I. Skýringar.
1.gr.
Í reglugerð þessari getur heilbrigðisstofnun merkt sérstakt sjúkrahús, sem annast sjúklinga með tiltekna sjúkdóma (sérsjúkrahús), samsvarandi einingu í sjúkrahúsi (sérdeild), heilsugæslustöð eða aðrar stofnanir, sem læknadeild metur hæfar til framhaldsnáms.
Umsóknir um lækningaleyfi og sérfræðileyfi ásamt staðfestum vottorðum yfirmanna og öðrum nauðsynlegum fylgiskjölum skal senda til heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytis.
II. Almennt lækningaleyfi.
2.gr.
Til þess að kandidat í læknisfræði geti átt rétt á að öðlast lækningaleyfi og heita læknir, skal hann að prófi loknu hafa lokið því viðbótarnámi er hér greinir: Hann skal hafa unnið aðstoðarlæknisstörf á viðurkenndum heilbrigðisstofnunum, sbr. auglýsingu þar um, í samtals 12 mánuði. Þar af skal hann a.m.k. vinna í 4 mánuði á lyflækningadeild og í 2 mánuði á handlækningadeild og heimilt er að starfa allt að 4 mánuði á heilsugæslustöð. Skulu a.m.k. 9 mánuðir vera unnir á klínískum deildum og mest 3 mánuðir á rannsóknadeildum.
III. Almennt heimilislækningaleyfi.
3.gr.
Til þess að læknir geti átt rétt á að öðlast almennt heimilislækningaleyfi (Evrópulækningaleyfi) skal hann hafa lokið viðbótarnámi sem hér greinir:
Hann skal að afloknu kandídatsári skv. 2. gr. hafa unnið a.m.k. 12 mánuði sem læknir á viðurkenndri heilbrigðisstofnun. Þar af skal hann hafa unnið a.m.k. 6 mánuði undir handleiðslu heimilislæknis eða á H2 heilsugæslustöð. Nýta má starfstíma á H2 heilsugæslustöð á kandídatsári til þess að uppfylla kröfu um 6 mánaða starfstíma á heilsugæslustöð. Heildarstarfstími að afloknu kandídatsári skal þó aldrei vera skemmri en 12 mánuði.
IV. Sérfræðileyfi.
4.gr.
Til þess að læknir geti átt rétt á að öðlast sérfræðileyfi skal hann hafa fullnægt þeim kröfum, er hér greinir:
5.gr.
Sérnám samkvæmt 7. gr. má einungis fara fram á þeim heilbrigðisstofnunum, sem viðurkenndar eru til slíks sérnáms í heimalandi sínu. Heilbrigðisráðherra veitir heilbrigðisstoofnunum hér á landi slíka viðurkenningu samkvæmt tillögu þriggja lækna nefndar, sem metur starfsemi þeirra. Nefndin er skipuð til 6 ára af ráðherra, þannig að einn er skipaður skv. tilnefningu læknadeildar og er hann formaður, tveir skv. tilnefningu Læknafélags Íslands og skal annar vera sérfræðingur í heimilislækningum og hinn sérfræðingur á sjúkrahúsi. Nefndin endurskoðar matið eigi sjaldnar en á 4ra ára fresti og leitar umsagnar hjá framhaldsmenntunarráði, viðkomandi sérgreinafélögum og forstöðumönnum kennslugreina.
6.gr.
Ráðherra er heimilt að setja reglur um sérnám hér á landi að fengnum tillögum læknadeildar. Læknadeild gerir þær tillögur að fengnum tillögum framhaldsmenntunarráðs og viðkomandi séergreinafélags. Í reglum skal kveðið nánar á um fyrirkomulag námsins, þar með hvort það skuli stundað samkvæmt marklýsingu, hvort því ljúki með prófi og hversu mikill hluti af sérnámi megi fara fram á hérlendum heilbrigðisstofnunum.
Læknar þeir sem sérnám stunda, skulu vera í fullu starfi á þeim heilbrigðisstofnunum, þar sem þeir nema. Frá þessu ákvæði má þó veita undanþágu, ef önnur námstilhögun þykir jafngild að mati læknadeildar. Nám á sérfræðinámskeiði má viðurkenna í stað takmarkaðs hluta tilskilins starfstíma á heilbrigðisstofnun.
7.gr.
Sérfræðileyfi má veita að loknu námi samkvæmt eftirfarandi töluliðum. Heildarnámstími skal eigi vera skemmri en 4 1/2 ár í aðalgrein. Til að hljóta einnig sérfræðileyfi í undirsérgrein skal umsækjandi vera sérfræðingur í aðalgrein og hafa lokið 2ja ára viðurkenndu framhaldsnámi í undirgreininni. Með undirsérgrein er átt við frekari sérhæfingu á fræði- og starfssviði sem fellur að mestu leyti innan aðalgreinar.
Í stað eins árs í aðalgrein sbr. a) lið er sérfræðinefnd heimilt að viðurkenna að allt að 1 árs nám á deild eða stofnun, þar með taldar vísindalegar rannsóknastofnanir, sem tengist greininni.
a) 3 1/2 ár á atvinnusjúkdómadeild.
b) 1 ár á lyfjadeild eða lungnasjúkdómadeild.
a) 4 ár á augndeild.
b) 1/2 ár á lyfjadeild eða 1/2 ár á taugadeild eða taugaskurðdeild.
a) 4 ár á barnadeild.
b) 1/2 ár á lyfjadeild eða barnageðdeild.
Veita má sérfræðingi í almennum barnalækningum sérfræðileyfi í einni undirgrein þeirra, svo sem í barnaefnaskiptalækningum, barna- og unglingagetðlækningum, barnahjartalækningum, barnakrabbameinslækningum, barnataugalækningum, meltingar- og næringarsjúkdómum barna, nýburalækningum, smitsjúkdómum barna, ofnæmis- og ónæmislækningum barna o.s.frv.
a) 3 ár á banka- og unglingageðdeild.
b) 1 ár á geðdeild fullorðinna.
c) 1 ár á almennri barnadeild.
a) 4 ár í blóðbanka
b) 1/2 ár á klínískum deildum, svo sem lyfjadeild, barnadeild, svæfingadeild, skurðdeild, blóðsjúkdómadeild, krabbameinsdeild, kvennadeild o.s.frv.
a) 4 ár á bráðalækningardeild.
b) 1/2 ár á svæfinga- eða gjörgæsludeil.
a) 4 1/2 ár á deild fyrir bæklunarskurðlækningar
b) 1 ár á skurðdeild, t.d. almennri skurðdeild, handaskurðdeild, heila- og taugaskurðdeild eða við slysalækningar, þó ekki skemur en 1/2 ár á deild.
Veita má sérfræðingi í bæklunarskurðlækningum sérfræðileyfi í handaskurðlækningum sem undirgrein.
a) 4 1/2 ár á deild þar sem unnið er að grunnrannsóknum í eiturefnafræði.
a) 3 ár á endurhæfingardeild.
b) 1 ár á lyfjadeild.
c) 1/2 ár á geðdeild.
a) 4 ár á kvennadeild
b) 1 ár á almennri skurðdeild.
Veita má sérfræðingi í kvenlækningur sérfræðileyfi í einni undirgrein þeirra, svo sem kvenkrabbameinslækningum, innkirtlakvensjúkdómum o.s.frv.
a) 4 1/2 ár á geðdeild.
Veita má sérfræðingi í geðlækningum sérfræðileyfi í einni undirgrein þeirra, svo sem barna- og unglingageðlækningum, taugalífeðlisfræði og réttargeðlæknisfræði.
a) 4 ár á háls-, nef- og eyrnadeild.
b) 1/2 ár á almennri skurðdeild, eða sérhæfðri skurðdeild, svo sem taugaskurðdeild, brjóstholsskurðdeild, lýtalækningadeild o.s.frv.
a) Viðurkenndur sérfræðingur í einhverri annarri sérgrein.
b) 2 ár við fræðilegt nám í heilbrigðisfræði, stjórnun heilbrigðisstofnana eða skyldum greinum, enda ljúki því með prófi. Í stað annars ársins má koma vinna á stofnun er fæst við stjórnun heilbrigðismála eða heilbrigðisfræði og læknadeild metur hæfa.
a) 2 ár á heilsugæslu- eða læknastöð.
b) 1 ár á lyflækningadeild.
c) 1 1/2 ár samtals á eftirtöldum deildum: barnadeild, geðdeild, kvennadeild, slysadeild. Lágmarkstími á deild skal vera 4 mánuðir.
d) 1/2 ár samtals á augndeild, HNE, húdeild, skurðdeild, bæklunarlækningadeild, svæfinga- og gjörgæsludeild, samfélagslækningadeild, endurhæfingadeild, öldrunarlækningadeild, röntgendeild, smitsjúikdómadeild, taugadeild eða rannsóknadeild. Þó ekki minna en 3 mánuðir á deild.
a) 4 ár á húð- og kynsjúkdómadeild.
b) 1/2 ár á lyfjadeild.
Í stað starfa á húð- og kynsjúkdómadeild má koma 2 1/2 árs starf á húðsjúkdómadeild og 1 1/2 árs starf á kynsjúkdómadeild eða lækningastöð fyrir kynsjúkdóma. Heimilt er að veita sérfræðiviðurkenningu í hvorri grein fyrir sig, ef lið a) er fullnægt að því er hlutaðeigandi sérdeild snertir enda sé einnig fullnægt lið b).
Veita má sérfræðingi í húð- og kynsjúkdómalækningum sérfræðileyfi í einni undirgrein þeirra, svo sem húðmeinafræði.
a) 4 ár á krabbameinsdeild.
b) 1 ár á lyfjadeild.
a) 4 1/2 ár á lyfjafræðideild.
a) 4 1/2 ár á lyfjadeildum.
Veita má sérfræðingi í lyflækningum sérfræðileyfi í einni undirgrein þeirra, svo sem blóðsjúkdómum, efnaskipta- og innkirtlalækningum, gigtarlækningum, hjartalækningum, krabbameinslækningum, lungnalækningum, meltingarlækningum, nýrnalækningum, ofnæmis- og ónæmislækningum, smitsjúkdómalækningum, öldrunarlækningum o.s.frv.
a) 4 ár á lýtalækningadeild.
b) 1 1/2 ár á skurðdeild.
Veita má sérfræðingi í lýtalækningum sérfræðileyfi í handskurðlækningum sem undirgrein.
1. Blóðmeinafræði:
a) 4 1/2 ár á blóðsjúkdómadeild, sem rekin er í tengslum við rannsóknastofu eða 3 1/2 ár á rannsóknastofu í blóðmeinafræði og 1 ár á lyfjadeild eða deild fyrir blóðsjúkdóma.
2. Klínísk lífefnafræði:
a) 4 1/2 ár á deild þar sem er rekin blönduð meinefna- og blóðmeinafræði. Í stað þess má koma starf á sérstökum meinaefnafræði- og blóðmeinafræðideildum í 4 1/2 ár samtals. Lágmarkstími á deild skal vera 1 1/2 ár.
3. Meinalífeðlisfræði.
a) 4 1/2 ár á meinaefnafræðideild.
4. Meinaefnafræði:
a) 4 1/2 ár á meinaefnafræðideild.
5. Ónæmisfræði:
a) 4 1/2 ár á rannsóknastofu í ónæmisfræði.
6. Sýklafræði:
a) 4 1/2 ár á vefjameinafræðideild.
7. Vefjameinafræði:
a) 4 1/2 ár á vefjameinafræðideild.
Veita má sérfræðingi í vefjameinafræði sérfræðileyfi í einni undirgrein svo sem barnameinafræði, frumumeinafræði, taugameinafræði o.s.frv.
8. Veirufræði:
a) 4 1/2 ár á veirufræðideild.
a) 4 ár á myndgreiningardeild.
b) 1/2 ár á skurðdeild eða lyfjadeild.
Veita má sérfræðingi í myndgreiningu sérfræðileyfi í einni undirgrein þeirra, svo sem myndgreiningu brjóstholslíffæra, myndgreiningu taugakerfis, ísótópagreiningu o.s.frv.
a) 4 1/2 ár á skurðdeild.
b) 1/2 ár á svæfingadeild.
Veita má sérfræðingi í almennum skurðlækningum sérfræðileyfi í einni undirgrein þeirra, svo sem barnaskurðlækningum, brjóstholsskurðlækningum, æðaskurðlækningum, lýtalækningum, þvagfæraskurðlækningum o.s.frv.
a) 3 1/2 ár á svæfingadeild að meðtalinni gjörgæsludeild.
b) 1/2 ár á lyfjadeild.
c) 1/2 ár á skurðdeild.
a) 4 ár á taugadeild.
b) 1/2 ár á lyfjadeild.
Veita má sérfræðingi í taugalækningum sérfræðileyfi í einni undirsérgrein svo sem taugalífeðlisfræði, taugameinafræði o.s.frv.
a) 4 1/2 ár á sérdeild fyrir greinina.
b) 1 ár á almennri skurðdeild.
c) 1/2 ár á taugalækningadeild.
a) 4 ár á sérdeild fyrir greinina.
b) 1 1/2 ár á almennri skurðdeild.
8.gr.
Heimilt er að veita sérfræðileyfi lækni, sem lokið hefur viðurkenndu sérfræðinámi, sérfræðiprófi eða fengið sérfræðileyfi í löndum em gera sambærilegar kröfur um sérfræðinám og gert er í þessari reglugerð. Þetta er heimilt þótt námstilhögun sé frábrugðin ákvæðum 7. greinar. Veita má sérfræðileyfi í öðrum greinum en þeim er að framan greinir, ef fullnægt er kröfum um sérmenntun að mati sérfræðinefndar og umsækjandi hefur sérfræðiviðurkenningu frá öðru landi. Sérfræðinefnd úrskurðar á sama hátt um veitingu sérfræðileyfa í nýjum undirgreinum. Sérreglur gilda um sérfræðileyfi sem uppfylla skilyrði EES-samningsins sbr. reglugerð nr. 244/1994.
9.gr.
Heimilt er að synja lækni um sérfræðiviðurkenningu, þótt hann hafi fullnægt ákvæðum þessarar reglugerðar, ef sérfræðinefnd læknadeildar telur að námið hafi ekki verið nægilega samfellt eða að óeðlilega langur tími hafi liðið frá því að hann lauk samfelldu sérnámi og þar til umsókn barst.
10.gr.
Ráðherra skipar 3 lækna til að fara yfir og úrskurða um umsóknir til sérfræðileyfis, sérfræðinefnd. Skal einn vera úr hópi kennara læknadeildar og er hann formaður nefndarinnar, annar skal tilnefndur af L.Í. og sá þriðji er forstöðumaður kennslu í þeirri grein sem til umfjöllunar er hverju sinni. Við afgreiðslu umsókna skal þegar við á, fulltrúi viðkomandi sérgreinafélags boðaður á fund nefndarinnar. Fulltrúi læknadeildar og L.Í. skulu skipaðir til 4 ára. Þeir annast fyrir hönd læknadeildar túlkun og endurskoðun reglugerðarinnar í samráði við stjórn og sérgreinafélög L.Í. Komi upp ágreiningur í nefndinni skal skjóta honum undir úrskurð læknadeildar.
11.gr.
Reglugerð þessi sem sett er að tillögu læknadeildar Háskóla Íslands staðfestist hér með samkvæmt 2. og 5. gr. lækningalaga nr. 53/1988 með síðari breytingum til að öðlast gildi 1. júní 1997. Jafnframt fellur úr gildi frá og með sama tíma reglugerð nr.311/1986 um veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa.
Kandídötum, sem lokið hafa læknaprófi við gildistöku þessarar reglugerðar skal þó heimilt að haga almennu framhaldsnámi skv. I. kafla hinnar fyrri reglugerðar, ef námið er hafið þegar reglugerð þessi öðlast gildi. Læknum sem hafið hafa sérfræðinám við gildistöku reglugerðarinnar skal heimilt að haga sérnáminu skv. II. kafla fyrri reglugerðar til 1. júní 2002.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 13. maí 1997.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Davíð Á. Gunnarsson.
Fylgiskjal 1-3 er að finna í stjórnartíðindum B.39-43, bls. 588 - 603.