema skuli staðar. Ökutæki skal stöðvað áður en komið er að stöðvunarlínu eða, ef stöðvunarlínu vantar, umferðarljósastólpa. Gangandi vegfarandi eða hjólreiðamaður má ekki hetja för yfir akbraut. Vegfarendur sem komnir eru inn á svæði þar sem ljósið stjórnar umferð skulu eftir því sem unnt er yfirgefa það; gangandi vegfarendur skulu þó halda að næstu gangstétt, umferðareyju eða vegöxl.

Rautt ljós samtímis gulu ljósi hefur sömu merkingu og rauða ljósið eitt sér, en gefur jafnframt til kynna að brátt skipti yfir í grænt ljós. Vegfaranda er óheimilt að halda áfram för fyrr en græna ljósið er komið.

Grænt ljós merkir að halda megi áfram för, enda brjóti vegfarandi ekki með því bága við önnur ákvæði.

Gult ljós eitt sér merkir að numið skuli staðar. Það gefur til kynna að brátt skipti yfir í rautt ljós, en hefur að öðru leyti sömu merkingu og rautt ljós.

Ökumaður skal þó ekki nema staðar ef hann, þegar skipt er úr grænu ljósií gult, er kominn það langt fram að stöðvun muni hafa í för með sér hættu.

416

P21

P41

P51

35. gr.

P11 Almenn umferðarljós.

Ljósmerkið skal vera með hringlaga ljósopi fyrir

- rautt, gult og grænt ljós. Röð merkjanna skal vera rautt, -- rautt og gult, grænt, gult, rautt. Ljósmerkin gilda fyrir alla umferð, nema umferð sé stjórnað sérstaklega með P21 ljósmerkjunum P21 - P51.

P21 Ljósörvar.

Ljósmerkið getur verið með ljósopi fyrir rauða, gula og græna ör. Ljósörvar eru að jafnaði notaðar í tengslum við almenn umferðarljós, þannig að ljósop fyrir sama lit eru venjulega hlið við hlið. Ljósörvar gilda fyrir þá vegfarendur sem ætla að aka í þá átt sem örin

I vísar. Hjólreiðamaður sem ætlar að beygja til vinstri og á samkvæmt 3. mgr. 39. gr. umferðarlaga að fara beint áfram yfir vegamótin skal þ<í fara eftir þeim merkjum sem gilda um umferð beint áfram.

P47 Umferðarljós fyrir gangandi vegfarendur.

Ljósmerkið skal vera með rauðu ljósopi sem sýnir mann í kyrrstöðu og grænu ljósopi sem sýnir mann á göngu. Grænt ljós sem slokknar og kviknar á víxl gefur til kynna að brátt skipti yfir í rautt ljós. Þar sem fleiri en eitt ljósmerki fyrir gangandi vegfarendur er í þeirri stefnu sem farið er gildir það merki sem næst er.

P51 Umferðarljós fyrir strætisvagna.

Ljósmerkið skal vera með hvítu ljósi í öllum þremur ljósopum. Efsta ljósið jafngildir rauðu ljósi á almennum umferðarljósum, ljósið í miðju jafngildir gulu ljósi og neðsta ljósið jafngildir grænu ljósi. Ljósmerki þessi gilda fyrir strætisvagna og áætlunarbifreiðir.

 

P71

P72

P73

36. gr.

P71 Rautt blikkandi ljós.

Ljósmerkið getur verið með einu eða tveimur ljósum sem kvikna og slokkna á víxl. Þeim má koma fyrir þar sem er útakstur ökutækja til neyðaraksturs, flugvélar stefna þvert á veg í lágflugi og annars staðar þar sem nauðsyn ber til að loka vegi vegna sérstakrar hættu.

Ljósmerkið gefur til kynna að vegfarendur skuli nema staðar áður en komið er að stöðvunarlínu eða, ef stöðvunarlínu vantar, ljósmerki. Ökumaður skal þó ekki nema staðar ef hann, þegar ljósið kviknar, er kominn það langt fram að stöðvun muni hafa í för með sér hættu.

P72 Gult blikkandi ljós.

Ljósmerkið skal sýna eitt eða fleiri gul ljós sem kvikna og slokkna á víxl eða vera hverfiljós. Það merkir að vegfarendur skuli sýna sérstaka varúð. Merkið má setja upp þar sem vegavinna fer fram, við gangbrautir og annars staðar þar sem slíkrar viðvörunar er þörf, sbr. þó ljósmerki P73.

P73 Blátt blikkandi ljós.

Ljósmerkið skal sýna blátt ljós sem kviknar og slokknar á víxl eða vera hverfiljós. Það gefur til kynna að vegfarendur skuli sýna sérstaka varúð vegna slyss eða eldsvoða.

 


37. gr.

 

Ákvæði 19. - 21. gr. um umferðarmerki gilda eftir því sem við á um umferðarljós.


R. Hljóðmerki.

38. gr.

 

Hljóðmerki til leiðbeiningar fyrir gangandi vegfarendur má einungis nota í tengslum við ljósmerkin P11 og P41. Hljóðmerki í hröðum takti (R11) merkir að grænt ljós logi. Hljóðmerki í hægum takti (R 12) merkir að rautt ljós logi.

Á umferðarljósastólpa má koma fyrir þrýstihnappi fyrir gangandi vegfarendur til að kalla fram grænt ljós.


IV. MERKJAGJÖF LÖGREGLU.

39. gr.

 

Merki sem lögreglumaður gefur við umferðarstjórn tákna:

a. Útréttur handleggur (annar eða báðir) táknar að vegfarandi sem nálgast að framan eða að aftan skal nema staðar. Sá sem nálgast frá hlið má aka framhjá.

b. Uppréttur handleggur táknar að allir vegfarendur skulu nema staðar. Ökumaður sem kominn er það langt að hann getur ekki stöðvað ökutækið án hættu máhalda áfram. Vegfarandi sem er á vegamótum skal aka út af þeim.

c. Rautt ljós sem sveiflað er táknar að vegfarandi sem ljósinu er beint að skal nema staðar.


V. ÝMIS ÁKVÆÐI.

40. gr.

 

Heimilt er að nota gular miðlínur akbrauta þar sem er umferð í gagnstæðar áttir, til 1. september 1996.


41. gr.

 

Vegagerðin mun hafa til sölu tölvudisklinga með myndum umferðarmerkja og málsetningu, svo og vinnuteikningar af einstökum merkjum í mælikvarða 1:4.


40. gr.

 

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 79. og 84. gr. umferðarlaga, nr. 50, 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra, nr. 341 5. júlí 1989, sbr. reglugerð nr. 566 9. nóvember 1989 og reglugerð nr. 227 7. júní 1993.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 10. maí 1995.

Þorsteinn Pálsson

Ólafur W. Stefánsson

 

Word útgáfa af reglugerð


Þetta vefsvæði byggir á Eplica