Umhverfisráðuneyti

553/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. mgr. í ákvæði til bráðabirgða bætist eftirfarandi setning við:

Vörur sem framleiddar eru fyrir 25. nóvember 2005 og eru ekki í samræmi við ákvæði í 12., 13. gr. og viðauka 4 mega vera á markaði þar til birgðir klárast en þó eigi lengur en til 1. janúar 2008.

2. gr.

Í viðauka 4, lista 2, í flokknum fiskur, kemur eftirfarandi setning í stað fyrsta liðar:

Fiskigelatín notað sem burðarefni fyrir vítamín eða við gerð karótenóíð og bragðefni.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, sbr. lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum og til innleiðingar á tilskipun nr. 2005/63/EB sem vísað er til í 4. tl. XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópskt efnahagssvæði og breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46 frá 28. apríl 2006.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 20. júní 2006.

F. h. r.

Ingimar Sigurðsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica