1. gr.
Almenn ákvæði.
Reglugerð þessi er sett til að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um öryggisaðgerðir varðandi hryðjuverkastarfsemi nr. 1373 (2001).
Ákvarðanir nefndar öryggisráðsins gegn hryðjuverkastarfsemi, sbr. ályktun nr. 1373 (2001), eru birtar á vefsetri hennar (http://www.un.org/sc/ctc/).
Ákvæði reglugerðar nr. 119/2009 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skulu gilda um framkvæmd reglugerðar þessarar.
Ákvæði reglugerðar þessarar skulu gilda að svo miklu leyti sem að sú háttsemi sem þar er lýst fellur ekki undir ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940, lög um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslna og hryðjuverka nr. 144/1998, lög um siglingavernd nr. 50/2004, lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 64/2006 eða lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.
2. gr.
Fjármögnun hryðjuverkastarfsemi o.fl.
Aðilum hérlendis og íslenskum aðilum erlendis er óheimilt að:
a) |
fjármagna hryðjuverkastarfsemi, |
||
b) |
safna eða veita fé, með beinum eða óbeinum hætti, í þeim tilgangi eða með þeirri vitneskju að það verði notað til að fremja hryðjuverk og |
||
c) |
veita: |
||
i. |
aðilum, sem fremja hryðjuverk, gera tilraun til slíks, eiga aðild að hryðjuverkum eða auðvelda framkvæmd þeirra, |
||
ii. |
lögaðilum í eigu aðila skv. i-lið eða sem þeir ráða beint eða óbeint yfir og |
||
iii. |
aðilum, sem aðhafast fyrir hönd eða undir stjórn aðila skv. i-lið, |
||
aðgang að fjármunum eða efnahagslegum auði eða veita þeim fjármálaþjónustu eða aðra skylda þjónustu, með beinum eða óbeinum hætti, sbr. a-, b- og d-liði 1. mgr. ályktunar nr. 1373 (2001). |
Ákvæði 1. mgr. skulu ekki skerða réttindi þriðja aðila í góðri trú sbr. 5. tl. 8. gr. alþjóðasamnings um að koma í veg fyrir fjármögnun hryðjuverkastarfsemi (1999).
3. gr.
Landgöngubann o.fl.
Aðilum hérlendis og íslenskum aðilum erlendis er óheimilt að:
a) |
veita aðilum, sem taka þátt í hryðjuverkastarfsemi, nokkurn stuðning, beinan eða óbeinan, þ.m.t. með því að stuðla að liðssöfnun í hryðjuverkasamtök eða því að vopn komist í hendur hryðjuverkamanna og/eða |
|
b) |
veita griðastað þeim sem fjármagna, skipuleggja, styðja eða fremja hryðjuverk eða þeim sem veita slíkum aðilum griðastað. |
Aðilum, sem fjármagna, skipuleggja, stuðla að eða fremja hryðjuverk hérlendis eða erlendis, er óheimilt að dvelja hérlendis, koma til landsins eða hafa hér viðkomu, sbr. 2. mgr. ályktunar nr. 1373 (2001).
4. gr.
Frysting fjármuna.
Frysta skal fjármuni og efnahagslegan auð, sbr. c-lið 1. mgr. ályktunar nr. 1373 (2001), í eigu:
a) |
aðila sem fremja hryðjuverk, gera tilraun til slíks, eiga aðild að hryðjuverkum eða auðvelda framkvæmd þeirra, |
|
b) |
lögaðila í eigu aðila skv. a-lið eða sem þeir aðilar ráða beint eða óbeint yfir og |
|
c) |
aðila sem aðhafast fyrir hönd eða undir stjórn aðila skv. a-lið, þ.m.t. fjármuni sem stafa frá eða myndast af eignum aðila skv. a-lið eða eignum sem síðarnefndu aðilarnir ráða beint eða óbeint yfir, svo og tengdra einstaklinga og stofnana. |
5. gr.
Undanþágur frá öryggisaðgerð.
Ráðherra getur veitt undanþágur frá öryggisaðgerðum, sem gripið hefur verið til á grundvelli ályktana öryggisráðsins, af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum.
6. gr.
Viðurlög.
Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 93/2008 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skal sæta viðurlögum skv. 10. gr. laganna, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
7. gr.
Heimild.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.
8. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 867/2001 um ráðstafanir til að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1373 (2001) um aðgerðir til að hindra fjármögnun hryðjuverka.
Utanríkisráðuneytinu, 20. janúar 2009.
Össur Skarphéðinsson.
Benedikt Jónsson.