Fjármála- og efnahagsráðuneyti

747/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 872/2006, um tilkynningu og birtingu ákvarðana um endurskipulagningu fjárhags og slit lánastofnana.

1. gr.

Í stað 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi:

Slík tilkynning skal vera í samræmi við ákvæði 13. og 44. gr. laga nr. 21/1991 um gjald­þrotaskipti o.fl. Tilkynninguna skal einnig birta í Stjórnartíðindum Evrópusambands­ins og a.m.k. tveimur innlendum dagblöðum í öllum ríkjum á Evrópska efnahags­svæðinu.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. og 4. mgr. 99. gr. laga nr. 161/2002, um fjár­mála­fyrirtæki, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1049/2008, um breytingu á reglugerð um til­kynn­ingu og birtingu ákvarðana um endurskipulagningu fjárhags og slit lánastofnana, nr. 872/2006.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 22. júlí 2013.

F. h. r.

Kjartan Gunnarsson.

Hafdís Ólafsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica