Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

645/2021

Reglugerð um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1369 að því er varðar orkumerkingar uppþvottavéla til heimilisnota og um niðurfellingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1059/2010.

1. gr.

Eftirtalin reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB), sem vísað er til á eftir lið 4z í kafla IV í II. viðauka og lið 11z í IV. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2021, frá 19. mars 2021, um breyt­ingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IV. kafla II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2017, frá 11. mars 2019, um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1369 að því er varðar orku­merk­ingar uppþvottavéla til heimilisnota og um niðurfellingu á framseldri reglugerð framkvæmda­stjórnar­innar (ESB) nr. 1059/2010.

 

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2017 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 34/2021, 12. maí 2021, bls. 271.

 

3. gr.

Eftirtalin reglugerð er felld brott: Reglugerð nr. 382/2013, um gildistöku reglugerðar fram­kvæmda­stjórnarinnar (EB) nr. 1059/2010 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/EB að því er varðar orkumerkingar uppþvottavéla til heimilisnota.

 

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 13. gr. laga nr. 72/1994, um merkingar og upplýsinga­skyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun, öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. maí 2021.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Erla Sigríður Gestsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica