1. gr.
Almenn ákvæði.
Reglugerð þessi er sett til þess að framfylgja ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þvingunaraðgerðir varðandi Alþýðulýðveldið Kóreu nr. 1718 (2006) og 1874 (2009) og ákvörðunum framkvæmdanefndarinnar um þvingunaraðgerðir varðandi Alþýðulýðveldið Kóreu, sbr. ályktun nr. 1718 (2006).
Ákvarðanir framkvæmdanefndarinnar, þ.m.t. uppfærðir listar yfir aðila og hluti sem þvingunaraðgerðir beinast að eða varða, eftir því sem við á, eru birtar á vefsetri hennar (http://www.un.org/Docs/sc/committees/1718Template.htm).
Ákvæði reglugerðar nr. 119/2009 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skulu gilda um framkvæmd reglugerðar þessarar.
2. gr.
Bann við viðskiptum með kjarnbúnað o.fl.
Aðilum hérlendis og íslenskum aðilum erlendis er óheimilt að selja, miðla, útvega, flytja eða flytja út frá Íslandi eða með skipum, sem sigla undir íslenskum fána, eða með íslenskum loftförum, með beinum eða óbeinum hætti, eftirfarandi hluti til Alþýðulýðveldisins Kóreu, til afnota fyrir það eða í þágu þess, hvort sem þeir eru upprunnir hérlendis eða ekki:
sbr. a-lið 8. mgr. ályktunar nr. 1718 (2006).
Aðilum hérlendis og íslenskum aðilum erlendis er óheimilt að selja, miðla, útvega eða flytja til Íslands eða um Ísland eða með skipum, sem sigla undir íslenskum fána, eða með íslenskum loftförum, með beinum eða óbeinum hætti, þá hluti sem tilgreindir eru í a- og b-liðum 1. mgr.
Aðilum hérlendis og íslenskum aðilum erlendis er óheimilt að láta Alþýðulýðveldinu Kóreu í té tækniþjálfun, ráðgjöf, þjónustu eða aðra aðstoð sem tengist útvegun, framleiðslu, viðhaldi eða notkun þeirra hluta sem tilgreindir eru í a- og b-liðum 1. mgr., sbr. 8. mgr. ályktunar nr. 1718 (2006).
3. gr.
Vopnaviðskiptabann.
Vopnaviðskiptabann skal gilda gagnvart Alþýðulýðveldinu Kóreu, sbr. 8. mgr. ályktunar nr. 1718 (2006) og 9.-10. mgr. ályktunar nr. 1874 (2009).
4. gr.
Skoðunarheimild, upptaka farms og þjónustubann.
Sé réttmæt ástæða til að ætla að loftfar eða skip, sem er á leið til eða frá Alþýðulýðveldinu Kóreu og fer um íslenskt yfirráðasvæði, flytji hluti, sem bann er lagt við samkvæmt reglugerð þessari, er bærum stjórnvöldum rétt að skoða farminn, sbr. 11. mgr. ályktunar nr. 1874 (2009). Bærum stjórnvöldum er ennfremur rétt að skoða slíkan farm á úthöfum, með samþykki fánaríkis, sbr. 12. mgr. ályktunar nr. 1874 (2009).
Farmur, sem bann er lagt við samkvæmt reglugerð þessari og finnst í loftfari eða skipi skv. 1. mgr., skal gerður upptækur og honum eytt eða ráðstafað á annan hátt, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, sbr. 14. mgr. ályktunar nr. 1874 (2009).
Bannað er að þjónusta loftfar eða skip frá Alþýðulýðveldinu Kóreu, þ.m.t. að útvega eldsneyti eða aðföng, ef réttmæt ástæða er til að ætla að loftfarið eða skipið flytji hluti sem bann er lagt við samkvæmt reglugerð þessari, sbr. 17. mgr. ályktunar nr. 1874 (2009).
5. gr.
Landgöngubann.
Einstaklingum, sem öryggisráðið eða framkvæmdanefndin tilgreinir, sbr. V. viðauka, er óheimilt að koma til landsins eða hafa hér viðkomu, sbr. e-lið 8. mgr. ályktunar nr. 1718 (2006).
6. gr.
Frysting fjármuna og fjármálaþjónusta.
Frysta skal fjármuni og efnahagslegan auð í eigu aðila skv. V. viðauka eða sem eru viðriðnir kjarn-, skotflauga- eða gereyðingarvopnaáætlanir Alþýðulýðveldisins Kóreu.
Bannað er að veita fjármálaþjónustu eða yfirfæra fjármuni eða efnahagslegan auð til aðila skv. V. viðauka eða sem getur gagnast kjarn-, skotflauga- eða gereyðingarvopnaáætlunum Alþýðulýðveldisins Kóreu, sbr. 18. mgr. ályktunar nr. 1874 (2009).
7. gr.
Bann við fjárhagsaðstoð.
Bannað er að veita Alþýðulýðveldinu Kóreu styrki, fjárhagsaðstoð eða vildarlán, nema í mannúðarskyni eða til þróunar til þess að mæta með beinum hætti þörfum almennings eða til þess að stuðla að því að kjarnvæðingu landsins verði snúið við, sbr. 19. mgr. ályktunar nr. 1874 (2009).
8. gr.
Bann við útflutningsaðstoð.
Bannað er að veita opinberu fé til að styðja viðskipti við Alþýðulýðveldið Kóreu, þ.m.t. útflutningslán, útflutningsábyrgðir eða útflutningstryggingar, sem getur gagnast kjarn-, skotflauga- eða gereyðingarvopnaáætlunum Alþýðulýðveldisins Kóreu, sbr. 20. mgr. ályktunar nr. 1874 (2009).
9. gr.
Undanþágur frá þvingunaraðgerð.
Ráðherra getur veitt undanþágur frá þvingunaraðgerðum, sem gripið hefur verið til á grundvelli ályktana öryggisráðsins, af mannúðarástæðum eða öðrum ástæðum. Hann getur m.a. heimilað að efndir séu samningar eða að fullnægt sé öðrum réttindum og skyldum, sem fara í bága við reglugerð þessa, en stofnuðust fyrir gildistöku hennar.
10. gr.
Viðurlög.
Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 93/2008 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða skal sæta viðurlögum skv. 10. gr. laganna, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
11. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008 og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir varðandi Norður-Kóreu nr. 153/2009 ásamt síðari breytingum. Þó skulu I.-IV. viðaukar við reglugerð nr. 153/2009 halda gildi sínu. Tilvísanir í I.-IV. viðauka í þessari reglugerð eiga við þá.
Utanríkisráðuneytinu, 4. maí 2011.
Össur Skarphéðinsson.
Einar Gunnarsson.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)