Leita
Hreinsa Um leit

Viðskiptaráðuneyti

656/2007

Reglugerð um niðurfellingu reglugerðar nr. 220/1994 um aðferðir við magngreiningu textíltrefjablandna.

1. gr.

Reglugerð nr. 220/1994 um aðferðir við magngreiningu textíltrefjablandna er hér með felld úr gildi, sbr. reglur Neytendastofu nr. 408 24. apríl 2007 um aðferðir við magngreiningu textíltrefjablandna sem settar voru með heimild í 18. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins, öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 28. júní 2007.

Björgvin G. Sigurðsson.

Kristján Skarphéðinsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica