Umhverfisráðuneyti

697/2004

Reglugerð um takmörkun tiltekinna efna í raftækjum. - Brottfallin

Markmið.
1. gr.

Markmið reglugerðar þessarar er að takmarka notkun tiltekinna skaðlegra efna og efnasambanda í raftækjum og stuðla þannig að vernd heilsu manna og minna álagi á umhverfið vegna endurnýtingar og förgunar rafækja.


Gildissvið.
2. gr.

Ákvæði reglugerðar þessarar taka til raftækja sem talin eru upp í viðauka I við reglugerð þessa og einstakra hluta þeirra, ef í þeim eru einhver eftirtalinna efna eða efnasambönd þeirra: Blý, kvikasilfur, kadmíum, sexgilt króm, fjölbrómbífenýl (PBB: polybrominated biphenyls) eða fjölbrómdífenýleter (PBDE: polybrominated diphenyl ethers).

Reglugerð þessi nær ekki til varahluta til viðgerða á raftækjum sem eru markaðssett fyrir gildistöku reglugerðar þessarar eða til endurnotkunar á raftækjum.


Orðskýringar.
3. gr.

Framleiðandi: aðili sem;

a) framleiðir og selur raftæki undir eigin vörumerki,
b) endurselur raftæki sem aðrir framleiða undir eigin vörumerki, eða,
c) flytur raftæki inn á EES-svæðið.

Markaðssetning:

innflutningur, dreifing eða sala raftækja.

Raftæki: búnaður sem tiltekinn er í viðauka I, sem þarf rafstraum eða rafsegulsvið til að starfa og búnaður til að framleiða, flytja og/eða mæla slíkan rafstraum eða rafsegulsvið. Búnaðurinn skal vera hannaður til notkunar við rafspennu sem fer ekki yfir 1000 volt þegar um riðstraum er að ræða og ekki yfir 1500 volt þegar um jafnstraum er að ræða.


Takmarkanir.
4. gr.

Óheimilt er að markaðssetja ný raftæki sem innihalda efni og efnasambönd sem talin eru upp í 1. mgr. 2. gr.

Bann samkvæmt 1. mgr. nær ekki til þeirra raftækja sem talin eru upp í viðauka II við reglugerð þessa.


Förgun.
5. gr.

Um förgun raftækja sem innihalda blý, kvikasilfur, kadmíum, sexgilt króm, fjölbrómbífenýl eða fjölbrómdífenýleter gilda lög nr. 162/2002 um úrvinnslugjald, lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerðir settar samkvæmt þeim.


Eftirlit.
6. gr.

Heilbrigðisnefnd sveitarfélaga, undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar, hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.


Viðurlög.
7. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.


Gildistaka.
8. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum og 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun 2002/95/EB, sem vísað er til í tl. 12q, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 147/2003, þann 8. nóvember 2003.

Reglugerðin öðlast gildi l. júlí 2006.


Umhverfisráðuneytinu, 11. ágúst 2004.

F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir.



VIÐAUKI I
Raftæki sem falla undir gildissvið reglugerðar þessarar.

Raftæki Vörur sem reglugerð þessi gildir um:
1 Stór heimilistæki Stór kælitæki; kæliskápar; frystar; önnur stór tæki notuð til kælingar,
varðveislu og geymslu matvæla; þvottavélar; þurrkarar; uppþvottavélar;
eldunartæki; rafmagnsarnar; rafmagnshellur; örbylgjuofnar; önnur stór
tæki notuð til eldunar og annarrar vinnslu matvæla;
rafmagnshitunartæki; rafmagnsofnar; önnur stór tæki til að hita upp
herbergi, rúm eða sæti; rafmagnsviftur; loftkælingar; annar viftu-,
loftræsti- og loftkælingarbúnaður.
2 Lítil heimilistæki Ryksugur; teppahreinsarar; önnur hreingerningartæki; tæki sem notuð
eru til að sauma, prjóna, vefa og til annarrar textílvinnslu; straujárn og
önnur tæki sem notuð eru til að strauja, rulla og hirða um fatnað á annan
hátt; brauðristar; steikarpönnur; kvarnir, kaffivélar og búnaður til að
opna eða innsigla ílát eða umbúðir; rafmagnshnífar; hárskurðartæki,
hárþurrkur, rafmagnstannburstar, rakvélar, nuddtæki og önnur tæki
notuð til snyrtingar; klukkur, armbandsúr og búnaður til að mæla, gefa til
kynna eða skrá tíma; vogir.
3 Upplýsingatækni- og
fjarskiptabúnaður
Miðlæg gagnvinnsla; stórtölvur; smátölvur; prenttæki; einka- og
fartölvur (móðurborð, örgjörvi, mús, skjár og lyklaborð meðtalið);
fistölvur; lófatölvur; prentarar; afritunarbúnaður; rafmagns- og
rafeindaritvélar; vasa- og borðreiknivélar og önnur tæki og búnaður til
að safna, geyma, vinna úr, setja fram eða miðla upplýsingum með
rafrænum hætti; endabúnaður og -kerfi notanda; bréfasímar; fjarritar;
símar; símasjálfsalar; þráðlausir símar; farsímar; símsvarar og önnur
tæki eða búnaður til að flytja hljóð, myndir eða aðrar upplýsingar með
fjarskiptatækni.
4 Neytendabúnaður Útvarpstæki; sjónvarpstæki; myndbandsupptökutæki; myndbandstæki;
hi-fi-upptökutæki; magnarar; hljóðfæri og önnur tæki eða búnaður sem
notaður er til hljóð- eða myndupptöku eða –flutnings, þ.m.t. merki eða
annars konar tækni við dreifingu hljóðs og myndar en með fjarskiptum
5 Ljósabúnaður Ljós; aflangir flúrlampar; háþrýstiúrhleðslulampar, þ.m.t.
háþrýstinatríumlampar og málmhalógenlampar; lágþrýstinatríumlampar;
annars konar ljós eða ljósabúnaður sem þjónar þeim tilgangi að dreifa
ljósi eða takmarka ljós, að frátöldum glóðarperum.
6 Raf- og rafeindatæki
(að frátöldum föstum tækjum til iðnaðar)
Borar; sagir; saumavélar; búnaður til að renna, sverfa, slípa, fínpússa,
saga, skera, klippa, bora, hola, gata, brjóta saman, beygja eða vinna
timbur, málma eða önnur efni á svipaðan hátt; verkfæri til að hnoða,
negla eða skrúfa eða fjarlægja hnoð, nagla og skrúfur eða til svipaðra
nota; tæki til að logsjóða eða lóða eða til svipaðra nota; búnaður til
sprautunar, dreifingar, úðunar eða annarrar meðhöndlunar með vökva
eða loftkenndum efnum; sláttutæki eða önnur tæki til garðvinnu.
7 Leikföng, tómstunda-,
íþrótta- og útivistar-
búnaður
Rafknúnar lestir og bílabrautir; handstjórnborð myndbandsleikja;
skjáleikir; tölvur til hjólreiða, köfunar, hlaupa, róðrar o.s.frv., íþrótta- og
útivistarbúnaður með raf- eða rafeindahlutum; spilakassar.
10 Sjálfsalar Sjálfsalar fyrir heita drykki; sjálfsalar fyrir heita eða kalda drykki í
flöskum eða dósum; sjálfsalar fyrir vörur í föstu formi; sjálfsalar til að
skipta peningum; öll tæki sem afhenda sjálfvirkt hvers konar vörur.



VIÐAUKI II
Notkun á blýi, kvikasildri, kadmíum og sexgildu krómi sem undanþegið er banni
samkvæmt 1. mgr. 4. gr. reglugerðar þessarar.

Efni Notkun Hámarksmagn Gildistími
undanþágu
1. Kvikasilfur Í samþjöppuðum flúrlömpum í magni
jafnt eða lægra en 5 mg á hverja
flúrperu.
2. Kvikasilfur Í aflöngum flúrlömpum til almennra
nota með magni jafnt eða lægra en
eftirtalið í hverjum lampa;
- halógenfosföt
- trífosföt með eðlilegan
- líftíma
- trífosföt með langan líftíma


10 mg

5 mg
8 mg
3. Kvikasilfur Í aflöngum flúrlömpum til sértækra
nota.
4. Kvikasilfur Í öðrum lömpum sem ekki eru
sérstaklega tilgreindir í þessum
viðauka.
5. Blý Í gleri katóðumyndlampa,
rafrásarhlutum og flúrlamparörum.
6. Blý sem málmblendi í;
- stál,

- ál,

- kopar.

0,35% þyngdarhlutfall af blýi,
0,4% þyngdarhlutfall af blýi
4% þyngdarhlutfall af
blýi.
7. Blý - í lóðmálmi með hátt
bræðslumark (þ.e. tin-blý
lóðmálmblendi sem
innihalda meira en 85% blý),
- sem blý í lóðmálmi fyrir
netþjóna og
gagnageymslusvæði
netþjóna,
- blý í lóðmálmi fyrir
grunnnetkerfi fyrir rofa,
merkjakerfi, sendingar sem
og netstjórnun fjarskipta,
- blý í keramik rafeindahlutum
(t.d. þrýstirafeindahlutum –
(piezo)).





1. janúar 2010
8. Kadmíum Í málmhúðun nema þar sem slíkt er
bannað samkvæmt reglugerð um
notkun og bann við notkun kadmíums
og efnasambanda þess.
9. Sexgilt
króm
Sem tæringarvörn í stálkælikerfum
ísogskæla.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica