Umhverfisráðuneyti

344/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð, nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum, með síðari breytingum.

1. gr.

4. tl. 2. mgr. 8. gr. orðast svo:

Frá 1. september til 25. apríl: Álka, langvía, stuttnefja, teista, lundi.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. og 17. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 13. apríl 2012.

Svandís Svavarsdóttir.

Hugi Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica