Viðskiptaráðuneyti

198/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 142/1994 um mælikerfi fyrir vökva aðra en vatn. - Brottfallin

1. gr.

Liður 2.2.6.2.3 í viðauka við reglugerð nr. 142/1994 orðist svo:
2.2.6.2.3. Í hólfunum í tankinum skal vera búnaður sem kemur í veg fyrir hringiðu, nema í kælikerfum þar sem notuð er loftskilja í samræmi við lið 1.6.2.1.4.


2. gr.

Eftirfarandi lið er bætt inn í viðauka reglugerðar nr. 142/1994 á eftir lið 3.1.2.4.2:
3.1.3. Heimild vegna tiltekinna tankbifreiða:
Þegar um er að ræða mælikerfin sem um getur í liðum 2.2 og 2.4. er hægt að veita EBE-gerðarviðurkenningu á grundvelli teikninga og skýringarmynda, að því tilskildu að þær séu í samræmi við ákvæðin í 4. lið.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 22. gr. laga nr. 100/1992 um vog, mál og faggildingu og með hliðsjón af tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 82/625/EBE frá 1. júlí 1982 um breytingu á tilskipun 77/313/EBE, 1. gr. 1. og 2. tl., um mælikerfi fyrir vökva aðra en vatn. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.


Viðskiptaráðuneytinu, 18. mars 2003.

Valgerður Sverrisdóttir.
Kristján Skarphéðinsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica