Velferðarráðuneyti

566/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 548/2006, um fjárhæð atvinnuleysistrygginga. - Brottfallin

1. gr.

Í stað "242.636 kr." í 1. gr. reglugerðarinnar kemur: 254.636 kr.

2. gr.

Í stað "6.900 kr. á dag" í 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 161.523 kr. á mánuði.

3. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Sá sem hefur staðfest atvinnuleit á tímabilinu frá 20. febrúar til 19. maí 2011 og verið skráður á atvinnuleysisskrá allt tímabilið á rétt á eingreiðslu úr Atvinnuleysistrygginga­sjóði að fjárhæð 50.000 kr. enda hafi viðkomandi verið að fullu tryggður skv. III. eða IV. kafla laga um atvinnuleysistryggingar á umræddum tíma.

Sá sem hefur staðfest atvinnuleit á tímabilinu frá 20. febrúar til 19. maí 2011 og verið skráður á atvinnuleysisskrá allt tímabilið en tryggður hlutfallslega á umræddum tíma á rétt á hlutfallslegri eingreiðslu skv. 1. mgr. í samræmi við það tryggingarhlutfall sem um ræðir.

Sá sem hefur staðfest atvinnuleit sína einhvern tíma á tímabilinu frá 20. febrúar til 19. maí 2011 en ekki verið skráður á atvinnuleysisskrá allt tímabilið á rétt á hlutfallslegri eingreiðslu skv. 1. mgr. í samræmi við þann tíma sem hann hefur verið skráður á atvinnuleysisskrá á þessum þremur mánuðum enda hafi viðkomandi verið að fullu tryggður skv. III. eða IV. kafla laga um atvinnuleysistryggingar á umræddum tíma, sbr. þó 6. mgr.

Sá sem hefur staðfest atvinnuleit sína einhvern tíma á tímabilinu frá 20. febrúar til 19. maí 2011 en ekki verið skráður á atvinnuleysisskrá allt tímabilið ásamt því að hafa verið hlutfallslega tryggður á umræddum tíma á rétt á hlutfallslegri eingreiðslu skv. 1. mgr. í samræmi við það tryggingarhlutfall sem um ræðir og þann tíma sem hann hefur verið skráður á umræddu tímabili, sbr. þó 6. mgr.

Biðtími eftir atvinnuleysisbótum skal teljast með við útreikninga skv. 1.-4. mgr. enda hafi viðkomandi verið skráður á atvinnuleysisskrá þann tíma.

Eingreiðsla skv. 3. eða 4. mgr. skal aldrei nema lægri fjárhæð en 12.500 kr. miðað við að viðkomandi hafi átt rétt á óskertu tryggingarhlutfalli skv. III. eða IV. kafla laga um atvinnuleysistryggingar á umræddum tíma. Lágmarkseingreiðsla er ¼ hluti sömu fjárhæðar.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 33. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og skulu hækkanir skv. 1. og 2. gr. gilda frá og með 1. júní 2011. Eingreiðsla samkvæmt 3. gr. skal greidd eigi síðar en 15. júní 2011.

Velferðarráðuneytinu, 6. júní 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica