Umhverfisráðuneyti

735/1997

Reglugerð um ungbarnablöndur og stoðblöndur - Brottfallin

I. KAFLI

Gildissvið og skilgreiningar.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um ungbarnablöndur og stoðblöndur (svo sem þurrmjólk) fyrir heilsuhraust ungbörn og smábörn. Ákvæði hennar ná þó ekki til slíkra vara sem ætlaðar eru til útflutnings til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins.

2. gr.

Merking orða í reglugerð þessari eru sem hér segir:

Ungbörn eru börn yngri en 12 mánaða.

Smábörn eru börn á aldrinum eins til þriggja ára.

Ungbarnablanda er sérfæði sem fullnægir næringarþörf ungbarna fyrstu fjóra til sex mánuði ævinnar.

Stoðblanda er sérfæði sem er meginhluti af fljótandi fæði ungbarna eldri en fjögurra mánaða.

Ungbarnamjólk er ungbarnablanda sem eingöngu er framleidd úr kúamjólkurpróteinum.

Mjólkurstoðblanda er stoðblanda sem eingöngu er framleidd úr kúamjólkurpróteinum.

Sérfæði eru matvæli sem vegna tiltekinnar samsetningar eða framleiðsluaðferðar eru ætluð einstaklingum sem hafa sérstakar næringarfræðilegar þarfir. Það skal vera auðkennanlegt frá öðrum matvælum og uppfylla tiltekin næringarfræðileg skilyrði, sbr. reglugerð nr. 446/1994 um sérfæði.

Efnagildi próteina er lægsta hlutfall sem mælist milli magns lífsnauðsynlegrar amínósýru í því próteini sem mælt er og magns tilsvarandi amínósýru í viðmiðunarpróteini.

II. KAFLI

Samsetning.

3. gr.

Ungbarnablöndur og stoðblöndur skulu ekki innihalda nein efni í því magni að heilsu ungbarna geti stafað hætta af. Vörur þessar skulu framleiddar þannig að einungis þurfi að bæta í þær vatni fyrir neyslu.

4. gr.

Ungbarnablöndur og stoðblöndur er eingöngu heimilt að framleiða úr próteinum og öðrum innihaldsefnum sem viðurkennd eru, samkvæmt niðurstöðum vísindalegra rannsókna, sem sérfæði fyrir ungbörn og smábörn. Við framleiðsluna skal eingöngu nota þau orku- og bætiefni sem skilgreind eru í viðaukum 1-6 ásamt tilgreindum skilyrðum.

III. KAFLI

Merking og markaðssetning.

5. gr.

Merking skal vera í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 588/1993 um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla, með síðari breytingum, og reglugerðar nr. 446/1994 um sérfæði og þær viðbætur sem um getur í þessari reglugerð. Ákvæði um merkingar samkvæmt þessari reglugerð gilda einnig um auglýsingar og kynningar á ungbarnablöndum og stoðblöndum.

6. gr.

Heiti þeirra vara sem hér um ræðir skal eftir því sem við á vera „ungbarnablanda“ eða {stoðblanda“ og merkjast á íslensku. Þegar um er að ræða vörur sem eingöngu eru framleiddar úr kúamjólk skal merkja þær sem „ungbarnamjólk“ eða „mjólkurstoðblanda“.

7. gr.

Ungbarnablöndur skulu merktar með eftirfarandi upplýsingum á íslensku:

 1.        Merkingin „Áríðandi“ eða sambærilegt hugtak ásamt upplýsingum um ágæti brjóstagjafar. Merkingin skal vera greinileg og taka skal fram að leita beri ráðgjafar hjá fagfólki sem annast mæðra- og ungbarnavernd.

 2.        Yfirlýsingu þess efnis að varan sé ætluð sem sérfæði fyrir ungbörn sem ekki eru höfð á brjósti.

 3.        Nákvæmar leiðbeiningar um blöndun ásamt aðvörun um hættu samfara rangri blöndun.

 4.        Upplýsingar um að þegar ungbarnablöndur án viðbætts járns eru gefnar ungbörnum eldri en fjögurra mánaða er nauðsynlegt að fullnægja járnþörf þeirra með öðrum hætti.

8. gr.

Óheimilt er að gefa í skyn að ungbarnablöndur geti jafngilt móðurmjólk eða verið á nokkurn hátt betri. Einungis er heimilt að nota þær fullyrðingar sem uppfylla þau skilyrði sem fram koma í viðauka 7.

Við merkingu og markaðssetningu á ungbarnablöndum má ekki nota myndir af ungbörnum né nokkuð sem hvetur til notkunar á blöndunum. Hins vegar er leyfilegt að hafa skýringarmyndir er gefa til kynna um hvaða fæðutegund er að ræða og hvernig hún skuli meðhöndluð.

9. gr.

Stoðblöndur skulu merktar með eftirfarandi upplýsingum á íslensku:

 1.        Yfirlýsingu þess efnis að varan sé aðeins ætluð sem sérfæði fyrir ungbörn eldri en fjögurra mánaða og að hún komi ekki í stað móðurmjólkur fyrir ungbörn fyrstu fjóra mánuðina.

 2.        Nákvæmar leiðbeiningar um blöndun ásamt aðvörun um hættu samfara rangri blöndun.

 3.        Að stoðblandan sé eingöngu ætluð sem hluti af fjölbreyttu mataræði barnsins.

10. gr.

Við merkingu ungbarnablandna og stoðblandna skal tilgreina orkugildi vörunnar (kJ og kkal) og magn (g) próteina, fitu og kolvetna í 100 ml af blöndu tilbúinni til neyslu. Einnig skal magn þeirra steinefna og vítamína sem getið er um í viðaukum 1 og 2 koma fram og þar sem við á, magn kólíns, ínósítóls, karnitíns og táríns. Magn skal gefið upp í þyngdareiningum (g, mg, µg).

Auk þess er heimilt að fram komi magn þeirra bætiefna sem upp eru talin í viðauka 3 og ekki er gerð krafa um að merkja samkvæmt 1. mgr. Magn skal gefið upp í þyngdareiningum í 100 ml af blöndu tilbúinni til neyslu.

Einnig er heimilt að merkja umbúðir fyrir stoðblöndur með prósentuhlutfalli þeirra bætiefna sem fram koma í viðauka 8, reiknað út frá þeim viðmiðunargildum sem þar eru tilgreind. Skilyrði fyrir slíka merkingu er að hlutfallið sé eigi lægra en 15% af viðmiðunargildinu í 100 ml af tilbúinni blöndu.

11. gr.

Einungis er heimilt að auglýsa ungbarnablöndur í sérritum um umönnun ungbarna og vísindaritum sem byggja á viðurkenndum rannsóknum.

Óheimilt er að auglýsa á sölustöðum, afhenda sýnishorn eða beita öðrum söluhvetjandi ráðum til að hafa áhrif á sölu ungbarnablandna í smásölu, t.d. með sérútstillingum, afsláttarmiðum, verðlaunum, söluherferðum, sölu undir kostnaðarverði eða sértilboðum. Þetta gildir einnig um hvers konar markaðssetningu beint eða óbeint í gegnum aðila innan heilsugæslunnar. Einnig er óheimilt að markaðssetja eða á nokkurn hátt gefa til kynna að önnur vara en ungbarnablanda geti ein og sér fullnægt næringarþörfum ungbarna fyrstu fjóra til sex mánuði ævinnar.

IV. KAFLI

Eftirlit og gildistaka.

12. gr.

Innlendur framleiðandi eða innflytjandi er ábyrgur fyrir því að þær vörur sem um getur í 1. gr. séu í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar og almenn ákvæði um hollustuhætti matvæla. Óheimilt er að dreifa vörum sem ekki uppfylla ákvæði reglugerðarinnar.

13. gr.

Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hver á sínum stað, eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt.

14. gr.

Með brot gegn reglugerð þessari skal farið samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, ásamt síðari breytingum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Með mál sem rísa út af brotum gegn reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.

15. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka, XII. kafla, tilskipun 91/321/EBE um ungbarnablöndur og stoðblöndur og tilskipun 96/4/EB um breytingu á tilskipun 91/321.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Fyrir vörutegundir sem eru hér á markaði við gildistöku þessarar reglugerðar og sem ekki eru í samræmi við ákvæði hennar, er veittur frestur til 1. janúar 1999 til að koma á nauðsynlegum breytingum. Hafi breytingar til samræmis við ákvæði reglugerðarinnar ekki verið gerðar að þeim tíma liðnum er sala vörunnar óheimil.

Umhverfisráðuneytinu, 16. desember 1997.

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson.

Viðauki I

Samsetning ungbarnablandna.

EFTIRFARANDI GILDI MIÐAST VIÐ BLÖNDUR TILBÚNAR TIL NEYSLU.

1. Orka

            Lágmark                       Hámark

            250 kJ1)/100 ml           315 kJ/100 ml

            (60 kkal/100 ml)           (75 kkal/100 ml)

2. Prótein

            Prótein = köfnunarefni x 6,38, fyrir kúamjólkurprótein.

            Prótein = köfnunarefni x 6,25, fyrir hrein sojaprótein og prótein sem eru að hluta

            vatnsrofin.

2.1.      Blanda framleidd úr kúamjólkurpróteinum (ungbarnamjólk).

            Lágmark                       Hámark

            0,45 g/100 kJ               0,7 g/100 kJ

            (1,8 g/100 kkal)           (3 g/100 kkal)

            Miðað við sama orkugildi skal magn af lífsnauðsynlegum amínósýrum fyrir ungbörn vera álíka mikið og í viðmiðunarpróteininu, sbr. viðauka 4. Við útreikninga er heimilt að leggja saman magn meþíóníns og systíns.

2.2.      Blanda framleidd úr próteinum sem eru að hluta til vatnsrofin.

            Lágmark                       Hámark

            0,56 g/100 kJ               0,7 g/100 kJ

            (2,25 g/100 kkal)         (3 g/100 kkal)

            Miðað við sama orkugildi skal magn af lífsnauðsynlegum amínósýrum fyrir ungbörn vera álíka mikið og í viðmiðunarpróteininu, sbr. viðauka 4. Við útreikninga er heimilt að leggja saman magn meþíóníns og systíns.

            Nýtnihlutfall (PER og NPU)2) skal að minnsta kosti jafngilda nýtnihlutfalli fyrir kasein.

            Magn táríns skal ekki vera minna en 10 µmól/100 kJ (42 µmól/100 kkal).

            Magn L-karnitíns skal ekki vera minna en 1,8 µmól/100 kJ (7,5 µmól/100 kkal).

2.3.      Blanda framleidd úr sojapróteinum eða blöndu af sojapróteinum og kúamjólkurpróteinum.

            Lágmark                       Hámark

            0,56 g/100 kJ               0,7 g/100 kJ

            (2,25 g/100 kkal)         (3 g/100 kkal)

            Einungis skal nota hrein sojaprótein við framleiðslu þessara blandna. Efnagildið skal jafngilda minnst 80% af efnagildi viðmiðunarpróteins, sbr. viðauka 5.

            Miðað við sama orkugildi skal magn af meþíóníni vera álíka mikið og í viðmiðunarpróteininu, sbr. viðauka 4. Magn L-karnitíns skal ekki vera minna en 1,8 µmól/100 kJ (7,5 µmól/100 kkal).

            Einungis er heimilt að bæta við amínósýrum í ungbarnablöndur í þeim tilgangi að auka næringargildi próteinanna og þá aðeins í því magni sem nauðsynlegt er.

3. Fita

            Lágmark                       Hámark

            1,05 g/100 kJ               1,5 g/100 kJ

            (4,4 g/100 kkal)           (6,5 g/100 kkal)

3.1.      Óheimilt er að nota sesamolíu og baðmullarfræsolíu.

3.2       Viðmiðunargildi fyrir fitusýrur.

 

Lágmark

Hámark

Lársýra

---

15% af heildarmagni fitu

Mýristiksýra

---

15% af heildarmagni fitu

Línólsýra *

70 mg/100 kJ

285 mg/100 kJ

 

(300 mg/100 kkal)

(1200 mg/100 kkal)

Alfa-línólensýra

12 mg/100 kJ

 

 

(50 mg/100 kkal)

---

* Á formi glýseríða.

           

3.3.      Hlutfall línólsýru og alfa-línólensýru skal ekki vera minna en 5 og ekki meira en 15.

3.4.      Hlutfall trans-fitusýra skal ekki vera meira en 4% af heildarmagni fitu.

3.5.      Hlutfall erukasýru skal ekki vera meira en 1% af heildarmagni fitu.

3.6.      Heimilt er að bæta í ungbarnablöndur löngum fjölómettuðum fitusýrum (20 til 22             kolvetni).

Í þeim tilvikum skal magn þeirra ekki vera meira en:

- 1% af heildarmagni fitu fyrir n-3 fjölómettaðar fitusýrur.

- 2% af heildarmagni fitu fyrir n-6 fjölómettaðar fitusýrur (1% af heildarfitu fyrir arakídónsýru).

Magn EPA (eicosapentaenoic acid; 20:5, n-3) skal ekki vera meira en DHA (docosahexaenoic acid; 22:6, n-3).

4. Kolvetni

Lágmark                                   Hámark

            1,7 g/100 kJ                 3,4 g/100 kJ

            (7 g/100 kkal)              (14 g/100 kkal)

4.1.      Einungis er heimilt að nota eftirtalin kolvetni:

            - laktósa

            - maltósa

            - súkrósa

            - maltódextrín

            - glúkósasíróp eða þurrkað glúkósasíróp

            - forsoðna sterkju (án glútens)

            - hleypta sterkju (án glútens).

4.2.      Viðmiðunargildi fyrir kolvetni.

 

Lágmark

Hámark

Laktósi*

0,85 g/100 kJ

---

 

(3,5 g/100 kkal)

---

Súkrósi

---

20% af heildarmagni kolvetna

Forsoðin sterkja og/eða hleypt sterkja

---

2 g/100 ml og 30% af kolvetna heildarmagni

* Gildir ekki um blöndur þar sem sojaprótein eru yfir 50% af heildarmagni próteina.

           

5. Steinefni

5.1.      Blanda framleidd úr kúamjólkurpróteinum (ungbarnamjólk).                  

                       

 

Í 100 kJ

Í 100 kkal

 

Lágmark

Hámark

Lágmark

Hámark

Natríum (mg)

5

14

20

60

Kalíum (mg)

15

35

60

145

Klóríð (mg)

12

29

50

125

Kalsíum (mg)1)

12

--

50

--

Fosfór (mg)1)

6

22

25

90

Magníum (mg)

1,2

3,6

5

15

Járn (mg)2)

0,12

0,36

0,5

1,5

Sink (mg)

0,12

0,36

0,5

1,5

Kopar (µg)

4,8

19

20

80

Joð (µg)

1,2

--

5

--

Selen (µg)3)

--

0,7

--

3

1) Hlutfall kalsíums og fosfórs skal vera lægst 1,2 og hæst 2,0.

2) Mörkin gilda um blöndur með viðbættu járni.

3) Mörkin gilda um blöndur með viðbættu seleni.

5.1.      Blanda framleidd úr sojapróteinum eða blöndu af sojapróteinum og

            kúamjólkurpróteinum.

            Sjá lið 5.1. að undanskildu járni og sinki.

                       

 

Í 100 kJ

Í 100 kkal

 

Lágmark

Hámark

Lágmark

Hámark

Járn (mg)

0,25

0,5

1,0

2,0

Sink (mg)

0,18

0,6

0,75

2,4

6. Vítamín

                                               

 

Í 100 kJ

Í 100 kkal       

 

Lágmark

Hámark

Lágmark

Hámark

A vítamín (µg RJ)1)

14

43

60

180

D vítamín (µg)2)

0,25

0,65

1

2,5

Þíamín (µg)                              

10

 

40

 

Ríbóflavín (µg)             

14

 

60

 

Níasín (mg NJ)3)

0,2

 

0,8

 

Pantóþensýra (µg)                    

70

 

300

 

B6 vítamín (µg)

9

 

35

 

Bíótín (µg)                     

0,4

 

1,5

 

Fólasín (µg)                              

1

 

4

 

B12 vítamín (µg)

0,025

 

0,1

 

C vítamín (mg)

1,9

 

8

 

K vítamín (µg)

1

 

4

 

E vítamín (mg a TJ)4)

0,15)

 

0,55)

 

1) A-vítamín gefið upp sem retinól jafngildi. RJ = 3,33 alþjóðaeiningar (a.e.).

2) D-vítamín gefið upp sem kólekalsíferól. 10 µg = 400 a.e.

3) Níasín gefið upp sem níasín jafngildi. NJ = 1 mg níkótínsýra + 1 mg tryptofan/60.

4) E-vítamín gefið upp sem a-tókóferól jafngildi. a-TJ = 1 mg d-a-tókóferól.

5) Þó aldrei lægra en 0,5 mg a-TJ/g af fjölómettuðum fitusýrum, reiknað sem línólsýra.

7. Núkleótíð

                                                            Hámark*

                       

 

(mg/100 kJ)

(mg/100 kkal)

Cytidín 5´-mónófosfat

0,60

2,50

Uridín 5´-mónófosfat

0,42

1,75

Adenósín 5´-mónófosfat

0,36

1,50

Guanósín 5´-mónófosfat

0,12

0,50

Inósín 5´-mónófosfat

0,24

1,00

* Heildarmagn núkleótíða skal ekki vera meira en 1,2 mg/100 kJ (5 mg/100 kkal).

 

Viðauki II

Samsetning stoðblandna.

            EFTIRFARANDI GILDI MIÐAST VIÐ BLÖNDUR TILBÚNAR TIL NEYSLU.

1. Orka

            Lágmark                       Hámark

            250 kJ/100 ml              335 kJ/100 ml

            (60 kkal/100 ml)           (80 kkal/100 ml)

2. Prótein

Prótein = köfnunarefni x 6,38, fyrir kúamjólkurprótein.

Prótein = köfnunarefni x 6,25, fyrir hrein sojaprótein.

           

            Lágmark                       Hámark

            0,5 g/100 kJ                 1 g/100 kJ

            (2,25 g/100 kkal)         (4,5 g/100 kkal)

            Efnagildi próteinanna skal jafngilda minnst 80% af efnagildi viðmiðunarpróteins (kasein eða brjóstamjólkurprótein, sbr. viðauka 5).

            Í blöndur sem framleiddar eru úr sojapróteinum eða blöndum af sojapróteinum og kúamjólkurpróteinum má eingöngu nota hrein sojaprótein.

            Einungis er heimilt að bæta við amínósýrum í þeim tilgangi að auka næringargildi próteinanna og þá aðeins í því magni sem nauðsynlegt er. Fyrir sama orkugildi skal blandan innihalda álíka mikið magn af meþíóníni og móðurmjólkurprótein, sbr. viðauka IV.

           

3. Fita

            Lágmark                       Hámark

            0,8 g/100 kJ                 1,5 g/100 kJ

            (3,3 g/100 kkal)           (6,5 g/100 kkal)

3.1.      Óheimilt er að nota sesamolíu og baðmullarfræsolíu.

3.2.      Viðmiðunargildi fyrir fitusýrur.

                       

 

Lágmark

Hámark

Lársýra

---

15% af heildarmagni fitu

Mýristiksýra

---

15% af heildarmagni fitu

Línólsýra*

70 mg/100 kJ

---

 

(300 mg/100 kkal)

 

* Á formi glýseríða, gildir fyrir stoðblöndur sem innihalda jurtaolíur.

3.3.      Magn trans-fitusýra skal ekki vera meira en 4% af heildarmagni fitu.

3.4.      Magn erukasýru skal ekki vera meira en 1% af heildarmagni fitu.

4. Kolvetni

            Lágmark                       Hámark

            1,7 g/100 kJ                 3,4 g/100 kJ

            (7 g/100 kkal)              (14 g/100 kkal)

4.1.      Við framleiðslu er óheimilt að nota efni sem innihalda glúten.

4.2.      Laktósi.

            Lágmark 0,45 g/100 kJ (1,8 g/100 kkal).

Gildir ekki um blöndur þar sem sojaprótein eru yfir 50% af heildarmagni próteina.

4.3.      Súkrósi, frúktósi, hunang.

Hámark 20% af heildarmagni kolvetna, fyrir hvern þátt eða blöndu þeirra.

                                   

5. Steinefni

5.1.      Viðmiðunargildi fyrir járn og joð.

                       

 

Í 100 kJ

Í 100 kkal

 

Lágmark

Hámark

Lágmark

Hámark

Járn (mg)

0,25

0,5

1

2

Joð (µg)

1,2

--

5

--

5.2.      Sink.

5.2.1.   Blanda sem einungis er framleidd úr kúamjólk.

            Lágmark 0,12 mg/100 kJ (0,5 mg/100 kkal).

5.2.2.   Stoðblanda sem inniheldur sojaprótein eða blöndu af sojapróteinum og kúamjólkurpróteinum.

            Lágmark 0,18 mg/100 kJ (0,75 mg/100 kkal).

5.3.      Önnur steinefni.

            Magnið skal samsvara því sem er í kúamjólk, sbr. viðauka 6, en þar sem við á skal magn steinefna lækkað til samræmis við hlutfall milli magns próteina í blöndunni og próteina í kúamjólk.

5.4.      Hlutfall kalsíums og fosfórs skal ekki vera hærra en 2,0.

6. Vítamín

                                                                                               

 

Í 100 kJ

Í 100 kkal

 

Lágmark

Hámark

Lágmark

Hámark

A-vítamín (µg-RJ)1)

14

43

60

180

D-vítamín (µg)2)

0,25

0,75

1

3

C-vítamín (mg)

1,9

--

8

--

E-vítamín (mg a-TJ)3)

0,14)

 

0,54)

 

1) A-vítamín gefið upp sem retinól jafngildi. RJ = 3,33 alþjóðaeiningar (a.e.).

2) D-vítamín gefið upp sem kólekalsíferól. 10 µg = 400 a.e.

3) E-vítamín gefið upp sem a-tókóferól jafngildi. a-TJ = 1 mg d-a-tókóferól.

4) Þó aldrei lægra en 0,5 mg a-TJ /g af fjölómettuðum fitusýrum, reiknað sem línólsýra).

7. Núkleótíð

Hámark*

(mg/100 kJ)

(mg/100 kkal)

Cytidín 5´-mónófosfat

0,6

2,5

Uridín 5´-mónófosfat

0,42

1,75

Adenósín 5´-mónófosfat

0,36

1,5

Guanósín 5´-mónófosfat

0,12

0,5

Inósín 5´-mónófosfat

0,24

1,0

* Heildarmagn núkleótíða skal ekki vera meira en 1,2 mg/100 kJ (5 mg/100 kkal).

Viðauki III

Bætiefni sem heimilt er að nota við framleiðslu á ungbarnablöndum

og stoðblöndum.

Nánari skilyrði geta komið fram í viðaukum 1 og 2.

A-vítamín         Retinýlasetat

                        Retinýlpalmítat

                        Beta-karótín

                        Retinól

D-vítamín         D2-vítamín (ergókalsíferól)

                        D3-vítamín (kólekalsíferól)

B1-vítamín        Þíamínhýdróklóríð

                        Þíamínmónónítrat

B2-vítamín        Ríbóflavín

                        Natríumríbóflavín-5´-fosfat

Níasín               Nikótínamíð

                        Nikótínsýra

B6-vítamín        Pyridoxínhýdróklóríð

                        Pyridoxín-5´-fosfat

Fólat                Fólasín

Pantóþensýra    Kalsíum-D-pantóþenat

                        Natríum-D-pantóþenat

                        Dexpantenól

B12-vítamín      Sýanókóbalamín

                        Hýdroxókóbalamín

Bíótín               D-bíótín

C-vítamín         L-askorbínsýra

                        Natríum-L-askorbat

                        Kalsíum-L-askorbat

                        6-palmítýl-L-askorbínsýra

                        (askorbýlpalmítat)

                        Kalíumaskorbat

E-vítamín          D-alfa-tókóferól

                        DL-alfa-tókóferól

                        D-alfa-tókóferýlasetat

                        DL-alfa-tókóferýlasetat

K-vítamín         Fýllókínón (Fýtómenadíón)

Steinefni

Steinefni           Efnaform

Kalsíum (Ca)    Kalsíumkarbónat                                 

                        Kalsíumklóríð

                        Kalsíumsítröt

                        Kalsíumglúkónat

                        Kalsíumglýserófosfat

                        Kalsíumlaktat

                        Kalsíumsölt af ortó-fosfórsýru

                        Kalsíumhýdroxíð

Magnesíum (Mg)Magnesíumkarbónat

                        Magnesíumklóríð

                        Magnesíumoxíð

                        Magnesíumsölt af ortó-fosfórsýru

                        Magnesíumsúlfat

                        Magnesíumglúkónat

                        Magnesíumhýdroxíð

                        Magnesíumsítröt

Járn (Fe)          Ferrósítrat

                        Ferróglúkónat

                        Ferrólaktat

                        Ferrósúlfat

                        Ferríammóníumsítrat

                        Ferrófúmarat

                        Ferrídífosfat (Ferrípýrófosfat)

Kopar (Cu)      Koparsítrat

                        Koparglúkónat

                        Koparsúlfat

                        Koparlýsín-komplex

                        Koparkarbónat

Joð (I)              Kalíumjoðíð

                        Natríumjoðíð

                        Kalíumjoðat

Sink (Zn)          Sinkasetat

                        Sinkklóríð

                        Sinklaktat

                        Sinksúlfat

                        Sinksítrat

                        Sinkglúkónat

                        Sinkoxíð

Mangan (Mn)   Mangankarbónat

                        Manganklóríð

                        Mangansítrat

                        Mangansúlfat

                        Manganglúkónat

Natríum (Na)    Natríumbíkarbónat

                        Natríumklóríð

                        Natríumsítrat

                        Natríumglúkónat

                        Natríumkarbónat

                        Natríumlaktat

                        Natríumsölt ortó-fosfórsýru

                        Natríumhýdroxíð

Kalíum (K)       Kalíumbíkarbónat

                        Kalíumkarbónat

                        Kalíumklóríð

                        Kalíumsítröt

                        Kalíumglúkónat

                        Kalíumlaktat

                        Kalíumsölt ortó-fosfórsýru

                        Kalíumhýdroxíð

Selen (Se)        Natríum selenat

                        Natríum selenít

3. Amínósýrur og önnur köfnunarefnissambönd

L-arginín og hýdróklóríð þess

L-systín og hýdróklóríð þess

L-histidín og hýdróklóríð þess

L-ísóleusín og hýdróklóríð þess

L-leusín og hýdróklóríð þess

L-systín og hýdróklóríð þess

L-meþíónín

L-fenýlalanín

L-þreónín

L-trýptófan

L-týrósín

L-valín

L-karnitín og hýdróklóríð þess

Tárín

Cytidín 5´-mónófosfat og natríum salt þess

Uridín 5´-mónófosfat og natríum salt þess

Adenósín 5´-mónófosfat og natríum salt þess

Guanósín 5´-mónófosfat og natríum salt þess

Inósín 5´-mónófosfat og natríum salt þess.

4. Önnur efni

Kólín

Kólínbítartrat

Kólínklóríð                              

Ínósítól

Kólínsítrat

 

 

Viðauki IV

Viðmiðunargildi fyrir lífsnauðsynlegar amínósýrur

fyrir ungbörn í móðurmjólk.

 

mg/100 kJ

mg/100 kkal

Arginín

16

69

Systín

6

24

Histidín

11

45

Ísóleusín

17

72

Leusín

37

156

Lýsín

29

122

Meþíónín

7

29

Fenýlalanín

15

62

Þreónín

19

80

Tryptófan

7

30

Týrósín

14

59

Valín

19

80

 

Viðauki V

Viðmiðunargildi fyrir amínósýrusamsetningu kaseins

og móðurmjólkurpróteins.

 

Kasein (g/100 g)

Móðurmjólk (g/100 g)

Arginín

3,7

3,8

Systín

0,3

1,3

Histidín

2,9

2,5

Ísóleusín

5,4

4,0

Leusín

9,5

8,5

Lýsín

8,1

6,7

Meþíónín

2,8

1,6

Fenýlalanín

5,2

3,4

Þreónín

4,7

4,4

Trýptófan

1,6

1,7

Týrósín

5,8

3,2

Valín

6,7

4,5

Viðauki VI

Viðmiðunargildi fyrir steinefni í kúamjólk.

                                               

 

Í 100 g af fitulausu þurrefni

Í 1 g af próteinum

Natríum (mg)

550

15

Kalíum (mg)

1680

43

Klóríð (mg)

1050

28

Kalsíum (mg)

1350

35

Fosfór (mg)

1070

28

Magníum (mg)

135

3,5

Kopar (µg)

225

 6

Joð

 *

*

 

* Háð náttúrulegum sveiflum.

 

 

Viðauki VII

Næringarfræðilegar fullyrðingar fyrir ungbarnablöndur.

Fullyrðingar

Skilyrði

Meðhöndluð prótein

Próteininnihald er lægra en 0,6 g/100 kJ (2,5 g/100 kkal) og hlutfallið mysuprótein/kasein ekki minna en 1,0.

Lítið natríum

Natríuminnihald er lægra en 9 mg/100 kJ (39 mg/100 kkal).

Án súkrósa

Inniheldur engan súkrósa.

Eingöngu laktósi

Inniheldur engin kolvetni önnur en mjólkursykur (laktósa).

Án laktósa

Inniheldur engan mjólkursykur (laktósa).

Járnbætt

Inniheldur viðbætt járn.

Minni hætta á ofnæmi fyrir mjólkurpróteinum

Blandan skal uppfylla þær kröfur sem fram koma í viðauka 1, tl. 2.2. Hlutfall próteina sem valda ónæmissvörun í líkamanum mælt með viðurkenndum aðferðum, skal vera innan við 1% af öllum efnum í blöndunni sem innihalda köfnunarefni.

Heimilt er að nota hugtök sem vísa til skertra mótefnisvaka eiginleika ofnæmis valdsins.

-Á umbúðum skal koma fram að blandan sé ekki ætluð ungbörnum sem hafa ofnæmi fyrir þeim próteinum sem hún er unnin úr, nema viðurkenndar ofnæmisprófanir sýni að yfir 90% barna (95% vikmörk) með ofnæmi fyrir próteinunum sýni engin ofnæmisviðbrögð við neyslu blöndunnar.

 

- Í rannsóknum á dýrum á inntaka blöndunnar ekki að valda aukinni næmni fyrir próteinum sem hún er unnin úr.

 

Hlutlæg og vísindalega staðfest gögn sem styðja fullyrðinguna skulu liggja fyrir og vera aðgengileg.

 

Viðauki VIII

Vítamín og steinefni sem heimilt er að tilgreina fyrir stoðblöndur og viðmiðunargildi þeirra (RDS)*.

                         

Næringarefni                

 

Viðmiðunargildi

A-vítamín

(µg)

400

D-vítamín

(µg)

 10

C-vítamín

(mg)

 25

Þíamín

(mg)

  0,5

Ríbóflavín

(mg)

  0,8

Níacín jafngildi

(mg)

  9

B6-vítamín

(mg)

  0,7

Fólínsýra

(µg)

100

B12-vítamín

(µg)

  0,7

Kalsíum

(mg)

400

Járn

(mg)

  6

Sínk

(mg)

  4

Joð

(µg)

 70

Selen

(µg)

 10

Kopar

(mg)

  0,4

* RDS-gildi sem hér koma fram eru viðmiðunargildi til notkunar við umbúðamerkingar og geta sem slík verið frábrugðin ráðlögðum dagskömmtum gefnum út af Manneldisráði Íslands og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.

           

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica