1. gr.
3. gr. orðast svo:
Til þess að læknir geti átt rétt á að öðlast almennt heimilislækningaleyfi (Evrópulæknaleyfi) skal hann hafa lokið viðbótarnámi sem hér greinir:
Hann skal að afloknu kandídatsári skv. 2. gr. hafa unnið a.m.k. 24 mánuði sem læknir á viðurkenndri heilbrigðisstofnun. Þar af skal hann hafa unnið a.m.k. 12 mánuði undir handleiðslu heimilislæknis eða á H2 heilsugæslustöð. Nýta má starfstíma á H2 heilsugæslustöð á kandídatsári sem hluta af kröfu um 12 mánaða starfstíma á heilsugæslustöð. Heildarstarfstími að afloknu kandídatsári skal þó aldrei vera skemmri en 24 mánuðir.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 2. og 5. gr. læknalaga nr. 53/1988, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 19. júní 2007.
F. h. r.
Davíð Á. Gunnarsson.
Sólveig Guðmundsdóttir.