Umhverfisráðuneyti

139/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 586/2002 um efni sem eyða ósonlaginu. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna: "Hollustuverndar ríkisins" í 4. mgr. 5. gr. og hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur (í viðeigandi beygingarfalli): Umhverfisstofnun.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr.:

a)

1. mgr. orðast svo: Óheimilt er að hafa halón á slökkvikerfum í skipum eða endurhlaða þau með halóni.

b)

2. mgr. orðast svo: Meðferð, endurhleðsla og önnur þjónusta handslökkvitækja með halón 1211 er bönnuð. Handslökkvitækjum með halón 1211 skal skilað til viðurkenndrar móttökustöðvar fyrir spilliefni. Ákvæði þessarar málsgreinar tekur ekki til handslökkvitækja með halón 1211 til bráðanotkunar, sbr. 7. gr.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 29. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni með síðari breytingum og 4. tl. 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum.

Reglugerð þessi öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 10. febrúar 2006.

F. h. r.

Ingimar Sigurðsson.

Ingibjörg Halldórsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica