Viðskiptaráðuneyti

958/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð um löggildingu ósjálfvirkra voga nr. 793/2002. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði í 1. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Reglugerð þessi tekur til prófana og löggildinga ósjálfvirkra voga, þ.m.t. sjóvoga af öllum stærðum sem löggildingarskyldar eru. Hér eftir nefnast þær vogir.

Löggildingar ósjálfvirkra voga skiptast í tvö löggildingarsvið eftir hámarksvigtunargetu. Löggildingarsvið fyrir ósjálfvirkar vogir skulu nánar vera þannig:

  1. Til og með 3000 kg
  2. Yfir 3000 kg

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 44. gr. laga nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 9. nóvember 2006.

Jón Sigurðsson.

Kristján Skarphéðinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica