Umhverfisráðuneyti

465/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 735/1997 um ungbarnablöndur og stoðblöndur. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. gr. bætist:
Varnarefnaleifar eru leifar af varnarefnum í ungbarnablöndum og stoðblöndum ásamt umbrots-, niðurbrots- eða myndefnum þeirra.


2. gr.

Í stað 3. gr. kemur:
Ungbarnablöndur og stoðblöndur skulu ekki innihalda nein efni í því magni að heilsu ungbarna og smábarna geti stafað hætta af. Samanlagt magn varnarefnaleifa skal ekki vera hærra en 0,01 mg/kg af vörunni, eins og hún er framleidd tilbúin til neyslu eða blönduð samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda. Aðferðir við greiningu á magni varnarefnaleifa skulu vera almennt viðurkenndar og staðlaðar.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka, XII. kafla, tilskipunar nr. 1999/50/EB.


Ákvæði til bráðabirgða.

Veittur er frestur til 1. júlí 2002 til að koma á nauðsynlegum breytingum. Hafi breytingar til samræmis við ákvæði reglugerðarinnar ekki verið gerðar að þeim tíma liðnum er sala vörunnar óheimil.


Umhverfisráðuneytinu, 20. júní 2000.

Siv Friðleifsdóttir.
Magnús Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica