Viðskiptaráðuneyti

652/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993, um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir 1. gr. g bætist við ný grein, 1. gr. h, sem orðast svo:

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 130/2004 frá 24. september 2004 skal eftirtalin EB-gerð öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIV. viðauka við EES-samninginn um samkeppni, bókun I um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:


Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1/2003 frá 16. desember 2002 um framkvæmd samkeppnisreglna sem mælt er fyrir um í 81. og 82. gr. sáttmálans.2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, öðlast þegar gildi.Ákvæði XI. kafla framangreindrar EB-gerðar, sem snertir framkvæmd 53. og 54. gr. EES-samningsins, fela í sér ýmsar breytingar á eldri reglugerðum sem eru hluti samningsins (XIV. viðauka og bókun 21). Reglugerðirnar eru: 17/62, sbr. 3. tölul. bókunar 21, 141/62, sbr. 6. tölul. bókunar 21, 19/65, 1017/68, sbr. 7. tölul. bókunar 21, 2821/71, 2988/74, sbr. 10. tölul. bókunar 21, 4056/86, 3975/87, 3976/87, 1534/91 og 479/92.


Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og EB-gerðin eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB. EB-gerðin er jafnframt birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

Viðskiptaráðuneytinu, 1. júlí 2005.


Valgerður Sverrisdóttir.
Jón Ögmundur Þormóðsson.Þetta vefsvæði byggir á Eplica