Utanríkisráðuneyti

1020/2015

Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Côte d´Ivoire (Fílabeinsströndina) nr. 143/2015. - Brottfallin

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Ákvæði 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Côte d´Ivoire nr. 143/2015 hljóði svo:

Eftirfarandi gerðir Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir skulu öðlast gildi hér á landi með þeirri aðlögun sem getið er um í 3. gr.:

1. Ákvörðun ráðsins 2010/656/SSUÖ frá 29. október 2010 um framlengingu þvingunaraðgerða gegn Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 1).
  1.1 Ákvörðun ráðsins 2010/801/SSUÖ frá 22. desember 2010 um breytingu á ákvörðun ráðsins 2010/656/SSUÖ um framlengingu þvingunaraðgerða gegn Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 1.1).
  1.2 Ákvörðun ráðsins 2011/18/SSUÖ frá 14. janúar 2011 um breytingu á ákvörðun ráðsins 2010/656/SSUÖ um framlengingu þvingunaraðgerða gegn Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 1.2).
  1.3 Ákvörðun ráðsins 2011/221/SSUÖ frá 6. apríl 2011 um breytingu á ákvörðun 2010/656/SSUÖ um framlengingu þvingunaraðgerða gegn Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 1.3).
  1.4 Framkvæmdarákvörðun ráðsins 2012/144/SSUÖ frá 8. mars 2012 um framkvæmd ákvörðunar 2010/656/SSUÖ um framlengingu þvingunaraðgerða gegn Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 1.4).
  1.5 Ákvörðun ráðsins 2012/371/SSUÖ frá 10. júlí 2012 um breytingu á ákvörðun 2010/656/SSUÖ um framlengingu þvingunaraðgerða gegn Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 1.5).
  1.6 Framkvæmdarákvörðun ráðsins 2014/271/SSUÖ frá 12. maí 2014 um framkvæmd ákvörðunar 2010/656/SSUÖ um framlengingu þvingunaraðgerða gegn Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 1.6).
  1.7 Ákvörðun ráðsins 2014/460/SSUÖ frá 14. júlí 2014 um breytingu á ákvörðun 2010/656/SSUÖ um framlengingu þvingunaraðgerða gegn Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 1.7).
  1.8 Ákvörðun ráðsins 2015/202/SSUÖ frá 9. febrúar 2015 um breytingu á ákvörðun 2010/656/SSUÖ um framlengingu þvingunaraðgerða gegn Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 1.8). 
  1.9 Framkvæmdarákvörðun ráðsins 2015/621/SSUÖ frá 20. apríl 2015 um framkvæmd ákvörðunar 2010/656/SSUÖ um framlengingu þvingunaraðgerða gegn Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 1.9).
2. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 174/2005 frá 31. janúar 2005 um takmarkanir á aðstoð við Côte d´Ivoire sem tengist herstarfsemi (sjá fylgiskjal 2).
  2.1 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 1032/2010 frá 15. nóvember 2010 um breytingu á reglu­gerð (EB) nr. 174/2005 um takmarkanir á aðstoð við Côte d´Ivoire sem tengist hern­aðar­­starfsemi (sjá fylgiskjal 2.1).
  2.2 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 668/2011 frá 12. júlí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 174/2005 um takmarkanir á aðstoð við Côte d´Ivoire sem tengist herstarfsemi (sjá fylgiskjal 2.2).
  2.3 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 617/2012 frá 10. júlí 2012 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 174/2005 um takmarkanir á aðstoð við Côte d´Ivoire sem tengist herstarfsemi (sjá fylgiskjal 2.3).
  2.4 Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/192 frá 9. febrúar 2015 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 174/2005 um takmarkanir á aðstoð við Côte d´Ivoire sem tengist herstarfsemi (sjá fylgiskjal 2.4). 
3. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 560/2005 frá 12. apríl 2005 um sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn tilteknum aðilum og rekstrareiningum í ljósi ástandsins á Côte d´Ivoire (sjá fylgi­skjal 3).
  3.1 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 25/2011 frá 14. janúar 2011 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 560/2005 um sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn tilteknum aðilum og rekstrareiningum í ljósi ástandsins á Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 3.1).
  3.2 Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 330/2011 frá 6. apríl 2011 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 560/2005 um sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn tilteknum aðilum og rekstrareiningum í ljósi ástandsins á Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 3.2).
  3.3 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 193/2012 frá 8. mars 2012 um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 560/2005 um sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn til­teknum aðilum og rekstrareiningum í ljósi ástandsins á Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 3.3).
  3.4 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) nr. 479/2014 frá 12. maí 2014 um framkvæmd reglugerðar (EB) nr. 560/2005 um sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn til­teknum aðilum og rekstrareiningum í ljósi ástandsins á Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 3.4).
  3.5 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2015/615 frá 20. apríl 2015 um framkvæmd reglu­gerðar (EB) nr. 560/2005 um sérstakar þvingunaraðgerðir sem beint er gegn til­teknum aðilum og rekstrareiningum í ljósi ástandsins á Côte d´Ivoire (sjá fylgiskjal 3.5). 

Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framan­greindum gerðum, eru birtir á frummáli og/eða til þeirra vísað á vef öryggisráðs Sameinuðu þjóð­anna eða vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins, eftir því sem við á. Síðari breytingar og upp­færslur listanna öðlast gildi við birtingu á þeim vefjum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóð­legra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

Framangreindar gerðir binda einstaklinga, lögaðila, rekstrareiningar og stofnanir án frekari lög­fest­ingar, eftir því sem við getur átt, þ.m.t. ákvæði um viðskiptabann, landgöngubann og fryst­ingu fjármuna.

2. gr.

Breytingar á fylgiskjölum.

Fylgiskjöl 1-1.7, 2-2.3, og 3-3.4 eru ekki birt hér en koma fram í reglugerð nr. 143/2015 sem fylgiskjöl 1-8, 9-12 og 13, 15, 16, 17 og 18.

3. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þving­unar­aðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 30. október 2015.

Gunnar Bragi Sveinsson.

Stefán Haukur Jóhannesson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal) 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica