Félags- og tryggingamálaráðuneyti

116/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 13/2009, um nám og námskeið sem eru viðurkennd sem vinnumarkaðsúrræði. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. E-liður 1. mgr. verður svohljóðandi: Námskeið/nám sem haldið er á vegum endurmenntunarstofnana á háskólastigi sem ekki verður metið til eininga.
  2. F-liður 1. mgr. verður svohljóðandi: Nám á námsbrautum á framhaldsskólastigi sem leiða til framhaldsskólaprófs, nám á verk- og starfsnámsbrautum á framhaldsskólastigi og frumgreinanám sem boðið er á forsendum fullorðins­fræðslu, þ.e. námið og uppbygging þess tekur mið af og er sniðið að þörfum fólks sem hefur verið þátttakandi á vinnumarkaði.
  3. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

    Þrátt fyrir 2. mgr. er Vinnumálastofnun heimilt þegar sérstaklega stendur á að viðurkenna nám á námsbrautum sem leiða til stúdentsprófs hjá framhaldsskólum sem vinnumarkaðsúrræði.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, að fenginni umsögn stjórnar Vinnumálastofnunar, öðlast þegar gildi.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 15. febrúar 2010.

Árni Páll Árnason.

Bjarnheiður Gautadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica