Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

186/1976

Reglugerð um meinatækna - Brottfallin

1. gr.

       Rétt til þess að starfa sem meinatæknir hér á landi og kalla sig meinatækni hefur sá einn, sem til þess hefur fengið löggildingu heilbrigðismálaráðherra.

 

2. gr.

       Löggildingu samkvæmt 1. grein skal veita íslenskum ríkisborgurum, sem lokið hafa prófi frá Meinatæknaskóla Íslands eða öðru prófi, sem heilbrigðisyfirvöld viðurkenna.

 

3. gr.

       Takmörkuð og/eða tímabundin starfsréttindi má einnig veita þeim, sem eru í starf þegar reglugerð þessi öðlast gildi, en uppfylla ekki skilyrði 2. gr. um viðurkennd próf. Skilyrði fyrir almennu atvinnuleyfi hér á landi skulu ávallt vera uppfyllt.

       Slíkt leyfi má því aðeins veita að fyrir liggi meðmæli þeirrar stofnunar, sem umsækjandi vinnur hjá. Jafnframt skal leita umsagnar stéttarfélags íslenskra meinatækna.

 

4. gr.

       Meinatækni er skylt að gæta þagmælsku um; atriði, sem hann fær vitneskju um í starfi sinu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins. Þagnarskyldan helst þótt viðkomandi láti af starfi.

 

5. gr.

       Meinatæknar skulu aðeins starfa undir handleiðslu og á ábyrgð sérfræðings á viðkomandi sviði.

 

6. gr.

            Óheimilt er að ráða til meinatæknisstarfa aðra en þá, sem heilbrigðismálaráðherra hefur veitt starfsréttindi hér á landi.

 

7. gr.

       Um meinatækna gilda að öðru leyti og eftir því, sem við getur átt, reglur læknalaga nr. 80 23. júní 1969.

       Reglur læknalaga gilda um viðurlög við brotum í starfi, um sviptingu starfsréttinda og endurveitingu.

 

8. gr.

       Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 64 1971, um tæknimenntaðar heilbrigðisstéttir, öðlast gildi nú þegar. .jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 180/1973.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 6, maí 1976.

 

Matthías Bjarnason.

Jón Ingimarsson
Þetta vefsvæði byggir á Eplica