Viðskiptaráðuneyti

491/1993

Reglugerð um breytingu á reglugerð um neytendalán, nr. 377 3. september 1993. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein sem verður 6. gr. Tölusetning annarra greina breytist samkvæmt því. Greinin orðast svo:

Þegar heildarlánveitingar seljanda til neytenda í formi viðskiptabréfa hafa ekki numið hærri fjárhæð en 10.000.000 kr. Síðustu tólf mánuði fyrir töku tryggingar er seljanda heimilt að miða tryggingarfjárhæðina við 2.500.000 kr. Hyggist seljandi nýta sér þessa heimild skal hann afhenda tryggingarsala yfirlýsingu um heildarlánveitingar í formi viðskiptabréfa frá löggiltum endurskoðanda, banka, sparisjóði eða annarri fjármálastofnun sem kaupir af honum viðskiptabréf. Yfirlýsingin skal fest við tryggingarskírteinið og varðveitt ásamt því.

Nú er yfirlýsing skv. 1. mgr. gefin út af banka, sparisjóði eða annarri fjármálastofnun og skal þá koma fram á tryggingarskírteininu að tryggingin bæti einungis vanefndakröfur vegna viðskipta að baki viðskiptabréfum sem seld eru þeirri fjármálastofnun sem yfirlýsinguna gaf. Hið sama gildir ef yfirlýsingar vegna heildar lánveitinga eins seljanda eru gefna út af fleiri en einum banka, sparisjóði eða annarri fjármálastofnun.

Seljendur trygginga skulu tilkynna Samkeppnisstofnun um þá aðila sem kaupa tryggingu skv. 1. mgr.

Fari heildarlánveitingar seljanda til neytenda í formi viðskiptabréfa yfir 10.000.000 kr. Á tryggingartímabilinu og skal hann þá þegar kapa viðbótartryggingu þannig að tryggingarfjárhæðin hækki í 5.000.000 kr.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 18. gr. laga nr. 30/1993, um neytendalán, og öðlast hún þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytið, 3. desember 1993.

F.h.r.

Þorkell Helgason.

Finnur Sveinbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica