Utanríkisráðuneyti

117/2013

Reglugerð um breyting á reglugerð um alþjóðlegar öryggisaðgerðir varðandi hryðjuverkastarfsemi nr. 122/2009. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 1. mgr. 4. gr. reglugerðar um alþjóðlegar öryggisaðgerðir varðandi hryðjuverka­starfsemi nr. 122/2009 komi tvær nýjar málsgreinar sem hljóði svo:

Skyldan til að frysta fjármuni og efnahagslegan auð skv. 1. mgr. á við um:

a)

aðila sem tilgreindur er í listum á vegum alþjóðastofnunar eða ríkjahóps, þegar kveðið er á um frystingarskyldu og

b)

aðila sem tilgreindur er af öðru ríki á grundvelli ályktunar öryggisráðs Sam­einuðu þjóðanna gegn hryðjuverkastarfsemi nr. 1373 (2001), enda séu gildar ástæður fyrir frystingunni og meint brot refsivert ef það væri dæmt eftir íslenskum lögum.Áður en ákvörðun er tekin um frystingu fjármuna og efnahagslegs auðs skv. b-lið 2. mgr. skal utanríkisráðherra eiga samráð við embætti ríkissaksóknara og peningaþvættis­skrifstofu. Frystingin fer þannig fram að nafn viðkomandi aðila er birt í reglugerð, sem kveður nánar á um frystingarskylduna.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 6. febrúar 2013.

Össur Skarphéðinsson.

Einar Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica