Velferðarráðuneyti

568/2018

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 787/2007 um heilsugæslustöðvar. - Brottfallin

1. gr.

21. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu, vinnur að sam­ræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og fram­förum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálf­stætt starfandi heilsugæslustöðvar. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar starfar innan Heilsugæslu höfuð­borgar­svæðis­ins.

Heilbrigðisráðherra skipar fagráð sem vinnur að stefnumörkun og tryggir tengsl við aðrar heil­brigðis­stofnanir sem reka heilsugæslustöðvar. Í fagráðinu situr einn fulltrúi frá hverri heilbrigðis­stofnun sem rekur heilsugæslustöð, einn fulltrúi frá sjálfstætt starfandi heilsugæslu­stöðvum, einn fulltrúi frá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og einn fulltrúi frá heil­brigðis­vísindasviði Háskólans á Akureyri ásamt forstöðumanni Þróunar­miðstöðvar heilsugæslunnar sem veitir fag­ráðinu forystu. Fagráðið starfar innan Þróunarmiðstöðvar heilsu­gæslunnar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 17. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 17. maí 2018.

Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.

Vilborg Ingólfsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica