Velferðarráðuneyti

47/2012

Reglugerð um daggjöld fyrir hjúkrunar-, dvalar- og dagvistarrými sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2012. - Brottfallin

1. gr.

Daggjöld fyrir hjúkrunarrými og sérhæfða vistun.

Daggjöldum á stofnunum sem ekki eru á föstum fjárlögum er ætlað að mæta eðlilegum rekstrarkostnaði án viðhalds húsnæðis og skulu vera sem hér segir frá 1. janúar 2012:

A. Hjúkrunarrými.

Liður

Viðf.

Heiti stofnunar

Daggjald
kr.

401

113

Grenilundur, Grenivík

22.831

401

113

Hvammur, Húsavík

22.400

401

113

Blesastaðir, Skeiðum

22.555

401

113

Sólvellir, Eyrabakka

19.940

401

113

Roðasalir, Kópavogi

20.696

401

113

Sæborg, Skagaströnd

20.696

401

113

Silfurtún, Búðardal

22.281

401

113

Hlévangur, Reykjanesbæ

22.129

401

113

Kirkjuhvoll, Hvolsvelli

23.513

405

101

Hrafnista, Reykjavík

22.835

405

101

Hrafnista, Reykjavík, endurhæfing

27.691

406

101

Hrafnista, Hafnarfirði

22.835

407

101

Grund, Reykjavík

22.337

408

101

Sunnuhlíð, Kópavogi

22.835

409

101

Hjúkrunarheimilið Skjól

22.337

410

101

Hjúkrunarheimilið Eir

22.068

410

101

Hjúkrunarheimilið Eir, endurhæfing

28.611

411

101

Garðvangur, Garði

22.951

412

101

Hjúkrunarheimilið Skógarbær

21.802

412

101

Hjúkrunarheimilið Skógarbær, endurhæfing

28.244

413

101

Droplaugarstaðir, Reykjavík

22.608

414

101

Hjúkrunarheimilið Lundur, Hellu

23.749

415

101

Hulduhlíð, Eskifirði

22.674

416

101

Hornbrekka, Ólafsfirði

22.674

417

101

Naust, Þórshöfn

21.741

418

101

Seljahlíð, Reykjavík

24.206

423

101

Höfði, Akranesi

21.802

424

101

Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi

22.238

425

101

Dvalarheimili aldraðra Stykkishólmi

23.677

426

101

Fellaskjól, Grundarfirði

21.741

427

101

Jaðar, Ólafsvík

21.213

428

101

Fellsendi, Búðardal

22.129

429

101

Barmahlíð, Reykhólum

22.010

433

101

Dalbær, Dalvík

21.970

434

101

Öldrunarstofnun Akureyrar

21.539

436

101

Uppsalir, Fáskrúðsfirði

21.071

437

101

Heilbrigðisstofnun Suðausturlands

21.331

438

101

Klausturhólar

22.010

439

101

Hjallatún, Vík

21.476

440

101

Kumbaravogur, Stokkseyri

20.413

441

101

Ás Ásbyrgi, Hveragerði

22.835

442

101

Hraunbúðir, Vestmannaeyjum

21.071

443

101

Holtsbúð, Garðabæ

23.513

445

101

Mörk, Reykjavík

22.835

446

101

Boðaþing, Kópavogi

23.060

Daggjald að fjárhæð 20.980 kr. sem er miðað við RAI 1,00 liggur til grundvallar útreikn­ingi á daggjöldum hjúkrunarrýma.

Daggjald skal greitt þrátt fyrir að vistmaður hverfi af stofnun í stuttan tíma, svo sem til aðstand­enda yfir helgi eða hátíðar, enda hafi heilbrigðisyfirvöld ekki aukakostnað af dvöl­inni.

Fari vistmaður á sjúkrahús til skammtímainnlagnar skal greiða 70% af daggjaldi stofn­unar í allt að 45 daga.

Við andlát vistmanns eða þegar vistmaður flytur fyrir fullt og allt af stofnun skal greiða fullt daggjald í allt að sjö daga. Ef vistmaður í hvíldarrými andast skal greiða fullt dag­gjald í allt að tvo daga.

Daggjald skal greitt stofnun vegna sjúklinga með langvinna nýrnasjúkdóma þegar þeir vegna blóðskilunar eru innritaðir á sjúkrahús. Sjúkrahúsið greiðir kostnað vegna lyfja­gjafar eins og fyrir aðra blóðskilunarsjúklinga sem skráðir eru inn á það. Greiða skal 1.500 kr. á dag til viðbótar daggjaldi stofnunar fyrir hvern sjúkling með langvinnan nýrna­sjúkdóm sem dvelst á stofnun og þarf blóðskilun á sjúkrahúsi.

B. Sérhæfð vistun.

Stofnun

Viðf.

Heiti stofnunar

Daggjald
kr.

477

110

Árborg, dagvistun aldraðra v/minnissjúkra

11.626

441

117

Ás/Ásbyrgi, Hveragerði, geðrými

16.200

477

110

Dagvist aldraðra Reykjanesbæ v/minnissjúkra

11.626

477

110

Dagvist Blesugróf, Reykjavík

11.626

477

110

Dagvist Eyjafjarðarsveitar

11.626

474

110

Dagvist og endurhæfingarstöð MS-sjúklinga

10.665

477

110

Drafnarhús, Hafnarfirði

11.626

470

110

Dvalarheimili aldraðra heyrnarlausra

12.329

476

110

Fríðuhús, Reykjavík

11.626

477

110

Hrafnista í Reykjavík, dagvist endurhæfing

14.515

410

115

Hjúkrunarheimilið Eir

11.626

412

171

Hjúkrunarheimilið Skógarbær, endurhæfingardeild

28.244

472

110

Hlíðarbær, Reykjavík

11.626

477

110

Lagarás, Egilsstöðum v/minnissjúkra

11.626

473

110

Lindargata, Reykjavík

11.626

475

110

Múlabær, Reykjavík

7.575

477

110

Roðasalir, Kópavogi

11.626

434

110

Öldrunarstofnun Akureyrar v/ minnissjúkra

11.626


Nauðsynlegur flutningskostnaður vistmanna er innifalinn í dagvistunargjaldi. Þeir sem njóta þjónustu dagvistar skulu greiða 925 kr. á dag, sbr. 19. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

2. gr.

Daggjöld fyrir dvalarrými og almenna dagvistun.

Daggjöldum vegna dvalarrýma fyrir aldraða og vegna dagvistunar aldraðra er ætlað að mæta eðlilegum rekstrarkostnaði án viðhalds húsnæðis og skulu vera sem hér segir frá 1. janúar 2012:

1. Vistgjald á dvalarrými fyrir aldraða 10.221 kr.

2. Gjald á dagvistun fyrir aldraða 5.275 kr.

Nauðsynlegur flutningskostnaður vistmanna er innifalinn í dagvistunargjaldi. Þeir sem njóta þjónustu dagvistar skulu greiða 925 kr. á dag, sbr. 19. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

Vistgjald til dvalarheimilis fyrir aldraða er greitt frá upphafi dvalar og til loka þess mánaðar sem vistmaður er tekinn inn á heimilið. Vistgjald þetta skal ekki hafa áhrif á bætur Tryggingastofnunar ríkisins til vistmannsins, greiðslu Tryggingastofnunar á vist­unar­framlagi til dvalarheimilisins og þátttöku vistmanns í greiðslu dvalarkostnaðar, sbr. 21. og 22. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

3. gr.

Þjónusta í hjúkrunar-, dvalar- og dagvistarrýmum.

Innifalin í daggjöldum samkvæmt reglugerð þessari er hvers konar þjónusta sem vist­mönnum er látin í té á stofnunum, sbr. meðal annars reglugerð nr. 422/1992, um greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðisþjónustu.

4. gr.

Húsnæðisgjald vegna viðhalds.

Tryggingastofnun ríkisins skal greiða gjald til að mæta viðhaldskostnaði húsnæðis sem nýtt er til reksturs á hjúkrunar-, dvalar- og dagvistarrýmum. Gjaldið árið 2012 er 3.179 kr. á m² á ári og reiknast að hámarki á 60 m² á hvert hjúkrunar- og dvalarrými að með­töldu sameiginlegu rými og að hámarki 30 m² á dagvistarrými að meðtöldu sam­eigin­legu rými. Gjaldið reiknast aldrei á stærra rými en sem stærð húsnæðisins nemur.

Húsnæðisgjaldi er ætlað að standa undir öllu almennu viðhaldi húsnæðis en ekki stofn­kostnaði, afskriftum og meiriháttar breytingum og endurbótum á húsnæði.

5. gr.

Framkvæmd.

Sjúkratryggingar Íslands og Tryggingastofnun ríkisins annast framkvæmd reglugerðar þessarar.

6. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 22. gr., 2. mgr. 24. gr., 55. gr. og IV. ákvæði til bráðabirgða laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, 6. og 10. mgr. 48. gr., sbr. 70. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, sbr. 1. og 3. mgr. 21. gr., 1. mgr. 22. gr. og 29. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 35/2011, um daggjöld fyrir hjúkrunar-, dvalar- og dagvistarrými sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2011.

Velferðarráðuneytinu, 23. janúar 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Anna Lilja Gunnarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica