Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

27/1989

Reglugerð um matartækna. - Brottfallin

1. gr.

Rétt til þess að starfa sem matartæknir hér á landi og kalla sig matartækni hefur sá einn, sem til þess hefur fengið löggildingu heilbrigðismálaráðherra.

 

2. gr.

Löggildingu samkvæmt 1. gr. skal veita þeim, sem lokið hefur prófi á matvælatæknibraut fjölbrautaskóla eða öðru prófi sem heilbrigðisyfirvöld viðurkenna.

Einnig má veita þeim leyfi sem lokið hefur hliðstæðu námi erlendis. Áður en slíkt leyfi er veitt skal leita umsagnar Félags matartækna.

 

3. gr.

Matartækni er skylt að gæta þagmælsku um atriði, sem hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkv. lögum og eðli máls. Þagnarskylda helst þótt viðkomandi láti af starfi.

 

4. gr.

Matartæknar skulu annast matreiðslu í sjúkrastofnunum undir stjórn og á ábyrgð matarfræðinga.

 

5. gr.

Óheimilt er að ráða til matartæknistarfa aðra en þá sem heilbrigðismálaráðherra hefur veitt starfsréttindi hér á landi.

 

6. gr.

Um matartækna gilda að öðru leyti og eftir því sem við á reglur læknalaga nr. 53/1988 um viðurlög við brotum í starfi, um sviptingu starfsréttinda og endurveitingu.

 

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 24, 28. maí 1985 um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta og öðlast gildi þegar í stað.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 16. janúar 1989.

 

Guðmundur Bjarnason.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica