Umhverfisráðuneyti

545/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 697/2004 um takmörkun tiltekinna efna í raftækjum. - Brottfallin

1. gr.

1. gr. orðast svo:

Markmið reglugerðar þessarar er að takmarka notkun tiltekinna skaðlegra efna og efnasambanda í raftækjum og stuðla þannig að verndun heilsu manna og minna álagi á umhverfið vegna endurnýtingar og förgunar raftækja.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:

a) Stafliður b) orðast svo:

endurselur raftæki undir eigin vörumerki sem aðrir framleiða, en endursöluaðilinn telst þó ekki vera framleiðandi ef vörumerki framleiðandans er á búnaðinum sbr. a liður, eða,

b) Stafliður c) orðast svo:

flytur raftæki inn eða út af EES-svæðinu í atvinnuskyni.

c) 2. mgr. fellur niður.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr.:

a) 1. mgr. orðast svo:

Óheimilt er að framleiða, flytja inn, flytja út, dreifa eða selja ný raftæki sem innihalda efni og efnasambönd sem talin eru upp í 1. mgr. 2. gr.

b) Við bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að flytja inn, dreifa og selja raftæki sem afhent hafa verið frá framleiðanda og markaðssett á EES-svæðinu fyrir 1. júlí 2006.

4. gr.

Í stað texta í viðauka II, Notkun á blýi, kvikasilfri, kadmíum og sexgildu krómi sem undanþegið er banni samkvæmt 1. mgr. 4. gr. reglugerðar þessarar, kemur texti sbr. fylgiskjal við reglugerð þessa.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum og 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á ákvörðunum 2005/618/EB, 2005/717/EB, 2005/747/EB og 2006/310/EB sem vísað er til í tl. 12q, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 147/2003, þann 8. nóvember 2003.

Reglugerðin öðlast gildi 1. júlí 2006.

Umhverfisráðuneytinu, 29. júní 2006.

F. h. r.

Ingimar Sigurðsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica