Velferðarráðuneyti

113/2012

Reglugerð um brottfellingu reglugerðar nr. 34/1993 um starfsemi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, með síðari breytingu. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð nr. 34/1993 um starfsemi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði með síðari breytingu, sem sett var með stoð í 2. mgr. 24. gr. laga nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, fellur brott.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 25. janúar 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Hrönn Ottósdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica