Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

990/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995 með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

Á eftir lið A17.11 bætist nýr liður um vegheflun, A17.21 sem táknað er með eftir­farandi merki:

A17.21 Vegheflun

Merki þetta má nota þar sem unnið er að viðhaldi malarvegar með veghefli.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

Á eftir lið B33.41 bætist nýr liður um afnám banna, B34.11 sem táknað er með eftir­farandi merki:

B34.11 Afnám banna

Merki þetta ber að nota við merkingar framkvæmda og táknar það afnám banna fyrr á svæðinu, s.s. bann við framúrakstri og lækkun hámarkshraða.

3. gr.

Fimm ný upplýsingamerki bætast við 9. gr. reglugerðarinnar:

D01.34 Bifreiðastæði með rafhleðslu, sem er táknað með eftirfarandi merki:

D01.34 Bifreiðastæði með rafhleðslu

Merki þetta er notað til að sýna bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð bifreiðum sem þurfa rafhleðslu.

D01.37 Bifreiðastæði fyrir sjúkrabifreiðar sem er táknað með eftirfarandi merki:

D01.37 Bifreiðastæði fyrir sjúkrabifreiðar

Merki þetta er notað til að sýna bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð sjúkrabifreiðum.

D01.41 Stæði fyrir reiðhjól sem er táknað með eftirfarandi merki:

D01.41 Stæði fyrir reiðhjól

Merki þetta er notað til að sýna stæði sem eingöngu eru ætluð reiðhjólum.

D01.42 Stæði fyrir mótorhjól sem er táknað með eftirfarandi merki:

D01.42 Stæði fyrir mótorhjól

Merki þetta er notað til að sýna stæði sem eingöngu eru ætluð mótorhjólum.

D28.11 Löggæslumyndavél sem er táknað með eftirfarandi merki:

D28.11 Löggæslumyndavél

Merki þetta er notað til að upplýsa vegfarendur um að framundan sé sjálfvirk lög­gæslu­myndavél sem gæti tekið ljósmynd af umferðarlagabroti.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr.:

Aftan við E07.64 lið bætist við eftirfarandi merki:

E07.66 Kajak til leigu.

E07.66 Kajak til leigu

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr.:

Aftan við K30.12 lið bætist við eftirfarandi merki:

K30.21 Stefnuvísandi gátskjöldur.

K30.21 Stefnuvísandi gátskjöldur

K30.22 Stefnuvísandi gátskjöldur.

K30.22 Stefnuvísandi gátskjöldur

Aftan við K31.11 bætist við eftirfarandi merki:

K31.12 Stefnuvísandi gátskjöldur.

K31.12 Stefnuvísandi gátskjöldur

K31.13 Stefnuvísandi gátskjöldur.

K31.13 Stefnuvísandi gátskjöldur

6. gr.

Á eftir 2. mgr. 21. gr. bætist ný málsgrein sem orðist svo:

Gullitaði flötur merkja, A17.11, A17.21 og B26.xx fyrir vinnustaðamerkingar skal vera með lit og endurskin "Fluorescent Yellow Green # 3983 og # 4083" (DG, VIP efni # 3983 og DG 3 efni # 4083).

Núverandi 3. mgr. verður 4. mgr.

7. gr.

Á eftir 2. málslið 22. gr. bætist eftirfarandi setning við:

Á vinnusvæðum þar sem breyta þarf legu akbrauta tímabundið á meðan framkvæmdir standa yfir skulu yfirborðsmerkingar vera með gulum lit.

8. gr.

40. gr. reglugerðarinnar fellur úr gildi. 41. gr. verður 40. gr. og 42. gr. verður 41. gr.

9. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 79. og 84. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 27. nóvember 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica