Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

269/2010

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 411/2004 um ýmis aðskotaefni í matvælum.

1. gr.

Tilvísanir og hámarksgildi fyrir histamín, patúlín, PCP toxín og tin í viðauka 2 um hámarksgildi ýmissa aðskotaefna í neysluvörum falla brott.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 56/2005 um breytingu á reglugerð nr. 411/2004 um ýmis aðskotaefni í matvælum. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 15. mars 2010.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica